Xi hótar krömdum líkömum og muldum beinum Gunnar Reynir Valþórsson og Samúel Karl Ólason skrifa 14. október 2019 08:51 Xi Jingping, forseti Kína. AP/Bikash Dware Forseti Kína, Xi Jinping varaði landsmenn sína við afleiðingum þess að sýna mótþróa og gera tilraunir til að aðskilja svæði í Kína. Í ræðu sem hann hélt í opinberri heimsókn til Nepal sagði hann að allar slíkar tilraunir muni enda með því að „líkamar verði kramdir og bein mulin,“ eins og hann orðaði það. Greint var frá ræðunni á kínverska ríkismiðlinum CCTV og mun hann hafa sagt þetta á fundi sínum og KP Sharma Oli, forsætisráðherra Nepal. Forsetinn nefndi ekkert eitt svæði í ræðu sinni en almennt er talið að hann hafi verið að beina orðum sínum að mótmælendum í Hong Kong sem hafa farið mikinn síðustu vikur og mánuði. Hong Kong er sjálfstjórnarhérað í Kína en íbúar þar hafa undanfarið krafist meira frelsis frá meginlandinu. Forsetinn hefur enn sem komið er lítið sem ekkert tjáð sig um mótmælin í Hong Kong og því er litið á ummælin sem sterka viðvörun um að Kínversk stjórnvöld ætli ekki að sitja aðgerðarlaus hjá mikið lengur, heldur láta til skarar skríða gegn mótmælendunum. Mótmælendur hafa lengi óttast að hermenn verði sendir gegn þeim til viðbótar við lögreglu. Samkvæmt BBC telja greinendur það hins vegar ólíklegt.Stjórnvöld vestrænna ríkja hafa gagnrýnt yfirvöld Kína fyrir aðgerðir lögreglu gegn mótmælendum. Sky News vitnar til dæmis í Dominic Raab, utanríkisráðherra Bretlands, sem sagði að Bretar myndu ekki líta undan á meðan verið væri að berja mótmælendur. Þá hefur Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagt að erfitt verði að semja við Kínverja vegna viðskipta, ef „eitthvað slæmt“ gerist varðandi mótmælin.Sjá einnig: Beita þvingunum vegna mannréttindabrota í XinjiangMótmælin í Hong Kong hafa staðið yfir frá því í júní. Minnst 2.300 hafa verið handteknir en átök á milli mótmælenda og lögreglu hafa verið að aukast. Lögreglan hefur verið sökuð um að lumbra á mótmælendum og hefur minnst einn verið skotinn. Þá hafa mótmælendur veist að lögreglu og kastað bensínsprengjum, svo eitthvað sé nefnt. Hong Kong Kína Nepal Tengdar fréttir Varaði við því að herinn gæti gripið í taumana Carrie Lam, leiðtogi Hong Kong, sem er sjálfstjórnarhérað í Kína, varaði við því í morgun að kínverski herinn gæti blandað sér í leikinn ef mótmælin í borginni aukast enn frekar. 8. október 2019 07:16 Táningur sem skotinn var af lögreglu ákærður fyrir óeirðir og árás Hinn 18 ára gamli Tsang Chi-kin var skotinn af lögregluþjóni og er sagður í stöðugu ástandi eftir skurðaðgerð. 3. október 2019 08:55 Minntust fallinna félaga í Hong Kong Aukinn skriðþungi virðist kominn í bæði mótmælin og aðgerðir lögreglu. 7. október 2019 18:45 Ráðist á opinberar byggingar og verslanir í Hong Kong Óeirðir voru á götum Hong Kong fyrr í dag þar sem fjöldi fólks kom saman til að mótmæla yfirvöldum. 6. október 2019 17:31 Útilokar ekki afskipti kínverskra stjórnvalda í Hong Kong Æðsti embættismaður Hong Kong útilokar ekki að biðja kínversku ríkisstjórnina um aðstoð við að kveða niður mótmælahreyfinguna sem hefur haft sig mjög í frammi á sjálfstjórnarsvæðinu undanfarna mánuði. 8. október 2019 19:15 Yfirvöld Hong Kong banna grímur Carrie Lam æðsti embættismaður Hong Kong, sem er sjálfstjórnarhérað í Kína, beitti í morgun neyðarlögum frá tímum nýlendustjórnar Breta og bannaði almenningi að hylja andlit sín með grímum. 4. október 2019 08:28 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Fleiri fréttir Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjá meira
