Fullveldi og mannréttindi Reimar Pétursson skrifar 10. október 2019 07:45 Fullveldi herlausrar smáþjóðar er ekki sjálfgefið, ekki síst þegar stórþjóðir beita aflsmunum sínum. Þetta reyndu Íslendingar í hernáminu. Þá ríktu hér bresk herlög ofar hinum íslensku og brýnustu stjórnarskrárvarin lýð- og mannréttindi, eins og réttur manna til að kjósa til þings á fjögurra ára fresti, urðu að víkja. Tómt mál var að tala um fullveldi Íslands á þeim ófriðartímum.Lýðræði og virðing fyrir mannréttindum Reynslan sýnir að lýðræðisþjóðir sem bera virðingu fyrir mannréttindum eru ólíklegri en aðrar til að fara fram með ófriði. Gerð mannréttindasáttmála Evrópu í kjölfar seinni heimsstyrjaldar var ætlað að stuðla að lýðræði og mannréttindum og þar með stuðla að friði. Í gerð sáttmálans fólst viðleitni til að vernda fullveldi smærri þjóða álfunnar gegn yfirgangi hinna stóru. Í þessu skyni skilgreinir sáttmálinn þau réttindi sem eru talin nauðsynleg heilbrigðu stjórnarfari og kemur á fót sérstökum dómstóli, Mannréttindadómstól Evrópu, til að fjalla um kvartanir einstaklinga um að á þeim hafi verið brotið. Í upphafi var starfsemi dómstólsins veikburða en með árunum hefur hann áunnið sér traust og honum hefur vaxið ásmegin. Hann hefur þurft að kljást við margvísleg vandamál og starfið verður aldrei hafið yfir gagnrýni, enda er skilgreining mannréttinda í síbreytilegum heimi ávallt vandasöm. En þótt sú skilgreining sé vandasöm er ljóst að lokaorðið um hana verður að hvíla á einum stað svo fullt gagn sé að.Munur á gagnrýni og niðurrifi En það er munur á gagnrýni á úrlausnir dómstólsins annars vegar og beinum árásum á trúverðugleika dómstólsins í heild sinni hins vegar. Nú er þekkt að í fáeinum ríkjum sem eiga aðild að dómstólnum hafa brotist til valda menn sem vilja lítt una því að hendur þeirra séu bundnar af mannréttindum. Þeim líkar ekki að dómstóllinn takmarki völd þeirra til að ganga fram af hörku gagnvart þeim forsmáðu einstaklingum sem eru skotmarkið í hvert og eitt skipti. Til að þessir valdhafar geti farið sínu fram virðist þeim fátt heilagt þegar kemur að því að grafa undan trausti til dómstólsins.Umræðu snúið á hvolf Nú er orðræða um óheft völd til að beita takmarkalausu geðþóttavaldi ekki líkleg til vinsælda. Að minnsta kosti mætti ætla að fáir kjósendur myndu greiða atkvæði með stjórnmálaaf li sem myndi í kosningabaráttu mæla opinskátt með slíku. Þeir stjórnmálamenn sem eru frekir til valdsins virðast þó í ljósi þessa vanda hafa fundið leið til að snúa umræðunni á hvolf og þar með sér í hag. Í stað þess að viðurkenna, eins og rétt er, að dómstóllinn sé að vernda rétt einstaklinga, er sagt að dómstóllinn sé að skerða fullveldi ríkisins. Fátt er fjær sanni. Mannréttindasáttmálinn byggir á þeim algildu sannindum, sem allar þjóðir Evrópu viðurkenna með aðild að sáttmálanum, að fullveldi geti aldrei náð til þess að brjóta mannréttindi á borgurunum. Þá er tilvist lýðræðis og mannréttinda í ríkjum Evrópu ein mikilvægasta trygging friðar og þar með okkar fullveldis. Störf dómstólsins eru þannig beinlínis liður í því að ýta undir fullveldi okkar ríkis til allra góðra athafna, en ekki öfugt.Dapurleg þróun Af þessum sökum er dapurlegt að fylgjast með þeirri umræðu sem hefur átt sér stað hér á landi um mannréttindi og fullveldi upp á síðkastið. Síst var við því að búast að heyra fjölmarga úr stétt íslenskra valdhafa kveinka sér undan því að þurfa að virða mannréttindi eins og þau eru skilgreind af Mannréttindadómstólunum og gerast talsmenn öfugsnúinna fullveldishugmynda; einmitt þeirra hugmynda sem eru mest ógn við frið og þar með fullveldi landsins. Nær væri að þeir sem vilja auka fullveldi Íslands krefðust skilyrðislausrar virðingar fyrir mannréttindum.Höfundur er lögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mannréttindi Reimar Pétursson Mest lesið Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Hvenær leiddist þér síðast? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Halldór 03.05.2025 Halldór Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Skoðun Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Sjá meira
Fullveldi herlausrar smáþjóðar er ekki sjálfgefið, ekki síst þegar stórþjóðir beita aflsmunum sínum. Þetta reyndu Íslendingar í hernáminu. Þá ríktu hér bresk herlög ofar hinum íslensku og brýnustu stjórnarskrárvarin lýð- og mannréttindi, eins og réttur manna til að kjósa til þings á fjögurra ára fresti, urðu að víkja. Tómt mál var að tala um fullveldi Íslands á þeim ófriðartímum.Lýðræði og virðing fyrir mannréttindum Reynslan sýnir að lýðræðisþjóðir sem bera virðingu fyrir mannréttindum eru ólíklegri en aðrar til að fara fram með ófriði. Gerð mannréttindasáttmála Evrópu í kjölfar seinni heimsstyrjaldar var ætlað að stuðla að lýðræði og mannréttindum og þar með stuðla að friði. Í gerð sáttmálans fólst viðleitni til að vernda fullveldi smærri þjóða álfunnar gegn yfirgangi hinna stóru. Í þessu skyni skilgreinir sáttmálinn þau réttindi sem eru talin nauðsynleg heilbrigðu stjórnarfari og kemur á fót sérstökum dómstóli, Mannréttindadómstól Evrópu, til að fjalla um kvartanir einstaklinga um að á þeim hafi verið brotið. Í upphafi var starfsemi dómstólsins veikburða en með árunum hefur hann áunnið sér traust og honum hefur vaxið ásmegin. Hann hefur þurft að kljást við margvísleg vandamál og starfið verður aldrei hafið yfir gagnrýni, enda er skilgreining mannréttinda í síbreytilegum heimi ávallt vandasöm. En þótt sú skilgreining sé vandasöm er ljóst að lokaorðið um hana verður að hvíla á einum stað svo fullt gagn sé að.Munur á gagnrýni og niðurrifi En það er munur á gagnrýni á úrlausnir dómstólsins annars vegar og beinum árásum á trúverðugleika dómstólsins í heild sinni hins vegar. Nú er þekkt að í fáeinum ríkjum sem eiga aðild að dómstólnum hafa brotist til valda menn sem vilja lítt una því að hendur þeirra séu bundnar af mannréttindum. Þeim líkar ekki að dómstóllinn takmarki völd þeirra til að ganga fram af hörku gagnvart þeim forsmáðu einstaklingum sem eru skotmarkið í hvert og eitt skipti. Til að þessir valdhafar geti farið sínu fram virðist þeim fátt heilagt þegar kemur að því að grafa undan trausti til dómstólsins.Umræðu snúið á hvolf Nú er orðræða um óheft völd til að beita takmarkalausu geðþóttavaldi ekki líkleg til vinsælda. Að minnsta kosti mætti ætla að fáir kjósendur myndu greiða atkvæði með stjórnmálaaf li sem myndi í kosningabaráttu mæla opinskátt með slíku. Þeir stjórnmálamenn sem eru frekir til valdsins virðast þó í ljósi þessa vanda hafa fundið leið til að snúa umræðunni á hvolf og þar með sér í hag. Í stað þess að viðurkenna, eins og rétt er, að dómstóllinn sé að vernda rétt einstaklinga, er sagt að dómstóllinn sé að skerða fullveldi ríkisins. Fátt er fjær sanni. Mannréttindasáttmálinn byggir á þeim algildu sannindum, sem allar þjóðir Evrópu viðurkenna með aðild að sáttmálanum, að fullveldi geti aldrei náð til þess að brjóta mannréttindi á borgurunum. Þá er tilvist lýðræðis og mannréttinda í ríkjum Evrópu ein mikilvægasta trygging friðar og þar með okkar fullveldis. Störf dómstólsins eru þannig beinlínis liður í því að ýta undir fullveldi okkar ríkis til allra góðra athafna, en ekki öfugt.Dapurleg þróun Af þessum sökum er dapurlegt að fylgjast með þeirri umræðu sem hefur átt sér stað hér á landi um mannréttindi og fullveldi upp á síðkastið. Síst var við því að búast að heyra fjölmarga úr stétt íslenskra valdhafa kveinka sér undan því að þurfa að virða mannréttindi eins og þau eru skilgreind af Mannréttindadómstólunum og gerast talsmenn öfugsnúinna fullveldishugmynda; einmitt þeirra hugmynda sem eru mest ógn við frið og þar með fullveldi landsins. Nær væri að þeir sem vilja auka fullveldi Íslands krefðust skilyrðislausrar virðingar fyrir mannréttindum.Höfundur er lögmaður.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar