Kosning um íslenskt nafn á fjarlægu sólkerfi hafin Kjartan Kjartansson skrifar 25. október 2019 09:55 Nafnasamkeppnin er opin löndum með tengilið við Alþjóðasamband stjarnfræðinga og þeim sem sækja um að vera með. Reikistjarnan sem Íslendingar fá úthlutað er ólík þeirri á teikningunni hér. Þar er ekkert fast yfirborð. Alþjóðasamband stjarnfræðinga Hekla, Funi, Edda og Álfröðull eru á meðal þeirra nafna sem Íslendingar hafa lagt til fyrir sólkerfi í meira en 200 ljósára fjarlægð. Kosning um sjö nafnatillögur er hafin og stendur fram í miðjan nóvember. Í tilefni af aldarafmæli Alþjóðasambands stjarnfræðinga (IAU) gaf það almenning í fjölda landa tækifæri til að leggja til nöfn á fjarlægum sólkerfum sem hafa verið uppgötvuð undanfarinn aldarfjórðung. Íslendingum var úthlutað stjörnunni HD109246 og reikistjörnu hennar HD109246b í stjörnumerkinu Drekanum. Landsnefnd á vegum Stjarnvísindafélags Íslands og Stjörnufræðivefsins sem halda utan um verkefnið á Íslandi valdi sjö tillögur úr þeim sem bárust. Kosið er nú á milli þeirra og verður netkosningin opin til miðnættis 14. nóvember. Sú tillaga sem verður ofan á verður send IAU til staðfestingar en tilkynnt verður formlega um ný nöfn sólkerfa í desember.Tillögurnar og rökstuðningur með þeim er eftirfarandi (fyrra nafnið er á stjörnunni, það síðara á reikistjörnunni):Hekla og Katla: Tvö þekktustu eldfjöllin á Íslandi. Vísa til jarðfræði Íslands og samband manns og náttúru. Ef fleiri reikistjörnur finnast í þessu sólkerfi mætti nefna þær eftir öðrum eldstöðvum t.d. Öskju.Funi og Fold: Stutt og falleg íslensk orð sem eru auðveld í framburði tungumála. Funi merkir eldur og Fold merkir jörð sem vísar til stjörnu og reikistjörnu.Oddi og Flatey: Til heiðurs fyrsta íslenska stjörnufræðingnum, Stjörnu-Odda, sem mældi sólargang og reiknaði tímatal á 12. öld. Nafn reikistjörnunnar er kennt við annan þeirra staða á Norðausturlandi þar sem vitað er að hann hugði að stjörnum. Ef fleiri reikistjörnur finnast í þessu sólkerfi má nefna þær eftir öðrum eyjum við Ísland: Grímsey, Viðey, Surtsey o.s.frv.Álfröðull og Hoddmímir: Álfröðull er fornt sólarheiti; nafnið vísar til álfa sem eru litlir og ósýnilegir þannig að sól sem ekki sést með berum augum er réttilega nefnd Álfröðull. Í holti Hoddmímis leynast tveir menn sem lifa af Surtaloga ragnaraka og „hafa morgundöggina fyrir mat“ eftir því sem segir í Gylfaginningu.Sindri og Draupnir: Sindri er dvergur úr Eddukvæðum sem var mikill hagleikssmiður og smíðaði meðal annars Mjölni, Draupni og Gullinbursta. Sindri vísar einnig í sögnina að sindra (að glitra/tindra eins og stjörnur).Edda og Gerpla: Sótt í bókmentaarf Íslendinga að fornu og nýju. Tileinkað Snorra Sturlusyni og Halldóri Kiljan Laxness. Ef fleiri reikistjörnur finnast í sólkerfinu mætti nefna þær eftir öðrum bókmenntaverkum.Ljósmóðir og Ljósberi: Falleg íslensk orð. Stjarnan er móðir ljóssins og reikistjarnan fær ljós frá henni í gjöf. Einnig tilvísun í starf ljósmæðra og fegurðina sem er fólgin í fæðingu barns. Geimurinn Vísindi Tengdar fréttir Íslendingar fá að gefa fjarlægu sólkerfi nafn Nafnasamkeppnin er haldin í tilefni af aldarafmæli Alþjóðasambands stjarnfræðinga. Nöfnin sem verða ofan á verða notuð til frambúðar. 27. september 2019 16:09 Mest lesið Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Erlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Erlent Símafrí en ekki símabann Innlent Fleiri fréttir Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Sjá meira