Forseti Kína, Xi Jinping varaði landsmenn sína við afleiðingum þess að sýna mótþróa og gera tilraunir til að aðskilja svæði í Kína. Í ræðu sem hann hélt í opinberri heimsókn til Nepal sagði hann að allar slíkar tilraunir muni enda með því að „líkamar verði kramdir og bein mulin,“ eins og hann orðaði það. Greint var frá ræðunni á kínverska ríkismiðlinum CCTV og mun hann hafa sagt þetta á fundi sínum og KP Sharma Oli, forsætisráðherra Nepal. Forsetinn nefndi ekkert eitt svæði í ræðu sinni en almennt er talið að hann hafi verið að beina orðum sínum að mótmælendum í Hong Kong sem hafa farið mikinn síðustu vikur og mánuði. Hong Kong er sjálfstjórnarhérað í Kína en íbúar þar hafa undanfarið krafist meira frelsis frá meginlandinu. Forsetinn hefur enn sem komið er lítið sem ekkert tjáð sig um mótmælin í Hong Kong og því er litið á ummælin sem sterka viðvörun um að Kínversk stjórnvöld ætli ekki að sitja aðgerðarlaus hjá mikið lengur, heldur láta til skarar skríða gegn mótmælendunum. Mótmælendur hafa lengi óttast að hermenn verði sendir gegn þeim til viðbótar við lögreglu. Samkvæmt BBC telja greinendur það hins vegar ólíklegt.Stjórnvöld vestrænna ríkja hafa gagnrýnt yfirvöld Kína fyrir aðgerðir lögreglu gegn mótmælendum. Sky News vitnar til dæmis í Dominic Raab, utanríkisráðherra Bretlands, sem sagði að Bretar myndu ekki líta undan á meðan verið væri að berja mótmælendur. Þá hefur Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagt að erfitt verði að semja við Kínverja vegna viðskipta, ef „eitthvað slæmt“ gerist varðandi mótmælin.Sjá einnig: Beita þvingunum vegna mannréttindabrota í XinjiangMótmælin í Hong Kong hafa staðið yfir frá því í júní. Minnst 2.300 hafa verið handteknir en átök á milli mótmælenda og lögreglu hafa verið að aukast. Lögreglan hefur verið sökuð um að lumbra á mótmælendum og hefur minnst einn verið skotinn. Þá hafa mótmælendur veist að lögreglu og kastað bensínsprengjum, svo eitthvað sé nefnt.
Hong Kong Kína Nepal Tengdar fréttir Varaði við því að herinn gæti gripið í taumana Carrie Lam, leiðtogi Hong Kong, sem er sjálfstjórnarhérað í Kína, varaði við því í morgun að kínverski herinn gæti blandað sér í leikinn ef mótmælin í borginni aukast enn frekar. 8. október 2019 07:16 Táningur sem skotinn var af lögreglu ákærður fyrir óeirðir og árás Hinn 18 ára gamli Tsang Chi-kin var skotinn af lögregluþjóni og er sagður í stöðugu ástandi eftir skurðaðgerð. 3. október 2019 08:55 Minntust fallinna félaga í Hong Kong Aukinn skriðþungi virðist kominn í bæði mótmælin og aðgerðir lögreglu. 7. október 2019 18:45 Ráðist á opinberar byggingar og verslanir í Hong Kong Óeirðir voru á götum Hong Kong fyrr í dag þar sem fjöldi fólks kom saman til að mótmæla yfirvöldum. 6. október 2019 17:31 Útilokar ekki afskipti kínverskra stjórnvalda í Hong Kong Æðsti embættismaður Hong Kong útilokar ekki að biðja kínversku ríkisstjórnina um aðstoð við að kveða niður mótmælahreyfinguna sem hefur haft sig mjög í frammi á sjálfstjórnarsvæðinu undanfarna mánuði. 8. október 2019 19:15 Yfirvöld Hong Kong banna grímur Carrie Lam æðsti embættismaður Hong Kong, sem er sjálfstjórnarhérað í Kína, beitti í morgun neyðarlögum frá tímum nýlendustjórnar Breta og bannaði almenningi að hylja andlit sín með grímum. 4. október 2019 08:28 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Fleiri fréttir Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjá meira
Varaði við því að herinn gæti gripið í taumana Carrie Lam, leiðtogi Hong Kong, sem er sjálfstjórnarhérað í Kína, varaði við því í morgun að kínverski herinn gæti blandað sér í leikinn ef mótmælin í borginni aukast enn frekar. 8. október 2019 07:16
Táningur sem skotinn var af lögreglu ákærður fyrir óeirðir og árás Hinn 18 ára gamli Tsang Chi-kin var skotinn af lögregluþjóni og er sagður í stöðugu ástandi eftir skurðaðgerð. 3. október 2019 08:55
Minntust fallinna félaga í Hong Kong Aukinn skriðþungi virðist kominn í bæði mótmælin og aðgerðir lögreglu. 7. október 2019 18:45
Ráðist á opinberar byggingar og verslanir í Hong Kong Óeirðir voru á götum Hong Kong fyrr í dag þar sem fjöldi fólks kom saman til að mótmæla yfirvöldum. 6. október 2019 17:31
Útilokar ekki afskipti kínverskra stjórnvalda í Hong Kong Æðsti embættismaður Hong Kong útilokar ekki að biðja kínversku ríkisstjórnina um aðstoð við að kveða niður mótmælahreyfinguna sem hefur haft sig mjög í frammi á sjálfstjórnarsvæðinu undanfarna mánuði. 8. október 2019 19:15
Yfirvöld Hong Kong banna grímur Carrie Lam æðsti embættismaður Hong Kong, sem er sjálfstjórnarhérað í Kína, beitti í morgun neyðarlögum frá tímum nýlendustjórnar Breta og bannaði almenningi að hylja andlit sín með grímum. 4. október 2019 08:28