Góðan dag, gamla Ísland Þorvaldur Gylfason skrifar 10. október 2019 07:30 Osló – Margt virðist nú benda til að Trump Bandaríkjaforseti og nokkrir menn aðrir handgengnir honum verði að endingu dæmdir í fangelsi þar sem nokkrir nánir samstarfsmenn forsetans sitja nú þegar fyrir ýmis brot, þ. á m. fv. lögfræðingur forsetans. Vísbendingar um yfirvofandi dóma eru óháðar því hvort ákæra fulltrúadeildar Bandaríkjaþings á hendur forsetanum dugir til sakfellingar af hálfu aukins meiri hluta öldungadeildarinnar enda virðist sakfelling ólíkleg þar. Öðru máli gegnir um dómskerfið. Órækir vitnisburðir liggja nú fyrir um ólöglegar tilraunir forsetans til að ýmist þvinga eða laða erlend ríki til að grafa undan andstæðingum forsetans heima fyrir auk ýmissa annarra meintra brota gegn lögum og stjórnarskrá sem eru nú langt komin í rannsókn. Meint af brot forsetans hafa verið á margra vörum um langt árabil. Frá 1789 hefur fulltrúadeildin fjallað um 62 ákærur á hendur embættismönnum og ákært 19 menn, þar af 15 dómara, tvo forseta sem báðir hlutu sýknu í öldungadeildinni, einn ráðherra og einn öldungadeildarþingmann. Þannig eru Bandaríkin. Réttarkerfið fer ekki í manngreinarálit. Með þessu er ekki sagt að allir séu þar jafnir fyrir lögum eins og t.d. margir blökkumenn geta borið vitni um og einnig bankamenn sem var hlíft við ákærum eftir 2008. Réttarkerfið hlífir þó yfirleitt ekki hátt settum stjórnmálamönnum stöðu þeirra vegna enda sitja margir slíkir í fangelsi. Forsetinn er ekki heldur ofar lögum. Bandarískt stjórnarfar hvílir á skilvirkri þrískiptingu valds, styrkum fjölmiðlum og jafnræði hárra og lágra fyrir lögum. Þetta dugði til að knýja Richard Nixon forseta til að segja af sér 1974 frekar en að sæta ákæru til embættissviptingar. Nixon hefði þurft að fara í fangelsi hefði eftirmaður hans ekki náðað hann. Trump forseti virðist ekki geta gengið að náðun vísri verði hann dæmdur nema hann segi af sér eins og Nixon.Frá Ameríku til Íslands Þessi lýsing á bandarísku réttarfari gildir í grófum dráttum einnig um t.d. um Frakkland. Einkunnin sem World Justice Project, stofnun á vegum Bandaríska lögfræðingafélagsins, gefur Bandaríkjunum fyrir lög og rétt er 7,1 á móti 7,3 í Frakklandi og 8,4 til 9,0 í Þýzkalandi og á Norðurlöndum án Íslands sem hefur ekki enn verið gefin einkunn. Á Íslandi er hvorki skilvirkri þrískiptingu valds né jafnræði fyrir lögum fyrir að fara þótt sumum fjölmiðlum hafi að sönnu farið fram. Meint lögbrot vel tengdra manna hafa yfirleitt verið látin afskiptalaus svo sem ég lýsti í ritgerðinni Samstæð sakamál í Tímariti Máls og menningar 2018. Eina stóra hermangsmálið sem kom til kasta dómstóla var olíumálið, eitt mesta fjársvikamál lýðveldissögunar. Brotin voru framin 1950-1960. Fv. utanríkisráðherra, seðlabankastjóri, stjórnarformaður Olíufélagsins og virðingarmaður í Framsóknarflokknum var fundinn sekur í Hæstarétti, en sök hans var fyrnd. Aðrir stjórnarmenn Olíufélagsins fengu væga sektardóma. Framkvæmdastjóri var dæmdur til fangavistar. Sagan endurtók sig eftir hrunið 2008 þegar þrír ráðherrar og fjórir embættismenn sem Rannsóknarnefnd Alþingis taldi hafa sýnt af sér vanrækslu í skilningi laga voru ekki látnir sæta ábyrgð nema forsætisráðherrann einn fyrir Landsrétti. Saksóknarar létu Alþingi ráða ferðinni þótt þingið væri skipað fólki sem skv. skýrslu RNA hafði þegið 300 mkr. á