Hekla, Funi, Edda og Álfröðull eru á meðal þeirra nafna sem Íslendingar hafa lagt til fyrir sólkerfi í meira en 200 ljósára fjarlægð. Kosning um sjö nafnatillögur er hafin og stendur fram í miðjan nóvember. Í tilefni af aldarafmæli Alþjóðasambands stjarnfræðinga (IAU) gaf það almenning í fjölda landa tækifæri til að leggja til nöfn á fjarlægum sólkerfum sem hafa verið uppgötvuð undanfarinn aldarfjórðung. Íslendingum var úthlutað stjörnunni HD109246 og reikistjörnu hennar HD109246b í stjörnumerkinu Drekanum. Landsnefnd á vegum Stjarnvísindafélags Íslands og Stjörnufræðivefsins sem halda utan um verkefnið á Íslandi valdi sjö tillögur úr þeim sem bárust. Kosið er nú á milli þeirra og verður netkosningin opin til miðnættis 14. nóvember. Sú tillaga sem verður ofan á verður send IAU til staðfestingar en tilkynnt verður formlega um ný nöfn sólkerfa í desember.Tillögurnar og rökstuðningur með þeim er eftirfarandi (fyrra nafnið er á stjörnunni, það síðara á reikistjörnunni):Hekla og Katla: Tvö þekktustu eldfjöllin á Íslandi. Vísa til jarðfræði Íslands og samband manns og náttúru. Ef fleiri reikistjörnur finnast í þessu sólkerfi mætti nefna þær eftir öðrum eldstöðvum t.d. Öskju.Funi og Fold: Stutt og falleg íslensk orð sem eru auðveld í framburði tungumála. Funi merkir eldur og Fold merkir jörð sem vísar til stjörnu og reikistjörnu.Oddi og Flatey: Til heiðurs fyrsta íslenska stjörnufræðingnum, Stjörnu-Odda, sem mældi sólargang og reiknaði tímatal á 12. öld. Nafn reikistjörnunnar er kennt við annan þeirra staða á Norðausturlandi þar sem vitað er að hann hugði að stjörnum. Ef fleiri reikistjörnur finnast í þessu sólkerfi má nefna þær eftir öðrum eyjum við Ísland: Grímsey, Viðey, Surtsey o.s.frv.Álfröðull og Hoddmímir: Álfröðull er fornt sólarheiti; nafnið vísar til álfa sem eru litlir og ósýnilegir þannig að sól sem ekki sést með berum augum er réttilega nefnd Álfröðull. Í holti Hoddmímis leynast tveir menn sem lifa af Surtaloga ragnaraka og „hafa morgundöggina fyrir mat“ eftir því sem segir í Gylfaginningu.Sindri og Draupnir: Sindri er dvergur úr Eddukvæðum sem var mikill hagleikssmiður og smíðaði meðal annars Mjölni, Draupni og Gullinbursta. Sindri vísar einnig í sögnina að sindra (að glitra/tindra eins og stjörnur).Edda og Gerpla: Sótt í bókmentaarf Íslendinga að fornu og nýju. Tileinkað Snorra Sturlusyni og Halldóri Kiljan Laxness. Ef fleiri reikistjörnur finnast í sólkerfinu mætti nefna þær eftir öðrum bókmenntaverkum.Ljósmóðir og Ljósberi: Falleg íslensk orð. Stjarnan er móðir ljóssins og reikistjarnan fær ljós frá henni í gjöf. Einnig tilvísun í starf ljósmæðra og fegurðina sem er fólgin í fæðingu barns.
Geimurinn Vísindi Tengdar fréttir Íslendingar fá að gefa fjarlægu sólkerfi nafn Nafnasamkeppnin er haldin í tilefni af aldarafmæli Alþjóðasambands stjarnfræðinga. Nöfnin sem verða ofan á verða notuð til frambúðar. 27. september 2019 16:09 Mest lesið Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Erlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Erlent Símafrí en ekki símabann Innlent Fleiri fréttir Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Sjá meira
Íslendingar fá að gefa fjarlægu sólkerfi nafn Nafnasamkeppnin er haldin í tilefni af aldarafmæli Alþjóðasambands stjarnfræðinga. Nöfnin sem verða ofan á verða notuð til frambúðar. 27. september 2019 16:09
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum