Konur verði að fá að taka þátt í samningaviðræðum um frið Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 10. október 2019 13:48 Pia Hansson, forstöðukona Höfða friðarseturs, segir að það sé lykilatriði að einnig verði horft til sjónarmiða kvenna í friðarumleitunum. Ráðstefnan Konur í þágu friðar fer fram í Veröld, húsi Vigdísar í dag. Á ráðstefnunni er lögð áhersla á mikilvægt hlutverk kvenna í friðarumleitunum og friðaruppbyggingu. Um árlega ráðstefnu Höfða friðarseturs er að ræða. Pia Hanson er forstöðukona Höfða friðarseturs. „Hugmyndin hefur verið að vekja athygli á alls kyns málum sem tengjast friðarumleitunum og friðaruppbyggingu í heiminum; að reyna að búa til vettvang fyrir okkur hér á Íslandi að taka þátt í þessu líka. Að átta okkur á því að við höfum líka hlutverk,“ segir Pia. Í ár er hlutverk kvenna í brennidepli. „Eins og við höfum séð í gegnum tíðina hefur vantað upp á þátttöku kvenna í friðarsamningaviðræðum og friðarumleitunum og í rauninni í friðaruppbyggingu. Rannsóknir undanfarin ár sýna að það skilar ekki árangri, og auðvitað ekki, við erum að tala um helming mannkyns. Sjónarmið kvenna þurfa að heyrast, bæði þegar verið er að búa til einhverja samninga sem eiga að halda til einhvers tíma og líka til þess að geta séð fyrir okkur hvers konar samfélag við viljum skapa.“ Pia segir að leiðin að jafnrétti sé ekki sú að konur taki líka þátt í hernaði. „Við verðum að passa að konur séu með í ráðum og að þær séu með í að semja friðarsamningana og að taka þátt í uppbyggingunni á eftir og að það sé hlustað á þessi sjónarmið, sem eru kannski öðruvísi á einhvern hátt. Það er ekki beint jafnréttissjónarmið að eina leiðin sé að konur séu líka að taka þátt í hernaði,“ segir Pia og bætir við. „Við þurfum að passa okkur á því að það er kannski ekki það sem við ætlum að berjast fyrir, heldur hitt, að enginn sé að taka þátt í hernaði.“ Framkvæmdastjóri alþjóðasambands kvenna fyrir friði og frelsi, Madeleine Rees, hélt fyrirlestur í morgun en hún er ein af fjölmörgum fyrirlesurum ráðstefnunnar í ár.„Hún er þekkt fyrir að hafa á sínum tíma þegar hún byrjaði sinn starfsferil og var að vinna fyrir Sameinuðu þjóðirnar í Bosníu, þá var hún ein af þeim sem bar vitni gegn í rauninni sínum samstarfsfélögum og friðargæsluliðum Sameinuðu þjóðanna sem höfðu verið að ástunda kynferðislegt ofbeldi og að nýta sér vændi, meira að segja á meðan þeir voru friðargæsluliðar í Bosníu. Hún er fyrirmyndin af bíómyndinni Whistleblower, hún er afskaplega merkileg kona sem hefur helgað sitt líf þessari baráttu,“ segir Pia Hansson en ráðstefnan stendur yfir til klukkan fimm í dag. Bosnía og Hersegóvína Jafnréttismál Mest lesið „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Erlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent Fleiri fréttir Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Sjá meira
Ráðstefnan Konur í þágu friðar fer fram í Veröld, húsi Vigdísar í dag. Á ráðstefnunni er lögð áhersla á mikilvægt hlutverk kvenna í friðarumleitunum og friðaruppbyggingu. Um árlega ráðstefnu Höfða friðarseturs er að ræða. Pia Hanson er forstöðukona Höfða friðarseturs. „Hugmyndin hefur verið að vekja athygli á alls kyns málum sem tengjast friðarumleitunum og friðaruppbyggingu í heiminum; að reyna að búa til vettvang fyrir okkur hér á Íslandi að taka þátt í þessu líka. Að átta okkur á því að við höfum líka hlutverk,“ segir Pia. Í ár er hlutverk kvenna í brennidepli. „Eins og við höfum séð í gegnum tíðina hefur vantað upp á þátttöku kvenna í friðarsamningaviðræðum og friðarumleitunum og í rauninni í friðaruppbyggingu. Rannsóknir undanfarin ár sýna að það skilar ekki árangri, og auðvitað ekki, við erum að tala um helming mannkyns. Sjónarmið kvenna þurfa að heyrast, bæði þegar verið er að búa til einhverja samninga sem eiga að halda til einhvers tíma og líka til þess að geta séð fyrir okkur hvers konar samfélag við viljum skapa.“ Pia segir að leiðin að jafnrétti sé ekki sú að konur taki líka þátt í hernaði. „Við verðum að passa að konur séu með í ráðum og að þær séu með í að semja friðarsamningana og að taka þátt í uppbyggingunni á eftir og að það sé hlustað á þessi sjónarmið, sem eru kannski öðruvísi á einhvern hátt. Það er ekki beint jafnréttissjónarmið að eina leiðin sé að konur séu líka að taka þátt í hernaði,“ segir Pia og bætir við. „Við þurfum að passa okkur á því að það er kannski ekki það sem við ætlum að berjast fyrir, heldur hitt, að enginn sé að taka þátt í hernaði.“ Framkvæmdastjóri alþjóðasambands kvenna fyrir friði og frelsi, Madeleine Rees, hélt fyrirlestur í morgun en hún er ein af fjölmörgum fyrirlesurum ráðstefnunnar í ár.„Hún er þekkt fyrir að hafa á sínum tíma þegar hún byrjaði sinn starfsferil og var að vinna fyrir Sameinuðu þjóðirnar í Bosníu, þá var hún ein af þeim sem bar vitni gegn í rauninni sínum samstarfsfélögum og friðargæsluliðum Sameinuðu þjóðanna sem höfðu verið að ástunda kynferðislegt ofbeldi og að nýta sér vændi, meira að segja á meðan þeir voru friðargæsluliðar í Bosníu. Hún er fyrirmyndin af bíómyndinni Whistleblower, hún er afskaplega merkileg kona sem hefur helgað sitt líf þessari baráttu,“ segir Pia Hansson en ráðstefnan stendur yfir til klukkan fimm í dag.
Bosnía og Hersegóvína Jafnréttismál Mest lesið „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Erlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent Fleiri fréttir Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Sjá meira