Sá hvernig fossinn umbreyttist á örskotsstundu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 30. október 2019 08:00 Umbreytingin átti sér stað á örfáum sekúndum Mynd/Skjáskot Náttúran lét heldur betur á sér kræla í fyrradag í Víðidal í Húnaþingi vestra. Klakastífla brast einhvers staðar fyrir ofan Kolugljúfur með þeim afleiðingum að vatn flæddi niður Víðidalsá. Landeigandinn var fljótur að átta sig á því að eitthvað væri í gangi og þusti að gilinu til að ná myndbandi þegar vatnsflaumurinn flæddi niður í gilið. Myndbandið, sem sjá má hér að neðan, hefur verið í mikilli dreifingu á samfélagsmiðlum, en það var landeigandinn Inga Linda Gestsdóttir, sem tók upp og birti á Facebook í fyrradag. Á myndbandinu, sem sjá má hér fyrir neðan, sést hvernig Víðidalsá, sem var frekar vatnslítil í fyrradag, breytist í beljandi stórfljót á örskotsstundu.Klippa: Klakastífla brast í Víðidalsá „Ég sá hvergi neina klakastíflu en einhvers staðar hlýtur einhver stífla að hafa brostið, það er bara spurning hvar,“ segir Inga Linda í samtali við Vísi. Hún hafði sem fyrr segir hraðar hendur til þess að ná að koma sér fyrir á brú við fossinn til þess að ná sjónarspilinu á myndband. „Ég var að koma heim úr vinnunni og þá sá ég að áin var komin af stað þarna fyrir ofan. Þá dreif ég mig niður í gljúfur því að það er gaman að sjá þetta þar,“ segir hún. Hún segir að flóðið hafi ekki tekið langan tíma að flæða niður fossinn og gilið en rennsli árinnar er eðlilegt í dag. Hún segir að það hafi verið tilkomumikið að upplifa náttúruna á þennan hátt. „Það var gaman að heyra brestina í ísnum og svona. Þetta var ótrúlega flott. Það var gaman að upplifa þetta og einstakt að ná þessu.“ Húnaþing vestra Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Fleiri fréttir „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Sjá meira
Náttúran lét heldur betur á sér kræla í fyrradag í Víðidal í Húnaþingi vestra. Klakastífla brast einhvers staðar fyrir ofan Kolugljúfur með þeim afleiðingum að vatn flæddi niður Víðidalsá. Landeigandinn var fljótur að átta sig á því að eitthvað væri í gangi og þusti að gilinu til að ná myndbandi þegar vatnsflaumurinn flæddi niður í gilið. Myndbandið, sem sjá má hér að neðan, hefur verið í mikilli dreifingu á samfélagsmiðlum, en það var landeigandinn Inga Linda Gestsdóttir, sem tók upp og birti á Facebook í fyrradag. Á myndbandinu, sem sjá má hér fyrir neðan, sést hvernig Víðidalsá, sem var frekar vatnslítil í fyrradag, breytist í beljandi stórfljót á örskotsstundu.Klippa: Klakastífla brast í Víðidalsá „Ég sá hvergi neina klakastíflu en einhvers staðar hlýtur einhver stífla að hafa brostið, það er bara spurning hvar,“ segir Inga Linda í samtali við Vísi. Hún hafði sem fyrr segir hraðar hendur til þess að ná að koma sér fyrir á brú við fossinn til þess að ná sjónarspilinu á myndband. „Ég var að koma heim úr vinnunni og þá sá ég að áin var komin af stað þarna fyrir ofan. Þá dreif ég mig niður í gljúfur því að það er gaman að sjá þetta þar,“ segir hún. Hún segir að flóðið hafi ekki tekið langan tíma að flæða niður fossinn og gilið en rennsli árinnar er eðlilegt í dag. Hún segir að það hafi verið tilkomumikið að upplifa náttúruna á þennan hátt. „Það var gaman að heyra brestina í ísnum og svona. Þetta var ótrúlega flott. Það var gaman að upplifa þetta og einstakt að ná þessu.“
Húnaþing vestra Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Fleiri fréttir „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Sjá meira