Margt sem má bæta við fæðingarorlof Andrés Ingi Jónsson skrifar 16. október 2019 16:45 Í gær fékk ég mjög áhugavert og efnismikið svar við fyrirspurn um fæðingar- og foreldraorlof (sjá hér). Þar er hægt að sjá helstu tölur um skiptingu eftir kyni, tekjum, stöðu fólks í námi og utan vinnumarkaðar o.s.frv., undanfarin fimm ár. Nokkur atriði stökkva á mig við fyrstu sýn. Sameiginlegur réttur foreldra er nánast eingöngu nýttur af mæðrum. Í kringum 90% mæðra fullnýta sameiginlegu mánuðina, en ekki nema 11% feðra nýta eitthvað af honum. Þetta kemur ekki á óvart og sýnir hversu rétt skref það er að draga úr sameiginlega réttinum samhliða lengingu fæðingarorlofs, líkt og stefnt er að, en á næstu tveimur árum er planið að fara úr 3-3-3-kerfi yfir í 5-5-2. Kannski þyrfti að skoða enn róttækari skref, þ.e. að tólf mánaða fæðingarorlofi yrði skipt jafnt á milli foreldra, en enginn sameiginlegur tími skilinn eftir. Þá er mjög áberandi að um 700 feður og 100 mæður taki ekki fæðingarorlof, en skv. svarinu er algengasta ástæðan sú að það hefur einfaldlega ekki sótt um. Hvaða hópar skyldu þetta vera og hverjar eru ástæðurnar? Þetta kallar á frekari rannsókn, t.d. til að sjá hvort hér finnist einstaklingarnir sem fréttist reglulega af, sem hafa misst rétt til fæðingarorlofs vegna tímabundins náms erlendis eða annarra ástæðna. Á meðan 90 prósent mæðra nýta allan sameiginlega réttinn er áhugavert að tveir hópar skera sig sérstaklega úr. Annars vegar þær mæður sem eru utan vinnumarkaðar og fá fæðingarstyrk, en þar taka ekki nema 68 prósent eitthvað af sameiginlega tímanum. Hins vegar eru það láglaunakonur, sem sömuleiðis nýta sameiginlega réttinn minna en mæður að meðaltali. Mér þykir líklegt að þarna færi foreldrar sameiginlega réttinn yfir á það foreldri sem fær meira út úr honum, til að halda tekjum heimilisins uppi, enda er fæðingarstyrkurinn ekki nema 78 þúsund krónur og 80 prósentin sem láglaunakona fær af lágum launum er mjög lág upphæð. En það kæmi ekki á óvart að þessar mæður væru eftir sem áður heima hjá nýfæddu barninu, launalausar. Staða þeirra sem fá minnst út úr fæðingarorlofskerfinu vekur upp spurningar um lágmarksgreiðslur, sem við þurfum að spyrja okkur í tengslum við þá heildarendurskoðun sem er í gangi. Það er ákveðinn styrkleiki fæðingarorlofskerfisins að það er fjármagnað í gegnum tryggingargjald fólks á vinnumarkaði, en fyrir vikið er hætt við að það beri meira keim af því að vera vinnumarkaðsúrræði en félagslegt stuðningskerfi. Fólk sem fer í fæðingarorlof úr ágætlega launaðri vinnu þarf ekki að hafa áhyggjur af miklu tekjutapi vegna fæðingar. En öðru gegnir um fólkið á lægstu laununum og þau sem á einhvern hátt passa illa inn í kerfið og fá aðeins lágmarksstyrkina. Þar er hætt við að fyrstu mánuðir nýbakaðra foreldra litist af miklum fjárhagsáhyggjum. Á næstu árum verður fæðingarorlof lengt upp í 12 mánuði, sem kostar um 4 milljarða á ári, og hækkun hámarksgreiðslu í orlofi mun kosta 6 milljarða á ári þegar hún er að fullu komin til framkvæmda. Hvernig væri að hækka fólk á fæðingarstyrk upp í ígildi lágmarkslauna, sem kostar skv. svarinu tæpa 2 milljarða?Höfundur er þingmaður Vinstri grænna Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Andrés Ingi Jónsson Börn og uppeldi Félagsmál Fæðingarorlof Mest lesið „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Sjá meira
