Smyrill í dekri í heimahúsi á Selfossi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 27. október 2019 19:30 Eins árs gamall smyrill á Brynju Davíðsdóttur á Selfossi líf sitt að þakka en hún hefur hugsað um hann á heimili sínu síðustu vikur eftir að keyrt var á hann. Smyrlinum þykir best að fá lambakótelettur í matinn. Í húsi í Miðtúni á Selfossi er gott samband á milli Brynju, sem er uppstoppari og smyrilsins, sem fær að vera inn í stofu hjá Brynju þar sem hún dekrar við hann alla daga. Brynja fékk fuglinn í aðhlynningu eftir að keyrt var á hann í haust og hann vængbrotnaði. „Hann bar sig mjög illa þannig að ég teypaði upp á honum vænginn til þess að athuga hvort brotið myndi hjaðna og vonandi gróa á réttan hátt. Fuglinn er rosalega gæfur, góður og skemmtilegur karakter verandi ránfugl, það er ekki beint flóttaeðli í þeim, þeir eru frekar kóngar í ríki sínu,“ segir Brynja.Smyrilinn étur úr höndum Brynju „Já, hann étur úr höndunum á mér þegar hann er svangur en hann vill náttúrulega éta sjálfur, kroppa sitt í friði. Hann fer í bað, þannig að honum líður vel og er hreinn og fínn, hann er ekkert niðurdregin yfir ástandi sínu.“ Það fer vel um fuglinn heima hjá Brynju en hann er líklega um eins árs gamall.Vísir/Magnús HlynurBrynja hefur stoppað upp nokkra smyrla en hún segir að lifandi smyrilinn hennar gefa ekki mikið fyrir þá uppstoppun og reyni ekki einu sinni að gefa sig á tal við þá uppstoppuðu. Íslenskar lambakótelettur eru í mestu uppáhaldi hjá smyrlinum, sem Brynja hefur gefið nafnið Smyrja því þetta er kvenfugl líklega um árs gamall. Brynja ætlar að tala við starfsmenn húsdýragarðsins og athuga hvort Smyrja getur fengið að æfa sig þar og styrkja sig áður en hún flýgur á vit ævintýranna. En það eru ekki bara lifandi fuglar og uppstoppaðir sem Brynja hefur áhuga á, hún er jú líka farin að gera fugla úr keramiki. Hún segist vera nýgræðingur í faginu en er komin í keramik skóla þar sem hún ætlar að læra að verða fagmaður í keramiki. Árborg Dýr Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Fleiri fréttir Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Sjá meira
Eins árs gamall smyrill á Brynju Davíðsdóttur á Selfossi líf sitt að þakka en hún hefur hugsað um hann á heimili sínu síðustu vikur eftir að keyrt var á hann. Smyrlinum þykir best að fá lambakótelettur í matinn. Í húsi í Miðtúni á Selfossi er gott samband á milli Brynju, sem er uppstoppari og smyrilsins, sem fær að vera inn í stofu hjá Brynju þar sem hún dekrar við hann alla daga. Brynja fékk fuglinn í aðhlynningu eftir að keyrt var á hann í haust og hann vængbrotnaði. „Hann bar sig mjög illa þannig að ég teypaði upp á honum vænginn til þess að athuga hvort brotið myndi hjaðna og vonandi gróa á réttan hátt. Fuglinn er rosalega gæfur, góður og skemmtilegur karakter verandi ránfugl, það er ekki beint flóttaeðli í þeim, þeir eru frekar kóngar í ríki sínu,“ segir Brynja.Smyrilinn étur úr höndum Brynju „Já, hann étur úr höndunum á mér þegar hann er svangur en hann vill náttúrulega éta sjálfur, kroppa sitt í friði. Hann fer í bað, þannig að honum líður vel og er hreinn og fínn, hann er ekkert niðurdregin yfir ástandi sínu.“ Það fer vel um fuglinn heima hjá Brynju en hann er líklega um eins árs gamall.Vísir/Magnús HlynurBrynja hefur stoppað upp nokkra smyrla en hún segir að lifandi smyrilinn hennar gefa ekki mikið fyrir þá uppstoppun og reyni ekki einu sinni að gefa sig á tal við þá uppstoppuðu. Íslenskar lambakótelettur eru í mestu uppáhaldi hjá smyrlinum, sem Brynja hefur gefið nafnið Smyrja því þetta er kvenfugl líklega um árs gamall. Brynja ætlar að tala við starfsmenn húsdýragarðsins og athuga hvort Smyrja getur fengið að æfa sig þar og styrkja sig áður en hún flýgur á vit ævintýranna. En það eru ekki bara lifandi fuglar og uppstoppaðir sem Brynja hefur áhuga á, hún er jú líka farin að gera fugla úr keramiki. Hún segist vera nýgræðingur í faginu en er komin í keramik skóla þar sem hún ætlar að læra að verða fagmaður í keramiki.
Árborg Dýr Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Fleiri fréttir Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Sjá meira