„Nú eigum við að flýta okkur hægt“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 21. október 2019 23:30 Oddný G. Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar. Vísir/Vilhelm Ekki liggur fyrir hvernig best verður gætt að heildarhagsmunum ríkisins við sölu á eignarhlutum þess í bönkunum. Þetta segir Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra. Málið var til umræðu á Alþingi í dag. Þingmaður Samfylkingarinnar vill að ríkið losi um eignarhald á sviði fjárfestingabankastarfsemi en ekki á sviði viðskiptabankastarfsemi. Ekki er augljóst hvernig á að vinda ofan af eignarhaldi ríkisins í bönkunum en það er samtal sem þarf að eiga við bankasýsluna að því er fram kom í máli Bjarna. Nefndi í því sambandi hvort æskilegt sé að fara í einhvers konar skráningarferli, útboð, eða hvort æskilegra væri að fara einhverja aðra leið. Oddný G. Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi fjármálaráðherra var málshefjandi að sérstakri umræðu um sölu bankana á Alþingi í dag. Hún telur ekki tímabært að hrinda þeim áformum í framkvæmd. „Nú eigum við að flýta okkur hægt og núna þegar við erum nánast með allt bankakerfið í fanginu, ríkið, þá eigum við að nýta tækifærið og endurskipuleggja kerfið og reyna að sjá hvernig það ætti helst að vera til framtíðar til þess að þjóna almenningi,“ segir Oddný. Bankar séu mjög mikilvægar stofnanir sem þjóni almenningi á margvíslegan hátt. „En þeir stunda líka áhættusama fjárfestingastarfsemi sem er fjármögnuð með sparifé almennings og mér finnst að ríkið eigi að draga sig út úr þeirri starfsemi og selja hana en einbeita sér að viðskiptabankastarfsemi sem þjónar almenningi sem allra best,“ segir Oddný. Í ræðu sinni á Alþingi í dag vitnaði Bjarni í orð Oddnýjar sem hún hafi látið falla þegar hún mælti fyrir frumvarpi að lögum árið 2012 um sölu á eignarhlutum ríkisins í fjármálafyrirtækjum, þegar hún var fjármálaráðherra. Í framsögu sinni þá hafi Oddný sagt að ekki væru „taldar forsendur til þess að ríkið verði langtímaeigandi eignarhluta í fjármálafyrirtækjum heldur losi um þá með sölu.“ „Ég held nú að fjármálaráðherrann hafi hugsað sér að skjóta á mig föstum skotum en þau geiguðu. Vegna þess að frumvarpið sem að var samþykkt í desember 2012 var um umgjörðina ef að stjórnvöld skyldu ákveða að selja hlut ríkisins í bönkunum þá stendur í þeim lögum hvernig aðkoma Alþingis á að vera, hvernig aðkoma bankasýslunnar á að vera, og hver aðkoma ráðherrans á að vera,“ segir Oddný. Alþingi Íslenskir bankar Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Innlent Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Innlent Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Innlent Fleiri fréttir Viðsnúningur í rekstri sveitarfélaga Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Sjá meira
Ekki liggur fyrir hvernig best verður gætt að heildarhagsmunum ríkisins við sölu á eignarhlutum þess í bönkunum. Þetta segir Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra. Málið var til umræðu á Alþingi í dag. Þingmaður Samfylkingarinnar vill að ríkið losi um eignarhald á sviði fjárfestingabankastarfsemi en ekki á sviði viðskiptabankastarfsemi. Ekki er augljóst hvernig á að vinda ofan af eignarhaldi ríkisins í bönkunum en það er samtal sem þarf að eiga við bankasýsluna að því er fram kom í máli Bjarna. Nefndi í því sambandi hvort æskilegt sé að fara í einhvers konar skráningarferli, útboð, eða hvort æskilegra væri að fara einhverja aðra leið. Oddný G. Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi fjármálaráðherra var málshefjandi að sérstakri umræðu um sölu bankana á Alþingi í dag. Hún telur ekki tímabært að hrinda þeim áformum í framkvæmd. „Nú eigum við að flýta okkur hægt og núna þegar við erum nánast með allt bankakerfið í fanginu, ríkið, þá eigum við að nýta tækifærið og endurskipuleggja kerfið og reyna að sjá hvernig það ætti helst að vera til framtíðar til þess að þjóna almenningi,“ segir Oddný. Bankar séu mjög mikilvægar stofnanir sem þjóni almenningi á margvíslegan hátt. „En þeir stunda líka áhættusama fjárfestingastarfsemi sem er fjármögnuð með sparifé almennings og mér finnst að ríkið eigi að draga sig út úr þeirri starfsemi og selja hana en einbeita sér að viðskiptabankastarfsemi sem þjónar almenningi sem allra best,“ segir Oddný. Í ræðu sinni á Alþingi í dag vitnaði Bjarni í orð Oddnýjar sem hún hafi látið falla þegar hún mælti fyrir frumvarpi að lögum árið 2012 um sölu á eignarhlutum ríkisins í fjármálafyrirtækjum, þegar hún var fjármálaráðherra. Í framsögu sinni þá hafi Oddný sagt að ekki væru „taldar forsendur til þess að ríkið verði langtímaeigandi eignarhluta í fjármálafyrirtækjum heldur losi um þá með sölu.“ „Ég held nú að fjármálaráðherrann hafi hugsað sér að skjóta á mig föstum skotum en þau geiguðu. Vegna þess að frumvarpið sem að var samþykkt í desember 2012 var um umgjörðina ef að stjórnvöld skyldu ákveða að selja hlut ríkisins í bönkunum þá stendur í þeim lögum hvernig aðkoma Alþingis á að vera, hvernig aðkoma bankasýslunnar á að vera, og hver aðkoma ráðherrans á að vera,“ segir Oddný.
Alþingi Íslenskir bankar Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Innlent Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Innlent Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Innlent Fleiri fréttir Viðsnúningur í rekstri sveitarfélaga Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Sjá meira