Í gær fékk ég mjög áhugavert og efnismikið svar við fyrirspurn um fæðingar- og foreldraorlof (sjá hér). Þar er hægt að sjá helstu tölur um skiptingu eftir kyni, tekjum, stöðu fólks í námi og utan vinnumarkaðar o.s.frv., undanfarin fimm ár. Nokkur atriði stökkva á mig við fyrstu sýn. Sameiginlegur réttur foreldra er nánast eingöngu nýttur af mæðrum. Í kringum 90% mæðra fullnýta sameiginlegu mánuðina, en ekki nema 11% feðra nýta eitthvað af honum. Þetta kemur ekki á óvart og sýnir hversu rétt skref það er að draga úr sameiginlega réttinum samhliða lengingu fæðingarorlofs, líkt og stefnt er að, en á næstu tveimur árum er planið að fara úr 3-3-3-kerfi yfir í 5-5-2. Kannski þyrfti að skoða enn róttækari skref, þ.e. að tólf mánaða fæðingarorlofi yrði skipt jafnt á milli foreldra, en enginn sameiginlegur tími skilinn eftir. Þá er mjög áberandi að um 700 feður og 100 mæður taki ekki fæðingarorlof, en skv. svarinu er algengasta ástæðan sú að það hefur einfaldlega ekki sótt um. Hvaða hópar skyldu þetta vera og hverjar eru ástæðurnar? Þetta kallar á frekari rannsókn, t.d. til að sjá hvort hér finnist einstaklingarnir sem fréttist reglulega af, sem hafa misst rétt til fæðingarorlofs vegna tímabundins náms erlendis eða annarra ástæðna. Á meðan 90 prósent mæðra nýta allan sameiginlega réttinn er áhugavert að tveir hópar skera sig sérstaklega úr. Annars vegar þær mæður sem eru utan vinnumarkaðar og fá fæðingarstyrk, en þar taka ekki nema 68 prósent eitthvað af sameiginlega tímanum. Hins vegar eru það láglaunakonur, sem sömuleiðis nýta sameiginlega réttinn minna en mæður að meðaltali. Mér þykir líklegt að þarna færi foreldrar sameiginlega réttinn yfir á það foreldri sem fær meira út úr honum, til að halda tekjum heimilisins uppi, enda er fæðingarstyrkurinn ekki nema 78 þúsund krónur og 80 prósentin sem láglaunakona fær af lágum launum er mjög lág upphæð. En það kæmi ekki á óvart að þessar mæður væru eftir sem áður heima hjá nýfæddu barninu, launalausar. Staða þeirra sem fá minnst út úr fæðingarorlofskerfinu vekur upp spurningar um lágmarksgreiðslur, sem við þurfum að spyrja okkur í tengslum við þá heildarendurskoðun sem er í gangi. Það er ákveðinn styrkleiki fæðingarorlofskerfisins að það er fjármagnað í gegnum tryggingargjald fólks á vinnumarkaði, en fyrir vikið er hætt við að það beri meira keim af því að vera vinnumarkaðsúrræði en félagslegt stuðningskerfi. Fólk sem fer í fæðingarorlof úr ágætlega launaðri vinnu þarf ekki að hafa áhyggjur af miklu tekjutapi vegna fæðingar. En öðru gegnir um fólkið á lægstu laununum og þau sem á einhvern hátt passa illa inn í kerfið og fá aðeins lágmarksstyrkina. Þar er hætt við að fyrstu mánuðir nýbakaðra foreldra litist af miklum fjárhagsáhyggjum. Á næstu árum verður fæðingarorlof lengt upp í 12 mánuði, sem kostar um 4 milljarða á ári, og hækkun hámarksgreiðslu í orlofi mun kosta 6 milljarða á ári þegar hún er að fullu komin til framkvæmda. Hvernig væri að hækka fólk á fæðingarstyrk upp í ígildi lágmarkslauna, sem kostar skv. svarinu tæpa 2 milljarða?Höfundur er þingmaður Vinstri grænna
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun