Bandaríkin taka ekki þátt í milljarðaaðstoð vegna loftslagsbreytinga Kjartan Kjartansson skrifar 25. október 2019 16:34 Loftslagsmótmælendur í Kanada krefjast aðgerða í Edmonton í síðustu viku. AP/Dave Chidley Iðnríki hafa heitið því að leggja um 9,8 milljarða dollara, jafnvirði rúmra 1.200 milljarða íslenskra króna, í sjóð sem á að aðstoða fátæk ríki við að berjast gegn og aðlagast loftslagsbreytingum af völdum manna. Bandaríkin, sögulega stærsti losandi gróðurhúsalofttegunda, leggja ekkert af mörkum til sjóðsins. Alls hafa 27 ríki lofað að leggja Græna loftslagssjóðnum til fé, að sögn Yannicks Glemarec, framkvæmdastjóra hans. Fjárhagslegt bolmagn sjóðsins aukist þannig úr 1,4 milljarða dollara á ári í 2,4 milljarða dollara frá 2020 til 2024. Um helmingur fjárins kemur frá Evrópuríkjunum Frakklandi, Þýskalandi og Bretlandi. Græni loftslagssjóðurinn var stofnaður fyrir fimm árum til að hjálpa fátækari ríkjum að draga úr losun sinni á gróðurhúsalofttegundum og aðlagast loftslagsbreytingum. Hann er hluti af rammasamningi Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar. Honum var upphaflega lagðir til um sjö milljarðar dollara en það fé er nú nær uppurið, að sögn AP-fréttastofunnar. Bandaríkin ætla ekki að leggja sjóðnum til neitt fé og áströlsk stjórnvöld ekki heldur. Umhverfis- og mannréttindasamtök fordæma þá ákvörðun ríkjanna sem bæði eru á meðal umsvifamestu losenda gróðurhúsalofttegunda í heiminum. Regnhlífarsamtökin Loftslagsaðgerðanetið (e. Climate Action Network) saka ríkin tvö um að snúa bakinu við fátækustu ríkjum heims og einangra sig gagnvart alþjóðlegum aðgerðum gegn loftslagsbreytingum. Barack Obama, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hét sjóðum þremur milljörðum dollara á sínum tíma en eftirmaður hans, Donald Trump, stöðvaði tveggja milljarða framlag til sjóðsins eftir að hann tók við embætti árið 2017. Bandarísk stjórnvöld hafa nú hafið formlegan undirbúning að því að draga sig út úr Parísarsamkomulaginu síðar á þessu ári. Glemarec segir að þrátt fyrir að Bandaríkin og Ástralía hafi gengið úr skaftinu telji hann líklegt að hægt verði að afla frekari framlaga fyrir árlega loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Santiago í Síle í desember. Loftslagsaðgerðanetið sakar ríkisstjórnir Kanada, Hollands, Portúgals, Lúxemborgar, Nýja-Sjálands, Austurríkis og Belgíu einnig um að leggja sjóðnum ekki til sanngjarnan skerf. Bandaríkin Loftslagsmál Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Erlent Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Sjá meira
Iðnríki hafa heitið því að leggja um 9,8 milljarða dollara, jafnvirði rúmra 1.200 milljarða íslenskra króna, í sjóð sem á að aðstoða fátæk ríki við að berjast gegn og aðlagast loftslagsbreytingum af völdum manna. Bandaríkin, sögulega stærsti losandi gróðurhúsalofttegunda, leggja ekkert af mörkum til sjóðsins. Alls hafa 27 ríki lofað að leggja Græna loftslagssjóðnum til fé, að sögn Yannicks Glemarec, framkvæmdastjóra hans. Fjárhagslegt bolmagn sjóðsins aukist þannig úr 1,4 milljarða dollara á ári í 2,4 milljarða dollara frá 2020 til 2024. Um helmingur fjárins kemur frá Evrópuríkjunum Frakklandi, Þýskalandi og Bretlandi. Græni loftslagssjóðurinn var stofnaður fyrir fimm árum til að hjálpa fátækari ríkjum að draga úr losun sinni á gróðurhúsalofttegundum og aðlagast loftslagsbreytingum. Hann er hluti af rammasamningi Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar. Honum var upphaflega lagðir til um sjö milljarðar dollara en það fé er nú nær uppurið, að sögn AP-fréttastofunnar. Bandaríkin ætla ekki að leggja sjóðnum til neitt fé og áströlsk stjórnvöld ekki heldur. Umhverfis- og mannréttindasamtök fordæma þá ákvörðun ríkjanna sem bæði eru á meðal umsvifamestu losenda gróðurhúsalofttegunda í heiminum. Regnhlífarsamtökin Loftslagsaðgerðanetið (e. Climate Action Network) saka ríkin tvö um að snúa bakinu við fátækustu ríkjum heims og einangra sig gagnvart alþjóðlegum aðgerðum gegn loftslagsbreytingum. Barack Obama, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hét sjóðum þremur milljörðum dollara á sínum tíma en eftirmaður hans, Donald Trump, stöðvaði tveggja milljarða framlag til sjóðsins eftir að hann tók við embætti árið 2017. Bandarísk stjórnvöld hafa nú hafið formlegan undirbúning að því að draga sig út úr Parísarsamkomulaginu síðar á þessu ári. Glemarec segir að þrátt fyrir að Bandaríkin og Ástralía hafi gengið úr skaftinu telji hann líklegt að hægt verði að afla frekari framlaga fyrir árlega loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Santiago í Síle í desember. Loftslagsaðgerðanetið sakar ríkisstjórnir Kanada, Hollands, Portúgals, Lúxemborgar, Nýja-Sjálands, Austurríkis og Belgíu einnig um að leggja sjóðnum ekki til sanngjarnan skerf.
Bandaríkin Loftslagsmál Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Erlent Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna