Klopp virðist vera með smá áhyggjur af því að leikmenn Liverpool brenni út Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. október 2019 14:15 Roberto Firmino er í stóru hlutverki hjá Liverpool og þarf líka oft að ferðast il Suður-Ameríku í landsleikjahléum. Getty/Catherine Ivill Það hefur verið mjög mikið að gera hjá Liverpool-liðinu til þessa á tímabilinu enda er liðið inni í öllum keppnum. Liverpool byrjaði á leiknum um Samfélagsskjöldinn áður en enska úrvalsdeildin byrjaði og spilaði einnig um Ofurbikar UEFA í upphafi leiktíðar. Svo tók við enska úrvalsdeildin og Meistaradeildin og flestir leikmanna liðsins hafa verið uppteknir með landsliðum sínum. Liverpool liðið fer síðan til Katar til að taka þátt í heimsmeistarakeppni félagsliða áður en kemur að jólatörninni í desember. Liverpool mætir Genk frá Belgíu í Meistaradeildinni í kvöld og verður helst að vinna ætli liðið ekki að lenda í basli með að komast upp úr riðlinum. Tap í fyrsta útileiknum á móti Napoli hefur sett meiri pressu á leik kvöldsins og þetta er líka fyrsti leikur liðsins eftir að það tapaði sínum fyrstu stigum í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu.Are #LFC in danger of burnout? "Some of my players have already played 17 games with internationals - that is half a season in Germany."#LFC must amend Champions League away group record, says Jurgen Klopp: https://t.co/gBYgvdXpgxpic.twitter.com/LaCObDk0z2 — Sky Sports News (@SkySportsNews) October 23, 2019Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, ræddi einmitt álagið á leikmenn sína á blaðamannafundi fyrir Genk-leikinn eins og sjá má hér fyrir ofan. „Sumir leikmanna minna hafa þegar spilað sautján leiki á tímabilinu ef við tökum landsleikina með. Það er hálft tímabil í Þýskalandi,“ sagði Jürgen Klopp. Öll undankeppni EM 2020 fór fram á árinu 2019 í stað þess að taka tvö tímabil eins og áður. Það hefur aukið fjölda keppnislandsleikja og um leið álagið á bestu leikmönnum liðanna. Leikur Genk og Liverpool verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 og hefst útsendingin klukkan 18.50. Meistaradeildarmessan verður á Stöð 2 Sport frá klukkan 18.15 en þar verður fylgst með öllum leikjum kvöldsins. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Sport Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Sport Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Fótbolti Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Fótbolti Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Enski boltinn Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Íslenski boltinn Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Íslenski boltinn Í beinni: Inter - Barcelona | Mögnuð skemmtun áfram? Fótbolti Fleiri fréttir Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Staðfestir brottför frá Liverpool Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Sjá meira
Það hefur verið mjög mikið að gera hjá Liverpool-liðinu til þessa á tímabilinu enda er liðið inni í öllum keppnum. Liverpool byrjaði á leiknum um Samfélagsskjöldinn áður en enska úrvalsdeildin byrjaði og spilaði einnig um Ofurbikar UEFA í upphafi leiktíðar. Svo tók við enska úrvalsdeildin og Meistaradeildin og flestir leikmanna liðsins hafa verið uppteknir með landsliðum sínum. Liverpool liðið fer síðan til Katar til að taka þátt í heimsmeistarakeppni félagsliða áður en kemur að jólatörninni í desember. Liverpool mætir Genk frá Belgíu í Meistaradeildinni í kvöld og verður helst að vinna ætli liðið ekki að lenda í basli með að komast upp úr riðlinum. Tap í fyrsta útileiknum á móti Napoli hefur sett meiri pressu á leik kvöldsins og þetta er líka fyrsti leikur liðsins eftir að það tapaði sínum fyrstu stigum í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu.Are #LFC in danger of burnout? "Some of my players have already played 17 games with internationals - that is half a season in Germany."#LFC must amend Champions League away group record, says Jurgen Klopp: https://t.co/gBYgvdXpgxpic.twitter.com/LaCObDk0z2 — Sky Sports News (@SkySportsNews) October 23, 2019Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, ræddi einmitt álagið á leikmenn sína á blaðamannafundi fyrir Genk-leikinn eins og sjá má hér fyrir ofan. „Sumir leikmanna minna hafa þegar spilað sautján leiki á tímabilinu ef við tökum landsleikina með. Það er hálft tímabil í Þýskalandi,“ sagði Jürgen Klopp. Öll undankeppni EM 2020 fór fram á árinu 2019 í stað þess að taka tvö tímabil eins og áður. Það hefur aukið fjölda keppnislandsleikja og um leið álagið á bestu leikmönnum liðanna. Leikur Genk og Liverpool verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 og hefst útsendingin klukkan 18.50. Meistaradeildarmessan verður á Stöð 2 Sport frá klukkan 18.15 en þar verður fylgst með öllum leikjum kvöldsins.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Sport Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Sport Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Fótbolti Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Fótbolti Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Enski boltinn Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Íslenski boltinn Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Íslenski boltinn Í beinni: Inter - Barcelona | Mögnuð skemmtun áfram? Fótbolti Fleiri fréttir Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Staðfestir brottför frá Liverpool Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Sjá meira
Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn
Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn