Kúrdar ná samkomulagi við Assad Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 13. október 2019 20:48 Bashar al-Assad, forseti Sýrlands, sendir hersveitir sínar til norðurhluta Sýrlands til að koma Kúrdum til aðstoðar. getty/Ulrich Baumgarten/The Asahi Shimbun Kúrdar hafa samið við ríkisstjórn Sýrlands undir forystu Bashar Hafez al-Assad um að herlið stjórnarinnar muni aðstoða Kúrda við að hrekja hersveitir, sem studdar eru af Tyrkjum, frá norðurhluta Sýrlands. Fyrr í dag sluppu meira en 700 fangar úr fangabúðunum, Ayn Issa, í norðurhluta Sýrlands en flestir þeirra eru stuðningsmenn hryðjuverkasamtaka sem kenna sig við íslamskt ríki, ISIS. Áhyggjur hafa vaknað að þetta muni stuðla að sterkari stöðu ISIS á svæðinu og mögulegri endurkomu samtakanna.Sjá einnig: Stuðningsmenn ISIS flýja fangabúðir í Sýrlandi Hermenn Kúrda munu framselja landamærabæina Manbij og Kobane til yfirvalda í Damaskus samkvæmt samningi sem Rússar hafa milligöngu í. Þetta sögðu yfirvöld í Sýrlandi á sunnudagskvöld. Sýrlenska ríkisútvarpið greindi frá því að nokkrar hersveitir úr her Bashar al-Assad væru á leið norður til að svara tyrkneskum árásarmönnum sem væru á sýrlensku landi. Óstaðfestar fregnir segja einnig frá því að samningurinn á milli Kúrdanna og ríkisstjórnarinnar ætti við um allan norðausturhluta Sýrlands. „Við gerðum allt sem við gátum, við báðum um hjálp alþjóðasamfélagsins… en það varð ekki til þess að málið leystist. Við hvöttum kúrdíska hópa til að sýna stuðning en enginn hlustaði,“ sagði Ismat Sheikh Hassan, leiðtogi hernaðarráðsins í Kobane í samtali við fréttamiðla á svæðinu. Samningurinn mun líklega binda endi á fimm ára hálf-sjálfsstjórn Kúrda í norðausturhluta Sýrlands og er það vegna árásar Tyrklands á svæðið. Tyrkland hóf innrás á miðvikudag eftir að Donald Trump, Bandaríkjaforseti, tilkynnti að bandarískar hersveitir myndu yfirgefa svæðið. Hersveitir Kúrda á svæðinu, eða Sýrlenski lýðræðisherinn, hafa fengið fjárstyrki og verið þjálfaðir af Bandaríkjunum til að berjast gegn ISIS síðan árið 2015. Nú í mars hafði þeim loks tekist að hrekja hryðjuverkamennina af svæðinu en þá höfðu 11 þúsund kúrdískir hermenn fallið í baráttunni. Tyrkir hins vegar telja stærsta hernaðarhóp Sýrlenska lýðræðishersins, kúrdíska YPG, vera hryðjuverkasamtök sem ekki sé hægt að aðskilja frá verkamannaflokki Kúrdistan (PKK). PKK hefur verið í uppreisn gegn tyrkneska ríkinu í áratugi. Átök Kúrda og Tyrkja Bandaríkin Sýrland Tyrkland Tengdar fréttir Kúrdísk stjórnmálakona tekin af lífi Hermenn studdir af tyrkneskum yfirvöldum leiða nú árásir inn í sýrlenskar landamæraborgir og bæi með landvinninga fyrir augum. Einn slíkur hópur tók í gær níu almenna borgara af lífi, en meðal þeirra var kúrdísk stjórnmálakona. 13. október 2019 09:03 Tyrkir ná landamæraborg á sitt vald Tyrkneski herinn hefur náð sýrlensku landamæraborginni Ras al-Ayn á sitt vald, um er að ræða stærstu og mikilvægustu landvinninga Tyrkja síðan að innrás í Sýrland hófst 9. október síðastliðinn 12. október 2019 16:45 Tyrkir miða á fangelsi sem vista ISIS-liða Landhernaður hafinn í Kúrdahéröðum Sýrlands. Tyrkir hafa þegar náð smábæjum við landamærin og mannfall eykst með hverjum klukkutímanum. 11. október 2019 08:00 Tyrkir verði beittir viðskiptaþvingunum Repúblikanar á Bandaríkjaþingi áforma nú smíði lagafrumvarps sem felur í sér að Tyrkir verði beittir viðskiptaþvingunum vegna innrásárinnar í Kúrdahéruð Sýrlands. 11. október 2019 08:45 Merkel bað Erdogan um að hætta við innrásina Kanslari Þýskalands, Angela Merkel, ræddi símleiðis við tyrkneska forsetann Recep Tayyip Erdogan í dag. 13. október 2019 14:55 Mest lesið Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Erlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Sjá meira
Kúrdar hafa samið við ríkisstjórn Sýrlands undir forystu Bashar Hafez al-Assad um að herlið stjórnarinnar muni aðstoða Kúrda við að hrekja hersveitir, sem studdar eru af Tyrkjum, frá norðurhluta Sýrlands. Fyrr í dag sluppu meira en 700 fangar úr fangabúðunum, Ayn Issa, í norðurhluta Sýrlands en flestir þeirra eru stuðningsmenn hryðjuverkasamtaka sem kenna sig við íslamskt ríki, ISIS. Áhyggjur hafa vaknað að þetta muni stuðla að sterkari stöðu ISIS á svæðinu og mögulegri endurkomu samtakanna.Sjá einnig: Stuðningsmenn ISIS flýja fangabúðir í Sýrlandi Hermenn Kúrda munu framselja landamærabæina Manbij og Kobane til yfirvalda í Damaskus samkvæmt samningi sem Rússar hafa milligöngu í. Þetta sögðu yfirvöld í Sýrlandi á sunnudagskvöld. Sýrlenska ríkisútvarpið greindi frá því að nokkrar hersveitir úr her Bashar al-Assad væru á leið norður til að svara tyrkneskum árásarmönnum sem væru á sýrlensku landi. Óstaðfestar fregnir segja einnig frá því að samningurinn á milli Kúrdanna og ríkisstjórnarinnar ætti við um allan norðausturhluta Sýrlands. „Við gerðum allt sem við gátum, við báðum um hjálp alþjóðasamfélagsins… en það varð ekki til þess að málið leystist. Við hvöttum kúrdíska hópa til að sýna stuðning en enginn hlustaði,“ sagði Ismat Sheikh Hassan, leiðtogi hernaðarráðsins í Kobane í samtali við fréttamiðla á svæðinu. Samningurinn mun líklega binda endi á fimm ára hálf-sjálfsstjórn Kúrda í norðausturhluta Sýrlands og er það vegna árásar Tyrklands á svæðið. Tyrkland hóf innrás á miðvikudag eftir að Donald Trump, Bandaríkjaforseti, tilkynnti að bandarískar hersveitir myndu yfirgefa svæðið. Hersveitir Kúrda á svæðinu, eða Sýrlenski lýðræðisherinn, hafa fengið fjárstyrki og verið þjálfaðir af Bandaríkjunum til að berjast gegn ISIS síðan árið 2015. Nú í mars hafði þeim loks tekist að hrekja hryðjuverkamennina af svæðinu en þá höfðu 11 þúsund kúrdískir hermenn fallið í baráttunni. Tyrkir hins vegar telja stærsta hernaðarhóp Sýrlenska lýðræðishersins, kúrdíska YPG, vera hryðjuverkasamtök sem ekki sé hægt að aðskilja frá verkamannaflokki Kúrdistan (PKK). PKK hefur verið í uppreisn gegn tyrkneska ríkinu í áratugi.
Átök Kúrda og Tyrkja Bandaríkin Sýrland Tyrkland Tengdar fréttir Kúrdísk stjórnmálakona tekin af lífi Hermenn studdir af tyrkneskum yfirvöldum leiða nú árásir inn í sýrlenskar landamæraborgir og bæi með landvinninga fyrir augum. Einn slíkur hópur tók í gær níu almenna borgara af lífi, en meðal þeirra var kúrdísk stjórnmálakona. 13. október 2019 09:03 Tyrkir ná landamæraborg á sitt vald Tyrkneski herinn hefur náð sýrlensku landamæraborginni Ras al-Ayn á sitt vald, um er að ræða stærstu og mikilvægustu landvinninga Tyrkja síðan að innrás í Sýrland hófst 9. október síðastliðinn 12. október 2019 16:45 Tyrkir miða á fangelsi sem vista ISIS-liða Landhernaður hafinn í Kúrdahéröðum Sýrlands. Tyrkir hafa þegar náð smábæjum við landamærin og mannfall eykst með hverjum klukkutímanum. 11. október 2019 08:00 Tyrkir verði beittir viðskiptaþvingunum Repúblikanar á Bandaríkjaþingi áforma nú smíði lagafrumvarps sem felur í sér að Tyrkir verði beittir viðskiptaþvingunum vegna innrásárinnar í Kúrdahéruð Sýrlands. 11. október 2019 08:45 Merkel bað Erdogan um að hætta við innrásina Kanslari Þýskalands, Angela Merkel, ræddi símleiðis við tyrkneska forsetann Recep Tayyip Erdogan í dag. 13. október 2019 14:55 Mest lesið Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Erlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Sjá meira
Kúrdísk stjórnmálakona tekin af lífi Hermenn studdir af tyrkneskum yfirvöldum leiða nú árásir inn í sýrlenskar landamæraborgir og bæi með landvinninga fyrir augum. Einn slíkur hópur tók í gær níu almenna borgara af lífi, en meðal þeirra var kúrdísk stjórnmálakona. 13. október 2019 09:03
Tyrkir ná landamæraborg á sitt vald Tyrkneski herinn hefur náð sýrlensku landamæraborginni Ras al-Ayn á sitt vald, um er að ræða stærstu og mikilvægustu landvinninga Tyrkja síðan að innrás í Sýrland hófst 9. október síðastliðinn 12. október 2019 16:45
Tyrkir miða á fangelsi sem vista ISIS-liða Landhernaður hafinn í Kúrdahéröðum Sýrlands. Tyrkir hafa þegar náð smábæjum við landamærin og mannfall eykst með hverjum klukkutímanum. 11. október 2019 08:00
Tyrkir verði beittir viðskiptaþvingunum Repúblikanar á Bandaríkjaþingi áforma nú smíði lagafrumvarps sem felur í sér að Tyrkir verði beittir viðskiptaþvingunum vegna innrásárinnar í Kúrdahéruð Sýrlands. 11. október 2019 08:45
Merkel bað Erdogan um að hætta við innrásina Kanslari Þýskalands, Angela Merkel, ræddi símleiðis við tyrkneska forsetann Recep Tayyip Erdogan í dag. 13. október 2019 14:55