Útlit fyrir að breska þingið samþykki kosningatillögu Johnsons Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 29. október 2019 18:30 Breska þingið ræðir nú um enn eina tillögu ríkisstjórnarinnar um að boða til þingkosninga. Sú breyting hefur orðið frá því í gær að stjórnarandstaðan styður tillöguna. Ekki náðist meirihluti um að boða til kosninga í gær. Tvo þriðju hluta þingmanna þarf til að boða til kosninga en einungis tæpur helmingur stóð með Boris Johnson forsætisráðherra í því að boða til kosninga þann 12. desember næstkomandi. Var þetta í þriðja skipti sem honum mistekst að knýja fram kosningar. En Johnson gefst ekki upp og fékk góðar fréttir frá andstæðingum sínum í dag. Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, tilkynnti nefnilega um að flokkurinn ætlaði sér að styðja tillöguna. Skoski þjóðarflokkurinn og Frjálslyndir demókratar styðja tillöguna einnig. Samþykkt var að leyfa breytingartillögur við kosningatillöguna og hafa þær tillögur verið til umræðu í dag. Á meðal þess sem lagt er til er þjóðaratkvæðagreiðsla um útgöngusamninginn, að kosningaaldur verði lækkaður niður í sextán ár og að ríkisborgarar Evrópusambandsríkja sem búsettir eru á Bretlandi fái að kjósa.Fylgi flokka á BretlandiKannanir sýna Íhaldsflokkinn með mest fylgi eða 36 prósent, fékk 42 prósent árið 2017. Verkamannaflokkurinn mælist næststærstur með 24 prósent en hafði fjörutíu. Frjálslyndir Demókratar mælast með átján prósent, höfðu sjö, og hinn nýi Brexitflokkur með ellefu. Græningjar fengju fjögur prósent, höfðu 0,2. Vert er að taka fram að Velsku og Skosku þjóðarflokkarnir bjóða eingöngu fram í Wales og Skotlandi. Þar sem einmenningskjördæmi eru í Bretlandi vill oft verða töluvert misræmi á milli hlutfalls atkvæða og þingsæta. Til dæmis fékk Skoski þjóðarflokkurinn þrjú prósent atkvæða árið 2017 en nærri þrefalt fleiri þingsæti en Frjálslyndir demókratar með þeirra sjö prósent atkvæða. Bretland Brexit Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Erlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Fleiri fréttir Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Sjá meira
Breska þingið ræðir nú um enn eina tillögu ríkisstjórnarinnar um að boða til þingkosninga. Sú breyting hefur orðið frá því í gær að stjórnarandstaðan styður tillöguna. Ekki náðist meirihluti um að boða til kosninga í gær. Tvo þriðju hluta þingmanna þarf til að boða til kosninga en einungis tæpur helmingur stóð með Boris Johnson forsætisráðherra í því að boða til kosninga þann 12. desember næstkomandi. Var þetta í þriðja skipti sem honum mistekst að knýja fram kosningar. En Johnson gefst ekki upp og fékk góðar fréttir frá andstæðingum sínum í dag. Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, tilkynnti nefnilega um að flokkurinn ætlaði sér að styðja tillöguna. Skoski þjóðarflokkurinn og Frjálslyndir demókratar styðja tillöguna einnig. Samþykkt var að leyfa breytingartillögur við kosningatillöguna og hafa þær tillögur verið til umræðu í dag. Á meðal þess sem lagt er til er þjóðaratkvæðagreiðsla um útgöngusamninginn, að kosningaaldur verði lækkaður niður í sextán ár og að ríkisborgarar Evrópusambandsríkja sem búsettir eru á Bretlandi fái að kjósa.Fylgi flokka á BretlandiKannanir sýna Íhaldsflokkinn með mest fylgi eða 36 prósent, fékk 42 prósent árið 2017. Verkamannaflokkurinn mælist næststærstur með 24 prósent en hafði fjörutíu. Frjálslyndir Demókratar mælast með átján prósent, höfðu sjö, og hinn nýi Brexitflokkur með ellefu. Græningjar fengju fjögur prósent, höfðu 0,2. Vert er að taka fram að Velsku og Skosku þjóðarflokkarnir bjóða eingöngu fram í Wales og Skotlandi. Þar sem einmenningskjördæmi eru í Bretlandi vill oft verða töluvert misræmi á milli hlutfalls atkvæða og þingsæta. Til dæmis fékk Skoski þjóðarflokkurinn þrjú prósent atkvæða árið 2017 en nærri þrefalt fleiri þingsæti en Frjálslyndir demókratar með þeirra sjö prósent atkvæða.
Bretland Brexit Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Erlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Fleiri fréttir Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Sjá meira