Demókratar tókust á um heilbrigðismál Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 16. október 2019 18:45 Frambjóðendur í prófkjöri Demókrata fyrir bandarísku forsetakosningarnar tókust á í kappræðum í nótt. Heilbrigðismálin voru í fyrirrúmi eins og í fyrri kappræðum. Demókratar hafa skipt sér í tvær fylkingar í heilbrigðismálum. Frambjóðendur á borð við Joe Biden, fyrrverandi varaforseta, vilja auka aðkomu ríkisins að sjúkratryggingum og gera öllum kleyft að tryggja sig hjá hinu opinbera. Öldungadeildarþingmennirnir Bernie Sanders og Elizabeth Warren, sem mælast með næst- og þriðja mest fylgi á eftir Biden, vilja hins vegar að sjúkratryggingar verði eingöngu á vegum hins opinbera. Biden skaut á Sanders og Warren fyrir hugmyndir sínar. Sagði að áætlanir þeirra myndu kosta Bandaríkin þrjátíu billjónir dala á tíu ára tímabili. Spurði hann því hvaðan peningarnir ættu að koma. Sanders sagðist aftur á móti þreyttur á því að sjá fólk koma kerfinu til varnar. „Þetta er bilað kerfi og grimmilegt. 87 milljónir eru án tryggingar, 30 þúsund deyja ár hvert og 500 þúsund verða gjaldþrota. Og hvers vegna? Vegna þess þau fengu krabbamein.“ Warren vék sér undan spurningum um hvort hennar stefna fæli í sér skattahækkanir. Sagðist þó lofa því að undirrita engin frumvörp sem myndu auka útgjöld millistéttarfjölskyldna. Sanders var einnig spurður um heilsu sína, eftir að hafa fengið hjartaáfall fyrr í mánuðinum. „Við verðum í mikilli kosningabaráttu um allt land. Þannig mun ég fullvissa almenning um að ég er heill heilsu.“ Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Fleiri fréttir Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Sjá meira
Frambjóðendur í prófkjöri Demókrata fyrir bandarísku forsetakosningarnar tókust á í kappræðum í nótt. Heilbrigðismálin voru í fyrirrúmi eins og í fyrri kappræðum. Demókratar hafa skipt sér í tvær fylkingar í heilbrigðismálum. Frambjóðendur á borð við Joe Biden, fyrrverandi varaforseta, vilja auka aðkomu ríkisins að sjúkratryggingum og gera öllum kleyft að tryggja sig hjá hinu opinbera. Öldungadeildarþingmennirnir Bernie Sanders og Elizabeth Warren, sem mælast með næst- og þriðja mest fylgi á eftir Biden, vilja hins vegar að sjúkratryggingar verði eingöngu á vegum hins opinbera. Biden skaut á Sanders og Warren fyrir hugmyndir sínar. Sagði að áætlanir þeirra myndu kosta Bandaríkin þrjátíu billjónir dala á tíu ára tímabili. Spurði hann því hvaðan peningarnir ættu að koma. Sanders sagðist aftur á móti þreyttur á því að sjá fólk koma kerfinu til varnar. „Þetta er bilað kerfi og grimmilegt. 87 milljónir eru án tryggingar, 30 þúsund deyja ár hvert og 500 þúsund verða gjaldþrota. Og hvers vegna? Vegna þess þau fengu krabbamein.“ Warren vék sér undan spurningum um hvort hennar stefna fæli í sér skattahækkanir. Sagðist þó lofa því að undirrita engin frumvörp sem myndu auka útgjöld millistéttarfjölskyldna. Sanders var einnig spurður um heilsu sína, eftir að hafa fengið hjartaáfall fyrr í mánuðinum. „Við verðum í mikilli kosningabaráttu um allt land. Þannig mun ég fullvissa almenning um að ég er heill heilsu.“
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Fleiri fréttir Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Sjá meira