Bleik og blóði drifin dragt Hjördís Erna Þorgeirsdóttir skrifar 10. október 2019 07:30 Jackie brosir út að eyrum í bleiku dragtinni fyrr um daginn örlagaríka. Vísir/getty Þegar Jackie og eiginmaður hennar, John F. Kennedy, lentu á flugherstöð í útjaðri Forth Worth í Texas, þann 21. nóvember árið 1963, grunaði þau eflaust ekki hvað var í vændum. Forsetahjónin voru að vanda vel til fara og vakti Jackie þá sem fyrr mikla athygli fyrir óaðfinnanlegan klæðaburð. Þennan örlagaríka dag klæddist hún bleikri dragt með hatt í stíl.Ógleymanlegur dagur Dragtin var nákvæm eftirgerð sams konar dragtar frá Chanel sem kom fram á sjónarsviðið árið 1961 og var hluti af haust- og vetrarlínu franska tískuhússins. Sagt hefur verið að dragtin hafi verið í miklu eftirlæti hjá forsetanum og að hann hafi valið hana sérstaklega þegar Jackie leitaði álits hjá honum. Daginn eftir, föstudaginn 22. nóvember sátu þau hjónin svo í opinni Lincoln-glæsikerru, þar sem þau, ásamt fjölmennri bílalest, óku um götur Dallas. Það var þá sem forsetinn var veginn úr launsátri og hafa fáir atburðir hafa haft jafn mikil áhrif á bandarísku þjóðina eins og þetta ægilega augnablik.Jackie, enn klædd bleiku dragtinni, við hlið Lyndon B. Johnson þegar hann sór eið um borð í forsetaflugvélinni.Vísir/gettyMyndir og myndskeið af vettvangi sýna Jackie í örvæntingu snúa sér við í átt að húddinu og fálma út í loftið í glundroðanum sem fylgdi. Rétt eins og móðir sem grípur brothætta muni með leifturhraða, telja margir að Jackie hafi ósjálfrátt reynt að grípa leifarnar af heila eiginmanns síns sem splundruðust í allar áttir út um útgangssárið á hnakka hans.Líktist bleikri blómabreiðu Síðar lýsti Lady Bird, eiginkona þáverandi varaforseta, Lyndons B. Johnson, vettvanginum sem fyrir augu hennar bar á þann veg að hún hefði séð það sem líktist bleikri blómabreiðu, liggjandi í aftursætinu. „Ég held að það hafi verið frú Kennedy, þar sem hún lá yfir líkama forsetans.“ Bleiki hatturinn týndist í hamaganginum og hefur aldrei komið í leitirnar. Eftir að hryllingurinn var afstaðinn harðneitaði Jackie að skipta um föt, þrátt fyrir að vera þakin blóð- og heilaslettum úr nýmyrtum eiginmanni sínum. Þá neitaði hún ennfremur að yfirgefa Dallas án líks forsetans en samkvæmt lögum átti að kryfja lík áður en þau væru flutt frá Texas-fylki. Sló í brýnu á milli aðstoðarmanns forsetans og réttarlæknisins, Earls Rose, en sá síðarnefndi gaf fljótt eftir. Einungis nokkrum klukkutímum eftir að forsetinn var ráðinn af dögum voru Jackie, varaforsetinn og eiginkona hans, ásamt tilheyrandi fylgdarliði, komin um borð í forsetaflugvélina. Það var þá sem Jackie, enn stjörf og klædd blóðugri dragtinni, stóð við hlið Lyndons B. Johnson á meðan hann sór eið sem 36. forseti Bandaríkjanna. Jackie klæddist blóðugri dragtinni það sem eftir lifði dags. „Ég vil að þeir sjái það sem þeir gerðu Jack,“ svaraði hún þegar arftaki hennar, Lady Bird, spurði hvort hún vildi ekki hafa fataskipti. Hverjir „þeir“ voru eru svo seinni tíma vangaveltur en eins og margir vita þá eru fáir atburðir í mannkynssögunni sem hafa verið kveikjan að jafn mörgum samsæriskenningum. Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Einu sinni var... Tíska og hönnun Mest lesið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Sjá meira
Þegar Jackie og eiginmaður hennar, John F. Kennedy, lentu á flugherstöð í útjaðri Forth Worth í Texas, þann 21. nóvember árið 1963, grunaði þau eflaust ekki hvað var í vændum. Forsetahjónin voru að vanda vel til fara og vakti Jackie þá sem fyrr mikla athygli fyrir óaðfinnanlegan klæðaburð. Þennan örlagaríka dag klæddist hún bleikri dragt með hatt í stíl.Ógleymanlegur dagur Dragtin var nákvæm eftirgerð sams konar dragtar frá Chanel sem kom fram á sjónarsviðið árið 1961 og var hluti af haust- og vetrarlínu franska tískuhússins. Sagt hefur verið að dragtin hafi verið í miklu eftirlæti hjá forsetanum og að hann hafi valið hana sérstaklega þegar Jackie leitaði álits hjá honum. Daginn eftir, föstudaginn 22. nóvember sátu þau hjónin svo í opinni Lincoln-glæsikerru, þar sem þau, ásamt fjölmennri bílalest, óku um götur Dallas. Það var þá sem forsetinn var veginn úr launsátri og hafa fáir atburðir hafa haft jafn mikil áhrif á bandarísku þjóðina eins og þetta ægilega augnablik.Jackie, enn klædd bleiku dragtinni, við hlið Lyndon B. Johnson þegar hann sór eið um borð í forsetaflugvélinni.Vísir/gettyMyndir og myndskeið af vettvangi sýna Jackie í örvæntingu snúa sér við í átt að húddinu og fálma út í loftið í glundroðanum sem fylgdi. Rétt eins og móðir sem grípur brothætta muni með leifturhraða, telja margir að Jackie hafi ósjálfrátt reynt að grípa leifarnar af heila eiginmanns síns sem splundruðust í allar áttir út um útgangssárið á hnakka hans.Líktist bleikri blómabreiðu Síðar lýsti Lady Bird, eiginkona þáverandi varaforseta, Lyndons B. Johnson, vettvanginum sem fyrir augu hennar bar á þann veg að hún hefði séð það sem líktist bleikri blómabreiðu, liggjandi í aftursætinu. „Ég held að það hafi verið frú Kennedy, þar sem hún lá yfir líkama forsetans.“ Bleiki hatturinn týndist í hamaganginum og hefur aldrei komið í leitirnar. Eftir að hryllingurinn var afstaðinn harðneitaði Jackie að skipta um föt, þrátt fyrir að vera þakin blóð- og heilaslettum úr nýmyrtum eiginmanni sínum. Þá neitaði hún ennfremur að yfirgefa Dallas án líks forsetans en samkvæmt lögum átti að kryfja lík áður en þau væru flutt frá Texas-fylki. Sló í brýnu á milli aðstoðarmanns forsetans og réttarlæknisins, Earls Rose, en sá síðarnefndi gaf fljótt eftir. Einungis nokkrum klukkutímum eftir að forsetinn var ráðinn af dögum voru Jackie, varaforsetinn og eiginkona hans, ásamt tilheyrandi fylgdarliði, komin um borð í forsetaflugvélina. Það var þá sem Jackie, enn stjörf og klædd blóðugri dragtinni, stóð við hlið Lyndons B. Johnson á meðan hann sór eið sem 36. forseti Bandaríkjanna. Jackie klæddist blóðugri dragtinni það sem eftir lifði dags. „Ég vil að þeir sjái það sem þeir gerðu Jack,“ svaraði hún þegar arftaki hennar, Lady Bird, spurði hvort hún vildi ekki hafa fataskipti. Hverjir „þeir“ voru eru svo seinni tíma vangaveltur en eins og margir vita þá eru fáir atburðir í mannkynssögunni sem hafa verið kveikjan að jafn mörgum samsæriskenningum.
Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Einu sinni var... Tíska og hönnun Mest lesið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Sjá meira