Neysla á orkudrykkjum aukist um 150 prósent hjá framhaldsskólanemum Birgir Olgeirsson skrifar 22. október 2019 20:00 22 prósent framhaldsskólanema sögðust neyta orkudrykkja daglega árið 2016 en 55 prósent árið 2018. Neysla framhaldsskólanema á orkudrykkjum hefur aukist um 150 prósent á tveimur árum. Þeir sem drekka orkudrykki daglega eru líklegri til að finna fyrir líkamlegum og andlegum kvillum. Fráhvarfseinkennin eru skaðleg heilsunni og geta þeir sem ætla að hætta búist við mígreniseinkennum í tvær vikur. Matvælastofnun stóð fyrir málþingi í dag um koffínneyslu ungmenna. Þar kom fram að neysla framhaldsskólanema á orkudrykkjum hefur aukist um 150 prósent á tveimur árum. 22 prósent sögðust neyta þeirra daglega árið 2016 en 55 prósent árið 2018. Fráhvarfseinkennin eru skaðleg heilsunni og ekkert grín að hætta líkt og Álfgeir Kristjánsson fjallaði um á málþinginu. „Þegar maður er orðinn einu sinni háður koffíni sem við flest erum, áttatíu prósent fólks almennt er háð koffíni með einum eða öðrum hætti, þá eru fráhvarfseinkennin skaðleg heilsunni. Þannig að við sjáum það til dæmis í rannsóknum þegar krakkar spurðir út í notkun á koffíni og síðan um ýmsa líkamlega og andlega kvilla, eins og slen og leiða og þreytu og svefnörðugleika og slíkt, þetta skorar allt miklu miklu hærra meðal krakka sem nota koffín reglulega,“ segir Álfgeir. Koffín er ávanabindandi efni sem hefur áhrif á miðtaugakerfið. Í því felast mikil fráhvarfseinkenni þegar neyslu er hætt með daglegu millibili. Það kallar því á frekari notkun. Koffín hreinsast úr líkamanum á fimm klukkutímum. Vellíðunin sem fólk fær við fyrsta kaffibollann á morgnanna er í raun skilaboð til heilans að hans sé laus undan fráhvarfseinkennunum. „Fólk sem ákveður að hætta koffínneyslu getur búist við því að fá mjög hörð mígreniseinkenni allt upp í tvær vikur,“ segir Álfgeir. Álfgeir Kristjánsson, dósent við Vestur-Virginíuháskólann í Bandaríkjunum.Vísir/Sigurjón „Þetta er það sem fólk hefur áhyggjur af, hvort við séum með stóran hluta af ungmennum í íslensku umhverfi sem eru daglegir neytendur á koffíni og þurfa þar af leiðandi að nota það reglulega.“ Álfgeir segir ekki rétt að kenna þessa drykki við orku því margir af þessum koffíndrykkjum eru án allrar orku. „Það er ekki hrein orka í þessum drykkjum. Þetta er bara kikk fyrir miðtaugakerfið. Ekkert ósvipað því og fylgir neyslu amfetamíns og kókaíns, nema áhrifin eru vægari. Manni finnst maður kannski orkumeiri en það er það sem rannsóknir á fullorðnum hafa sýnt. Þegar koffín tekur inn í myndina fráhvarfseinkenni og þann tíma sem tekur að hreinsa líkamann af koffíni, þá er greinilega heilmikið samband þarna á milli. Fólki finnst það fá ákveðin áhrif af koffíni.“ Áður fyrr var einungist hægt að fá koffín í gegnum kaffi og te. Í dag er fæst það í bragðgóðum gosdrykkjum, töflum, tyggjói og sælgæti. Í Menntaskólanum við Sund fá koffíndrykkir í mötuneytinu. Þar virtust nemendur meðvitaðir um áhrifin en sjá má svör þeirra í spilaranum hér fyrir neðan: Börn og uppeldi Heilbrigðismál Skóla - og menntamál Orkudrykkir Neytendur Mest lesið Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent Fleiri fréttir Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Sjá meira