núvirði af föllnu bönkunum 2004-2008. Bankamenn voru dæmdir, einkum smáfiskar, en stærstu löxunum var sleppt. Einn þeirra bíður nú dóms í Hæstarétti Frakklands. Fjórflokkurinn er réttnefni Réttarfarið á Íslandi riðar. Ríkislögreglustjóri nýtur ekki trausts innan lögreglunnar en hann situr þó enn í embætti. Hæstaréttardómarar hafa sakað hver annan um lögbrot án þess að á því hafi verið tekið. Fjárfestingar hæstaréttardómara eru nú til athugunar fyrir Mannréttindadómstóli Evrópu. Seðlabankinn birti, eftir að meint brot voru fyrnd, skýrslu um Kaupþingslánið án þess að nefna að þriðjungur lánsfjárins var lagður samdægurs inn á reikning á Tortólu 6. október 2008. Seðlabankinn greiddi götu hrunþýfis aftur heim frekar en að spyrja um uppruna fjárins. Bankinn neitar enn að birta nöfn þeirra sem fluttu féð heim. Svein Harald Øygard sem var seðlabankastjóri í nokkra mánuði 2009 lagði til að slóð hrunþýfisins yrði rakin og segir í nýrri bók: „Þegar ég mætti mótspyrnu lét ég bókfæra álit mitt í fundargerð.“ Þessa fundargerð – og aðrar! – þarf að birta m.a. svo ljóst megi verða hvað aðrir fundarmenn lögðu til máls. Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur 2009-2013 reyndist ófær um eða ófús til að stöðva sukkið og spillinguna sem settu landið á hliðina 2008. Samfylkingin og VG bera ábyrgð á að nýja stjórnarskráin, sem sker upp herör gegn spillingu með því m.a. að leysa stjórnmálaflokkana úr herkví útvegsfyrirtækjanna, strandaði í þinginu 2013 og bíður þar enn eftir að verða lögfest. Þessir f lokkar bera báðir þunga ábyrgð. Fjórflokkurinn – sem Jóhanna lýsti svo 2010 – er réttnefni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þorvaldur Gylfason Mest lesið Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Osló – Margt virðist nú benda til að Trump Bandaríkjaforseti og nokkrir menn aðrir handgengnir honum verði að endingu dæmdir í fangelsi þar sem nokkrir nánir samstarfsmenn forsetans sitja nú þegar fyrir ýmis brot, þ. á m. fv. lögfræðingur forsetans. Vísbendingar um yfirvofandi dóma eru óháðar því hvort ákæra fulltrúadeildar Bandaríkjaþings á hendur forsetanum dugir til sakfellingar af hálfu aukins meiri hluta öldungadeildarinnar enda virðist sakfelling ólíkleg þar. Öðru máli gegnir um dómskerfið. Órækir vitnisburðir liggja nú fyrir um ólöglegar tilraunir forsetans til að ýmist þvinga eða laða erlend ríki til að grafa undan andstæðingum forsetans heima fyrir auk ýmissa annarra meintra brota gegn lögum og stjórnarskrá sem eru nú langt komin í rannsókn. Meint af brot forsetans hafa verið á margra vörum um langt árabil. Frá 1789 hefur fulltrúadeildin fjallað um 62 ákærur á hendur embættismönnum og ákært 19 menn, þar af 15 dómara, tvo forseta sem báðir hlutu sýknu í öldungadeildinni, einn ráðherra og einn öldungadeildarþingmann. Þannig eru Bandaríkin. Réttarkerfið fer ekki í manngreinarálit. Með þessu er ekki sagt að allir séu þar jafnir fyrir lögum eins og t.d. margir blökkumenn geta borið vitni um og einnig bankamenn sem var hlíft við ákærum eftir 2008. Réttarkerfið hlífir þó yfirleitt ekki hátt settum stjórnmálamönnum stöðu þeirra vegna enda sitja margir slíkir í fangelsi. Forsetinn er ekki heldur ofar lögum. Bandarískt stjórnarfar hvílir á skilvirkri þrískiptingu valds, styrkum fjölmiðlum og jafnræði hárra og lágra fyrir lögum. Þetta dugði til að knýja Richard Nixon