Háar fjárhæðir til setts ríkislögmanns Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 29. október 2019 06:15 Andri Árnason, settur ríkislögmaður. Fréttablaðið/GVA Lögmaðurinn Andri Árnason hefur fengið rúmar 17,7 milljónir greiddar frá Embætti ríkislögmanns sem settur ríkislögmaður í Guðmundar- og Geirfinnsmálum. Átta greiðslur til hans eru skráðar á vef opinna reikninga ríkisins og staðfestir Embætti ríkislögmanns að þær séu vegna umrædds máls og embættið hafi greitt þær eftir samþykki forsætisráðuneytis. Samkvæmt svari embættisins við fyrirspurn blaðsins hafa tvær nýjustu greiðslurnar til lögmannsins ekki enn verið birtar á fyrrgreindum vef, samtals 7,8 milljónir. Alls er því um tíu greiðslur að ræða. Í kjölfar sýknudóms Hæstaréttar í fyrra varð ljóst að fram undan væru viðræður um bætur. Einar Karl Hallvarðsson ríkislögmaður tilkynnti þá um vanhæfi sitt en hann er sonur Hallvarðs Einvarðssonar sem var vararíkissaksóknari á áttunda áratugnum og kom mjög að meðferð málanna á þeim tíma. Forsætisráðherra setti Andra Árnason vegna málsins í stað Einars Karls í nóvember í fyrra og var hann á hliðarlínunni í sáttaumleitunum nefndar sem forsætisráðherra skipaði vegna málsins. Vikið er að samskiptum við settan ríkislögmann í stefnu Guðjóns Skarphéðinssonar. Þar segir að lögmaður Guðjóns hafi átt símtöl við settan ríkislögmann og einn fund. Auk formlegrar bótakröfu hafi lögmaður sent honum tvö bréf; annars vegar með áskorun um skriflega afstöðu til kröfu Guðjóns og hins vegar með ábendingu um að það horfði til sparnaðar fyrir ríkið ef greitt yrði inn á kröfuna. Settur ríkislögmaður hafi hvorki sent efnisleg svör við kröfu Guðjóns né öðrum bréfum. Í greinargerð setts ríkislögmanns í máli Guðjóns er farið fram á sýknu ríkisins af bótakröfunni. Frumvarp forsætisráðherra um bætur lýsir hins vegar allt annarri afstöðu ríkisins til bótaréttar. Einn lögmanna málsins hefur lýst því viðhorfi að aðkoma setts ríkislögmanns hafi ekki verið gagnleg. Erfitt er að áætla hve mikið starf er enn óunnið í málum þeirra sem bótarétt eiga. Aðeins einn hefur stefnt málinu fyrir dóm. Ekki liggur fyrir hvort fleiri muni stefna ríkinu eða hvort aðrir semja um bætur utan réttar samhliða afgreiðslu Alþingis á frumvarpi forsætisráðherra um bætur vegna málsins. Ljóst er þó að töluvert starf er enn óunnið þar til málalyktir verða. Enginn hinna sýknuðu hefur enn fengið greitt inn á sínar kröfur þrátt fyrir að mælt sé fyrir um bótarétt þeirra í lögum. Birtist í Fréttablaðinu Guðmundar- og Geirfinnsmálin Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Innlent Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Fleiri fréttir Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Enginn slasaðist alvarlega þegar rútu hvolfdi á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Sjá meira
Lögmaðurinn Andri Árnason hefur fengið rúmar 17,7 milljónir greiddar frá Embætti ríkislögmanns sem settur ríkislögmaður í Guðmundar- og Geirfinnsmálum. Átta greiðslur til hans eru skráðar á vef opinna reikninga ríkisins og staðfestir Embætti ríkislögmanns að þær séu vegna umrædds máls og embættið hafi greitt þær eftir samþykki forsætisráðuneytis. Samkvæmt svari embættisins við fyrirspurn blaðsins hafa tvær nýjustu greiðslurnar til lögmannsins ekki enn verið birtar á fyrrgreindum vef, samtals 7,8 milljónir. Alls er því um tíu greiðslur að ræða. Í kjölfar sýknudóms Hæstaréttar í fyrra varð ljóst að fram undan væru viðræður um bætur. Einar Karl Hallvarðsson ríkislögmaður tilkynnti þá um vanhæfi sitt en hann er sonur Hallvarðs Einvarðssonar sem var vararíkissaksóknari á áttunda áratugnum og kom mjög að meðferð málanna á þeim tíma. Forsætisráðherra setti Andra Árnason vegna málsins í stað Einars Karls í nóvember í fyrra og var hann á hliðarlínunni í sáttaumleitunum nefndar sem forsætisráðherra skipaði vegna málsins. Vikið er að samskiptum við settan ríkislögmann í stefnu Guðjóns Skarphéðinssonar. Þar segir að lögmaður Guðjóns hafi átt símtöl við settan ríkislögmann og einn fund. Auk formlegrar bótakröfu hafi lögmaður sent honum tvö bréf; annars vegar með áskorun um skriflega afstöðu til kröfu Guðjóns og hins vegar með ábendingu um að það horfði til sparnaðar fyrir ríkið ef greitt yrði inn á kröfuna. Settur ríkislögmaður hafi hvorki sent efnisleg svör við kröfu Guðjóns né öðrum bréfum. Í greinargerð setts ríkislögmanns í máli Guðjóns er farið fram á sýknu ríkisins af bótakröfunni. Frumvarp forsætisráðherra um bætur lýsir hins vegar allt annarri afstöðu ríkisins til bótaréttar. Einn lögmanna málsins hefur lýst því viðhorfi að aðkoma setts ríkislögmanns hafi ekki verið gagnleg. Erfitt er að áætla hve mikið starf er enn óunnið í málum þeirra sem bótarétt eiga. Aðeins einn hefur stefnt málinu fyrir dóm. Ekki liggur fyrir hvort fleiri muni stefna ríkinu eða hvort aðrir semja um bætur utan réttar samhliða afgreiðslu Alþingis á frumvarpi forsætisráðherra um bætur vegna málsins. Ljóst er þó að töluvert starf er enn óunnið þar til málalyktir verða. Enginn hinna sýknuðu hefur enn fengið greitt inn á sínar kröfur þrátt fyrir að mælt sé fyrir um bótarétt þeirra í lögum.
Birtist í Fréttablaðinu Guðmundar- og Geirfinnsmálin Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Innlent Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Fleiri fréttir Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Enginn slasaðist alvarlega þegar rútu hvolfdi á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Sjá meira