Ummæli sæma ekki formanni bankaráðs Seðlabanka Íslands Björn Þorfinnsson skrifar 22. október 2019 06:00 Halldór Benjamín Þorbergsson er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. vísir/vilhelm „Það er hryggilegt og ekki sæmandi formanni bankaráðs Seðlabanka Íslands að lýsa afstöðu sinni með þessum hætti,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, um viðbrögð Gylfa Magnússonar, dósents við Háskóla Íslands og fyrrverandi efnahags- og viðskiptaráðherra, við nýju frumvarpi sem á að einfalda samkeppnislöggjöf landsins verulega. Gagnrýndi Gylfi frumvarpið harðlega og sagði meðal annars að „blautir draumar fákeppnismógúla væru að rætast“. Í frumvarpinu er meðal annars lagt til að afnema heimild Samkeppniseftirlitsins til að áfrýja niðurstöðum áfrýjunarnefndar til dómstóla. Þá er einnig ráðgert að afnema heimild stofnunarinnar til íhlutunar í starfsemi fyrirtækja sem ekki hafa gerst brotleg við samkeppnislög. Að sögn Gylfa eru þessi baráttumál ekki ný af nálinni hjá hagsmunaaðilum. „Hugmyndir í þessa veru hafa oft verið viðraðar áður en ekki fengið brautargengi vegna harðrar andstöðu. Nú sjá þeir hins vegar greinilega lag til að knýja þetta fram,“ sagði Gylfi. „Formaður bankaráðs verður að gæta þess að vegna stöðu hans er á hann hlustað, orð hans metin bæði hér á landi og erlendis. Það stendur upp á hann að skýra hvernig þetta samræmist stöðu hans og ég vænti þess að gengið verði eftir þeim skýringum,“ segir Halldór. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir og Kristján Þór Júlíusson héldu blaðamannafund í gær þar sem tillögur þeirra um einföldun á regluverki voru lagðar fram. Birtist í Fréttablaðinu Samkeppnismál Seðlabankinn Stjórnsýsla Tengdar fréttir Nema á brott 1090 reglugerðir og 16 lagabálka Aðgerðirnar eru liður í stóru verkefni um einföldun regluverksins. 21. október 2019 11:19 Eru fyrst og fremst að taka til Ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra og sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra boða aðgerðir til að einfalda regluverk. Binda vonir við að önnur ráðuneyti og sveitarfélög grípi til sömu aðgerða. 22. október 2019 06:00 Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Fleiri fréttir Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Sjá meira
„Það er hryggilegt og ekki sæmandi formanni bankaráðs Seðlabanka Íslands að lýsa afstöðu sinni með þessum hætti,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, um viðbrögð Gylfa Magnússonar, dósents við Háskóla Íslands og fyrrverandi efnahags- og viðskiptaráðherra, við nýju frumvarpi sem á að einfalda samkeppnislöggjöf landsins verulega. Gagnrýndi Gylfi frumvarpið harðlega og sagði meðal annars að „blautir draumar fákeppnismógúla væru að rætast“. Í frumvarpinu er meðal annars lagt til að afnema heimild Samkeppniseftirlitsins til að áfrýja niðurstöðum áfrýjunarnefndar til dómstóla. Þá er einnig ráðgert að afnema heimild stofnunarinnar til íhlutunar í starfsemi fyrirtækja sem ekki hafa gerst brotleg við samkeppnislög. Að sögn Gylfa eru þessi baráttumál ekki ný af nálinni hjá hagsmunaaðilum. „Hugmyndir í þessa veru hafa oft verið viðraðar áður en ekki fengið brautargengi vegna harðrar andstöðu. Nú sjá þeir hins vegar greinilega lag til að knýja þetta fram,“ sagði Gylfi. „Formaður bankaráðs verður að gæta þess að vegna stöðu hans er á hann hlustað, orð hans metin bæði hér á landi og erlendis. Það stendur upp á hann að skýra hvernig þetta samræmist stöðu hans og ég vænti þess að gengið verði eftir þeim skýringum,“ segir Halldór. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir og Kristján Þór Júlíusson héldu blaðamannafund í gær þar sem tillögur þeirra um einföldun á regluverki voru lagðar fram.
Birtist í Fréttablaðinu Samkeppnismál Seðlabankinn Stjórnsýsla Tengdar fréttir Nema á brott 1090 reglugerðir og 16 lagabálka Aðgerðirnar eru liður í stóru verkefni um einföldun regluverksins. 21. október 2019 11:19 Eru fyrst og fremst að taka til Ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra og sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra boða aðgerðir til að einfalda regluverk. Binda vonir við að önnur ráðuneyti og sveitarfélög grípi til sömu aðgerða. 22. október 2019 06:00 Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Fleiri fréttir Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Sjá meira
Nema á brott 1090 reglugerðir og 16 lagabálka Aðgerðirnar eru liður í stóru verkefni um einföldun regluverksins. 21. október 2019 11:19
Eru fyrst og fremst að taka til Ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra og sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra boða aðgerðir til að einfalda regluverk. Binda vonir við að önnur ráðuneyti og sveitarfélög grípi til sömu aðgerða. 22. október 2019 06:00