forseta til að segja af sér 1974 frekar en að sæta ákæru til embættissviptingar. Nixon hefði þurft að fara í fangelsi hefði eftirmaður hans ekki náðað hann. Trump forseti virðist ekki geta gengið að náðun vísri verði hann dæmdur nema hann segi af sér eins og Nixon.Frá Ameríku til Íslands Þessi lýsing á bandarísku réttarfari gildir í grófum dráttum einnig um t.d. um Frakkland. Einkunnin sem World Justice Project, stofnun á vegum Bandaríska lögfræðingafélagsins, gefur Bandaríkjunum fyrir lög og rétt er 7,1 á móti 7,3 í Frakklandi og 8,4 til 9,0 í Þýzkalandi og á Norðurlöndum án Íslands sem hefur ekki enn verið gefin einkunn. Á Íslandi er hvorki skilvirkri þrískiptingu valds né jafnræði fyrir lögum fyrir að fara þótt sumum fjölmiðlum hafi að sönnu farið fram. Meint lögbrot vel tengdra manna hafa yfirleitt verið látin afskiptalaus svo sem ég lýsti í ritgerðinni Samstæð sakamál í Tímariti Máls og menningar 2018. Eina stóra hermangsmálið sem kom til kasta dómstóla var olíumálið, eitt mesta fjársvikamál lýðveldissögunar. Brotin voru framin 1950-1960. Fv. utanríkisráðherra, seðlabankastjóri, stjórnarformaður Olíufélagsins og virðingarmaður í Framsóknarflokknum var fundinn sekur í Hæstarétti, en sök hans var fyrnd. Aðrir stjórnarmenn Olíufélagsins fengu væga sektardóma. Framkvæmdastjóri var dæmdur til fangavistar. Sagan endurtók sig eftir hrunið 2008 þegar þrír ráðherrar og fjórir embættismenn sem Rannsóknarnefnd Alþingis taldi hafa sýnt af sér vanrækslu í skilningi laga voru ekki látnir sæta ábyrgð nema forsætisráðherrann einn fyrir Landsrétti. Saksóknarar létu Alþingi ráða ferðinni þótt þingið væri skipað fólki sem skv. skýrslu RNA hafði þegið 300 mkr. á núvirði af föllnu bönkunum 2004-2008. Bankamenn voru dæmdir, einkum smáfiskar, en stærstu löxunum var sleppt. Einn þeirra bíður nú dóms í Hæstarétti Frakklands. Fjórflokkurinn er réttnefni Réttarfarið á Íslandi riðar. Ríkislögreglustjóri nýtur ekki trausts innan lögreglunnar en hann situr þó enn í embætti. Hæstaréttardómarar hafa sakað hver annan um lögbrot án þess að á því hafi verið tekið. Fjárfestingar hæstaréttardómara eru nú til athugunar fyrir Mannréttindadómstóli Evrópu. Seðlabankinn birti, eftir að meint brot voru fyrnd, skýrslu um Kaupþingslánið án þess að nefna að þriðjungur lánsfjárins var lagður samdægurs inn á reikning á Tortólu 6. október 2008. Seðlabankinn greiddi götu hrunþýfis aftur heim frekar en að spyrja um uppruna fjárins. Bankinn neitar enn að birta nöfn þeirra sem fluttu féð heim. Svein Harald Øygard sem var seðlabankastjóri í nokkra mánuði 2009 lagði til að slóð hrunþýfisins yrði rakin og segir í nýrri bók: „Þegar ég mætti mótspyrnu lét ég bókfæra álit mitt í fundargerð.“ Þessa fundargerð – og aðrar! – þarf að birta m.a. svo ljóst megi verða hvað aðrir fundarmenn lögðu til máls. Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur 2009-2013 reyndist ófær um eða ófús til að stöðva sukkið og spillinguna sem settu landið á hliðina 2008. Samfylkingin og VG bera ábyrgð á að nýja stjórnarskráin, sem sker upp herör gegn spillingu með því m.a. að leysa stjórnmálaflokkana úr herkví útvegsfyrirtækjanna, strandaði í þinginu 2013 og bíður þar enn eftir að verða lögfest. Þessir f lokkar bera báðir þunga ábyrgð. Fjórflokkurinn – sem Jóhanna lýsti svo 2010 – er réttnefni.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun