Ekki á hverjum degi sem sagnfræðingur fær að vera viðstaddur krýningarathöfn Japanskeisara Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 22. október 2019 12:44 Íslensku forsetahjónin munu færa Japanskeisara heillaóskir frá íslensku þjóðinni þegar þau sækja hátíðarkvöldverð, Naruhito til heiðurs. Í morgun fór fram krýningarhátíð Naruhito Japanskeisara. Íslensku forsetahjónin, ásamt minnst hundrað og áttatíu þjóðarleiðtogum, voru viðstödd athöfnina. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, segir að það hafi verið forvitnilegt fyrir sig, ekki síst sem sagnfræðing, að fá að vera viðstaddur sögulegt augnablik þegar Naruhito tók við að föður sínum Akihito. „Þetta gerist auðvitað ekki á hverjum degi þannig að athöfnin var mjög virðuleg og söguleg, skulum við segja. Naruhito, tekur við af Akihito föður sínum sem lifir enn í hárri elli en sagði af sér keisaratign í apríl. Keisarinn þar á undan, var afi núverandi keisara, Hirohito sem var keisari Japana lungann úr 20. öldinni þannig að þetta var virkilega söguleg stund og virðuleg, en látlaus um leið,“ segir Guðni sem staddur er í Tokyo. Viðstaddir krýningarhátíðina voru minnst hundrað og áttatíu þjóðarleiðtogar, ýmist þjóðhöfðingjar eða fulltrúar landa sinna. „Það er nú kvöld hér í Japan. Nú tekur við kvöldverður þar sem við Elísa konan mín, náum að heilsa upp á Japanskeisara og keisaraynju og færa þeim heillaóskir okkar og íslensku þjóðarinnar.“ Guðni segir að ýmis sóknarfæri séu fyrir hendi í eflingu viðskipta landanna tveggja. Íslensk stjórnvöld hafi lengi unnið að því að glæða áhuga Japana á fríverslunarsamningi. „Það má hugsa ýmislegt hér í heimi viðskiptanna. Japanar hafa mikinn áhuga á íslenskri menningu, okkar bókmenntaarfi og ýmsum tengingum við Íslands, svo ekki sé minnst á ferðamennsku. Það er gott að geta lagt sitt af mörkum til tryggja og efla enn frekar samskipti ríkjanna.“ Forseti Íslands Japan Tengdar fréttir Guðni og Eliza á leið til Japan vegna krýningar Naruhito tekur við embættinu af föður sínum Akihito sem hefur afsalað sér krúninni. 17. október 2019 10:45 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Sjá meira
Í morgun fór fram krýningarhátíð Naruhito Japanskeisara. Íslensku forsetahjónin, ásamt minnst hundrað og áttatíu þjóðarleiðtogum, voru viðstödd athöfnina. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, segir að það hafi verið forvitnilegt fyrir sig, ekki síst sem sagnfræðing, að fá að vera viðstaddur sögulegt augnablik þegar Naruhito tók við að föður sínum Akihito. „Þetta gerist auðvitað ekki á hverjum degi þannig að athöfnin var mjög virðuleg og söguleg, skulum við segja. Naruhito, tekur við af Akihito föður sínum sem lifir enn í hárri elli en sagði af sér keisaratign í apríl. Keisarinn þar á undan, var afi núverandi keisara, Hirohito sem var keisari Japana lungann úr 20. öldinni þannig að þetta var virkilega söguleg stund og virðuleg, en látlaus um leið,“ segir Guðni sem staddur er í Tokyo. Viðstaddir krýningarhátíðina voru minnst hundrað og áttatíu þjóðarleiðtogar, ýmist þjóðhöfðingjar eða fulltrúar landa sinna. „Það er nú kvöld hér í Japan. Nú tekur við kvöldverður þar sem við Elísa konan mín, náum að heilsa upp á Japanskeisara og keisaraynju og færa þeim heillaóskir okkar og íslensku þjóðarinnar.“ Guðni segir að ýmis sóknarfæri séu fyrir hendi í eflingu viðskipta landanna tveggja. Íslensk stjórnvöld hafi lengi unnið að því að glæða áhuga Japana á fríverslunarsamningi. „Það má hugsa ýmislegt hér í heimi viðskiptanna. Japanar hafa mikinn áhuga á íslenskri menningu, okkar bókmenntaarfi og ýmsum tengingum við Íslands, svo ekki sé minnst á ferðamennsku. Það er gott að geta lagt sitt af mörkum til tryggja og efla enn frekar samskipti ríkjanna.“
Forseti Íslands Japan Tengdar fréttir Guðni og Eliza á leið til Japan vegna krýningar Naruhito tekur við embættinu af föður sínum Akihito sem hefur afsalað sér krúninni. 17. október 2019 10:45 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Sjá meira
Guðni og Eliza á leið til Japan vegna krýningar Naruhito tekur við embættinu af föður sínum Akihito sem hefur afsalað sér krúninni. 17. október 2019 10:45