Þrestir á fylliríi eftir mjög gjöfult berjaár Kristinn Haukur Guðnason skrifar 24. október 2019 06:00 Þrestir borgarinnar belgja sig sællegir út af berjum. Fréttablaðið/Andri Borgarbúar hafa í haust orðið varir við einkennilega hegðun skógarþrasta. Fljúga þeir lágt, svo að fólk á fótum fjör að launa, og margir þrestir enda jarðvistina eftir harkalegan árekstur við glerrúður. Lætin í fuglunum eru engu minni en á vorin, en meiri kergja og biturð í röddinni. Sagt er að þrestirnir séu fullir, blindfullir, eftir að hafa hámað í sig gerjuð ber. Á haustin fara tugþúsundir skógarþrasta um borgarlandið í leit að æti og á kvöldin nátta þeir í skóglendi. Þeir þurfa mikla orku, enda flýgur bróðurparturinn af þeim yfir hafið til Bretlands á haustin. Reyniber, sem finnast meðal annars í görðum fólks, virka prýðilega til brúksins. „Berjauppskeran var frábærlega góð í haust og fuglarnir eru að uppskera, éta eins og þeir lifandi geta áður en þeir leggja í hann til Evrópu,“ segir Ólafur Nielsen, vistfræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands, en flestir fuglanna fljúga til Bretlandseyja. Ástæðan fyrir þessum mikla fjölda berja er sú að reyniviðurinn blómstraði ekki á síðasta ári. Blóma- og berjauppskeran í ár er því með því besta sem verið hefur. „Trén hreinlega svignuðu undan veigunum,“ segir Ólafur. „Þeir gjörsamlega hakka þetta í sig því þeir eiga langa ferð fyrir höndum.“ Fuglarnir byrja að éta berin þegar þau eru fullþroskuð og best finnst þeim að fá þau eftir næturfrost en eftir fyrstu frostin byrja berin að gerjast. Guðmundur A. Guðmundsson, dýravistfræðingur hjá sömu stofnun, segir að það þekkist þó í nágrannalöndunum að dýr verði ölvuð af gerjuðu æti, til dæmis elgir á Norðurlöndunum. „Það er ekki ómögulegt að þrestir verði ölvaðir, sérstaklega ekki þegar þeir éta berin svona seint eins og nú.“ Erlendis, bæði í Evrópu og Norður-Ameríku, þekkist það vel að smáfuglar verði ölvaðir af berjaáti þó að fáar rannsóknir séu til. Erfitt sé að mæla áfengiseitrun í dýrum og dýrt. Ölvunin leynir sér þó ekki því fuglarnir eigi erfitt með að fljúga og ganga beint. Fuglar með þessi einkenni sem skoðaðir hafa verið í Kanada, hafa jafnað sig á nokkrum klukkutímum. Þó eru til dæmi um að fuglar hafi drepist úr lifrarskemmdum vegna áfengiseitrunar. Guðmundur segir að þrastasöngurinn nú í haust sé ekki af sama meiði og í tilhugalífinu á vorin. „Þeir eru að garga og að berjast innbyrðis um berin. Þeir rífast í þessu nábýli og maður sér árásargirni,“ segir hann. Jafn framt segir hann það geta vel verið að þrestirnir fljúgi á rúður vegna vímu, en það komi þó fyrir allan ársins hring. Birtist í Fréttablaðinu Dýr Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira
Borgarbúar hafa í haust orðið varir við einkennilega hegðun skógarþrasta. Fljúga þeir lágt, svo að fólk á fótum fjör að launa, og margir þrestir enda jarðvistina eftir harkalegan árekstur við glerrúður. Lætin í fuglunum eru engu minni en á vorin, en meiri kergja og biturð í röddinni. Sagt er að þrestirnir séu fullir, blindfullir, eftir að hafa hámað í sig gerjuð ber. Á haustin fara tugþúsundir skógarþrasta um borgarlandið í leit að æti og á kvöldin nátta þeir í skóglendi. Þeir þurfa mikla orku, enda flýgur bróðurparturinn af þeim yfir hafið til Bretlands á haustin. Reyniber, sem finnast meðal annars í görðum fólks, virka prýðilega til brúksins. „Berjauppskeran var frábærlega góð í haust og fuglarnir eru að uppskera, éta eins og þeir lifandi geta áður en þeir leggja í hann til Evrópu,“ segir Ólafur Nielsen, vistfræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands, en flestir fuglanna fljúga til Bretlandseyja. Ástæðan fyrir þessum mikla fjölda berja er sú að reyniviðurinn blómstraði ekki á síðasta ári. Blóma- og berjauppskeran í ár er því með því besta sem verið hefur. „Trén hreinlega svignuðu undan veigunum,“ segir Ólafur. „Þeir gjörsamlega hakka þetta í sig því þeir eiga langa ferð fyrir höndum.“ Fuglarnir byrja að éta berin þegar þau eru fullþroskuð og best finnst þeim að fá þau eftir næturfrost en eftir fyrstu frostin byrja berin að gerjast. Guðmundur A. Guðmundsson, dýravistfræðingur hjá sömu stofnun, segir að það þekkist þó í nágrannalöndunum að dýr verði ölvuð af gerjuðu æti, til dæmis elgir á Norðurlöndunum. „Það er ekki ómögulegt að þrestir verði ölvaðir, sérstaklega ekki þegar þeir éta berin svona seint eins og nú.“ Erlendis, bæði í Evrópu og Norður-Ameríku, þekkist það vel að smáfuglar verði ölvaðir af berjaáti þó að fáar rannsóknir séu til. Erfitt sé að mæla áfengiseitrun í dýrum og dýrt. Ölvunin leynir sér þó ekki því fuglarnir eigi erfitt með að fljúga og ganga beint. Fuglar með þessi einkenni sem skoðaðir hafa verið í Kanada, hafa jafnað sig á nokkrum klukkutímum. Þó eru til dæmi um að fuglar hafi drepist úr lifrarskemmdum vegna áfengiseitrunar. Guðmundur segir að þrastasöngurinn nú í haust sé ekki af sama meiði og í tilhugalífinu á vorin. „Þeir eru að garga og að berjast innbyrðis um berin. Þeir rífast í þessu nábýli og maður sér árásargirni,“ segir hann. Jafn framt segir hann það geta vel verið að þrestirnir fljúgi á rúður vegna vímu, en það komi þó fyrir allan ársins hring.
Birtist í Fréttablaðinu Dýr Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira