„Leyfið ykkur að klúðra meiriháttar og blómstrið síðan, systur“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 16. október 2019 15:00 Mannlegur breyskleiki og mistök voru óskarsverðlaunaleikkonunni ofarlega í huga þegar hún flutti ræðu á árlegri samkomu leikkvenna í Hollywood. Vísir/Getty Bandaríska óskarsverðlaunaleikkonan Natalie Portman hvatti kynsystur sínar í leiklistinni til að leyfa sér að gera mistök. Hún sótti árlegan viðburð „Konur í Hollywood“ í gærkvöldi og ávarpaði starfssystur sínar á hvíta tjaldinu. Hún tók mið af geimfaranum sem hún leikur í nýjustu kvikmynd sinni Lucy in the Sky sem gerir meiriháttar skyssu og glatar öllu. Eftir að hafa túlkað líf geimfarann varð henni ljóst mikilvægi mistaka í þekkingarleit mannsins. Því fyndi hún sig knúna til að hvetja konur til að nýta rétt sinn til að gera mistök, það sé besta leiðin til að læra. Portman sagði að verstu mistök okkar væru okkar mögnuðustu kennslustundir sem gerðu okkur kleift að vaxa og dafna. Velji konur alltaf „öruggu leiðina“ í þeim tilgangi að forðast mistök, uppgötvi þær mögulega aldrei hæfileika sína og möguleika til fulls. „Þannig að okkar helsta verkefni sem leiðtogar í þessum iðnaði er að gera mistök. Það er magnaðasta fordæmið sem við getum sett næstu kynslóðum. Það er að gera hið mannlegasta sem fyrirfinnst; gera mistök og freista þess síðan að feta ekki slóð hinnar fordæmdu konu, hinnar sem brást, hinnar eyðilögðu konu,“ sagði Portman og lagði áherslu á mikilvægi þess að halda ótrauð áfram eftir mistök. Hún kvaddi kynsystur sínar að lokum með heilræði. Þær skyldu allar, endilega, gera ævintýraleg mistök. „Leyfið ykkur að klúðra meiriháttar og blómstrið síðan, systur“ Hollywood Jafnréttismál Mest lesið Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lífið Lítill rappari á leiðinni Lífið Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Lífið Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Lífið Með Banksy í stofunni heima Menning Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Lífið Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Lífið Fullkomnunarárátta: Óánægð með okkur eða aðra, klárum ekki, sköpum togstreitu og fleira Áskorun Sjö rétta líbönsk veisla sem þú mátt alls ekki missa af! Lífið samstarf Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Fleiri fréttir Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Sjá meira
Bandaríska óskarsverðlaunaleikkonan Natalie Portman hvatti kynsystur sínar í leiklistinni til að leyfa sér að gera mistök. Hún sótti árlegan viðburð „Konur í Hollywood“ í gærkvöldi og ávarpaði starfssystur sínar á hvíta tjaldinu. Hún tók mið af geimfaranum sem hún leikur í nýjustu kvikmynd sinni Lucy in the Sky sem gerir meiriháttar skyssu og glatar öllu. Eftir að hafa túlkað líf geimfarann varð henni ljóst mikilvægi mistaka í þekkingarleit mannsins. Því fyndi hún sig knúna til að hvetja konur til að nýta rétt sinn til að gera mistök, það sé besta leiðin til að læra. Portman sagði að verstu mistök okkar væru okkar mögnuðustu kennslustundir sem gerðu okkur kleift að vaxa og dafna. Velji konur alltaf „öruggu leiðina“ í þeim tilgangi að forðast mistök, uppgötvi þær mögulega aldrei hæfileika sína og möguleika til fulls. „Þannig að okkar helsta verkefni sem leiðtogar í þessum iðnaði er að gera mistök. Það er magnaðasta fordæmið sem við getum sett næstu kynslóðum. Það er að gera hið mannlegasta sem fyrirfinnst; gera mistök og freista þess síðan að feta ekki slóð hinnar fordæmdu konu, hinnar sem brást, hinnar eyðilögðu konu,“ sagði Portman og lagði áherslu á mikilvægi þess að halda ótrauð áfram eftir mistök. Hún kvaddi kynsystur sínar að lokum með heilræði. Þær skyldu allar, endilega, gera ævintýraleg mistök. „Leyfið ykkur að klúðra meiriháttar og blómstrið síðan, systur“
Hollywood Jafnréttismál Mest lesið Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lífið Lítill rappari á leiðinni Lífið Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Lífið Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Lífið Með Banksy í stofunni heima Menning Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Lífið Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Lífið Fullkomnunarárátta: Óánægð með okkur eða aðra, klárum ekki, sköpum togstreitu og fleira Áskorun Sjö rétta líbönsk veisla sem þú mátt alls ekki missa af! Lífið samstarf Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Fleiri fréttir Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Sjá meira
Fullkomnunarárátta: Óánægð með okkur eða aðra, klárum ekki, sköpum togstreitu og fleira Áskorun
Fullkomnunarárátta: Óánægð með okkur eða aðra, klárum ekki, sköpum togstreitu og fleira Áskorun