Neysla framhaldsskólanema á orkudrykkjum hefur aukist um 150 prósent á tveimur árum. Þeir sem drekka orkudrykki daglega eru líklegri til að finna fyrir líkamlegum og andlegum kvillum. Fráhvarfseinkennin eru skaðleg heilsunni og geta þeir sem ætla að hætta búist við mígreniseinkennum í tvær vikur. Matvælastofnun stóð fyrir málþingi í dag um koffínneyslu ungmenna. Þar kom fram að neysla framhaldsskólanema á orkudrykkjum hefur aukist um 150 prósent á tveimur árum. 22 prósent sögðust neyta þeirra daglega árið 2016 en 55 prósent árið 2018. Fráhvarfseinkennin eru skaðleg heilsunni og ekkert grín að hætta líkt og Álfgeir Kristjánsson fjallaði um á málþinginu. „Þegar maður er orðinn einu sinni háður koffíni sem við flest erum, áttatíu prósent fólks almennt er háð koffíni með einum eða öðrum hætti, þá eru fráhvarfseinkennin skaðleg heilsunni. Þannig að við sjáum það til dæmis í rannsóknum þegar krakkar spurðir út í notkun á koffíni og síðan um ýmsa líkamlega og andlega kvilla, eins og slen og leiða og þreytu og svefnörðugleika og slíkt, þetta skorar allt miklu miklu hærra meðal krakka sem nota koffín reglulega,“ segir Álfgeir. Koffín er ávanabindandi efni sem hefur áhrif á miðtaugakerfið. Í því felast mikil fráhvarfseinkenni þegar neyslu er hætt með daglegu millibili. Það kallar því á frekari notkun. Koffín hreinsast úr líkamanum á fimm klukkutímum. Vellíðunin sem fólk fær við fyrsta kaffibollann á morgnanna er í raun skilaboð til heilans að hans sé laus undan fráhvarfseinkennunum. „Fólk sem ákveður að hætta koffínneyslu getur búist við því að fá mjög hörð mígreniseinkenni allt upp í tvær vikur,“ segir Álfgeir. Álfgeir Kristjánsson, dósent við Vestur-Virginíuháskólann í Bandaríkjunum.Vísir/Sigurjón „Þetta er það sem fólk hefur áhyggjur af, hvort við séum með stóran hluta af ungmennum í íslensku umhverfi sem eru daglegir neytendur á koffíni og þurfa þar af leiðandi að nota það reglulega.“ Álfgeir segir ekki rétt að kenna þessa drykki við orku því margir af þessum koffíndrykkjum eru án allrar orku. „Það er ekki hrein orka í þessum drykkjum. Þetta er bara kikk fyrir miðtaugakerfið. Ekkert ósvipað því og fylgir neyslu amfetamíns og kókaíns, nema áhrifin eru vægari. Manni finnst maður kannski orkumeiri en það er það sem rannsóknir á fullorðnum hafa sýnt. Þegar koffín tekur inn í myndina fráhvarfseinkenni og þann tíma sem tekur að hreinsa líkamann af koffíni, þá er greinilega heilmikið samband þarna á milli. Fólki finnst það fá ákveðin áhrif af koffíni.“ Áður fyrr var einungist hægt að fá koffín í gegnum kaffi og te. Í dag er fæst það í bragðgóðum gosdrykkjum, töflum, tyggjói og sælgæti. Í Menntaskólanum við Sund fá koffíndrykkir í mötuneytinu. Þar virtust nemendur meðvitaðir um áhrifin en sjá má svör þeirra í spilaranum hér fyrir neðan:
Börn og uppeldi Heilbrigðismál Skóla - og menntamál Orkudrykkir Neytendur Mest lesið Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent Fleiri fréttir Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Sjá meira