Undrast tómlæti um Landsrétt Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 14. október 2019 06:00 Benedikt Bogason, Hæstaréttardómari og formaður Dómstólasýslunnar. Tillögu Dómstólasýslunnar um fjölgun dómara við Landsrétt hefur enn ekki verið svarað. Eftir að Landsréttarmálinu var vísað til yfirdeildar Mannréttindadómstóls Evrópu fór stofnunin þess á leit við ráðherra að dómurum yrði fjölgað tímabundið til að bregðast við vaxandi málaþunga. Þeim yrði svo fækkað aftur með sólarlagsákvæði og nýir dómarar ekki skipaðir í stað þeirra sem láta af störfum fyrr en réttum fjölda er náð „Ég undrast hversu langan tíma það tekur ráðuneytið að taka afstöðu til tillagna sem við lögðum fram fyrst í mars og svo í september,“ segir Benedikt Bogason, formaður Dómstólasýslunnar. Aðspurð segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra ákvörðun um fjölgun ekki hafa verið tekna. Málastaða dómsins sé enn til skoðunar og dómhald hafi verið skipulagt út árið. Þrettán dómarar dæmi nú við réttinn. Tveir af þeim fjórum dómurum sem ekki hafa sinnt dómstörfum við réttinn frá því dómur MDE féll óskuðu í september eftir leyfi og hafa nýir verið settir tímabundið í þeirra stað. „Það blasir við að setning tveggja dómara rennur út um áramót og þá gæti fjöldi dómara farið aftur niður í ellefu,“ segir Benedikt. Skipunarferli dómara taki tíma en fyrir liggur að mæla þyrfti fyrir lagabreytingu og auglýsa embættin með hæfilegum umsóknarfresti auk þess sem hæfisnefnd þyrfti ráðrúm til að meta umsækjendur og ráðherra til að skipa. Bent hefur verið á að leiðin, sem Dómstólasýslan leggur til, gæti leyst einn veigamikinn vanda sem Landsréttarmálið hefur skapað og sparað ríkinu umtalsverðan launakostnað, fari svo að dómararnir fjórir sæki sjálfir um og fái löglega skipun. Skiptar skoðanir eru hins vegar um leiðina meðal stjórnmálamanna og lögfræðinga og hafa þau sjónarmið komið fram að óeðlilegt sé að einstaklingur geti sótt um dómaraembætti við dómstól sem hann er þegar skipaður dómari við. Birtist í Fréttablaðinu Dómstólar Landsréttarmálið Stjórnsýsla Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira
Tillögu Dómstólasýslunnar um fjölgun dómara við Landsrétt hefur enn ekki verið svarað. Eftir að Landsréttarmálinu var vísað til yfirdeildar Mannréttindadómstóls Evrópu fór stofnunin þess á leit við ráðherra að dómurum yrði fjölgað tímabundið til að bregðast við vaxandi málaþunga. Þeim yrði svo fækkað aftur með sólarlagsákvæði og nýir dómarar ekki skipaðir í stað þeirra sem láta af störfum fyrr en réttum fjölda er náð „Ég undrast hversu langan tíma það tekur ráðuneytið að taka afstöðu til tillagna sem við lögðum fram fyrst í mars og svo í september,“ segir Benedikt Bogason, formaður Dómstólasýslunnar. Aðspurð segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra ákvörðun um fjölgun ekki hafa verið tekna. Málastaða dómsins sé enn til skoðunar og dómhald hafi verið skipulagt út árið. Þrettán dómarar dæmi nú við réttinn. Tveir af þeim fjórum dómurum sem ekki hafa sinnt dómstörfum við réttinn frá því dómur MDE féll óskuðu í september eftir leyfi og hafa nýir verið settir tímabundið í þeirra stað. „Það blasir við að setning tveggja dómara rennur út um áramót og þá gæti fjöldi dómara farið aftur niður í ellefu,“ segir Benedikt. Skipunarferli dómara taki tíma en fyrir liggur að mæla þyrfti fyrir lagabreytingu og auglýsa embættin með hæfilegum umsóknarfresti auk þess sem hæfisnefnd þyrfti ráðrúm til að meta umsækjendur og ráðherra til að skipa. Bent hefur verið á að leiðin, sem Dómstólasýslan leggur til, gæti leyst einn veigamikinn vanda sem Landsréttarmálið hefur skapað og sparað ríkinu umtalsverðan launakostnað, fari svo að dómararnir fjórir sæki sjálfir um og fái löglega skipun. Skiptar skoðanir eru hins vegar um leiðina meðal stjórnmálamanna og lögfræðinga og hafa þau sjónarmið komið fram að óeðlilegt sé að einstaklingur geti sótt um dómaraembætti við dómstól sem hann er þegar skipaður dómari við.
Birtist í Fréttablaðinu Dómstólar Landsréttarmálið Stjórnsýsla Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira