Þjóðarspegillinn haldinn í tuttugasta skipti Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 31. október 2019 23:53 Háskóli Íslands. Fréttablaðið/GVA Á morgun fer fram Þjóðarspegillinn – Ráðstefna í félagsvísindum. Ráðstefnan var fyrst haldin árið 1994 en að henni stóðu félagsvísindadeild og viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands. Síðar bættist lagadeild við. Þetta er í tuttugasta sinn sem ráðstefnan er haldin og er dagskráin fjölbreytt. „Frá skipulagsbreytingum Háskóla Íslands árið 2008 hafa allar deildir Félagsvísindasviðs staðið að ráðstefnunni. Nafn ráðstefnunnar, Þjóðarspegill, hefur verið notað í rúman áratug. Þjóðarspegillinn hefur orðið meginvettvangur kynningar á rannsóknum í félagsvísindum á Íslandi. Frá upphafi var því lögð áhersla á að ráðstefnan væri vettvangur þar sem fræðafólk gæti kynnt rannsóknir og efnt til samræðna við almenning, segir Daði Már Kristófersson forseti félagsvísindasviðs.Daði Már KristóferssonMynd/Háskóli ÍslandsÞverfagleg ráðstefna Hann segir að fyrirlesarar í gegnum tíðina hafi verið hvattir til að haga erindum sínum og efni þannig að nemendur og almenningur geti haft gagn og gaman af. „Umsjón og skipulagning ráðstefnunnar hefur frá upphafi verið í höndum starfsfólks Félagsvísindastofnunar en margir aðilar innan félagsvísindasviðs hafa í gegnum tíðina lagt hönd á plóg og komið að undirbúningi ráðstefnunnar. Á síðastliðnum tuttugu árum hefur ráðstefnan vaxið mikið að umfangi. Þjóðarspegillinn er nú þverfræðileg ráðstefna á sviði félagsvísinda þar sem taka þátt sérfræðingar og fræðafólk af ýmsum fræðasviðum svo sem lögfræði, félagsfræði, bókasafns- og upplýsingafræði, aðferðafræði, afbrotafræði, fötlunarfræði, félagsráðgjöf, hagfræði, mannfræði, sálfræði, námsráðgjöf, kynjafræði, viðskiptafræði, uppeldis- og menntunarfræði, stjórnmálafræði, safnafræði og þjóðfræði.“ Bendir Daði Már á að árlega taki jafnframt þátt erlent fræðafólk, sérfræðingar hinna ýmsu stofnana, sjálfstæðir rannsakendur og fræðafólk frá öllum háskólum landsins. „Það er von mín Þjóðarspegillinn haldi áfram að þróast, vaxa og dafna um ókomna framtíð.“Fjölbreytt dagskrá Aðalfyrirlesari Þjóðarspegilsins í ár er Hein de Haas, leiðandi fræðimaður á sviði fólksflutninga. De Haas er höfundur bókarinnar The Age of Migration: International Population Movements in the Modern World ásamt Stephen Castles og Mark Miller. Mun hann í erindi sínu setja erlent starfsfólk á Íslandi í alþjóðlegt samhengi. „Hein de Haas er prófessor í félagsfræði við háskólann í Amsterdam. Hann er einn af stofnendum og fyrrum formaður International Migration Institute við Oxford University. Rannsóknir de Haas snúa að tengslum milli fólksflutninga og víðari félagslegra breytinga. Hann hefur skrifað fjölmargar kenningarlegar og empirískar greinar og bækur um orsakir fólksflutninga og áhrif stefnumótunar á lífsskilyrði innflytjenda, og fært rök fyrir því að helsti drifkraftur fólksflutninga til Evrópu sé þörf evrópska hagkerfisins fyrir ódýrt vinnuafl.“ 252 fræðimenn og konur taka þátt í ráðstefnunni í ár, þar verða 52 málstofur, 209 ágrip og 204 erindi.Dagskrá Þjóðarspegilsins má nálgast hér. Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Landsbyggðarfólk hrekst á brott vegna slúðurs Rannsóknin er hluti af doktorsverkefni Grétu Bergrúnar Jóhannesdóttur nema við félagsvísindadeild Háskólans á Akureyri um áhrif nærsamfélagsins á búsetu ungra kvenna í sjávarbyggðum. 31. október 2019 13:22 Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Anna ljósa fallin frá Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Sjá meira
Á morgun fer fram Þjóðarspegillinn – Ráðstefna í félagsvísindum. Ráðstefnan var fyrst haldin árið 1994 en að henni stóðu félagsvísindadeild og viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands. Síðar bættist lagadeild við. Þetta er í tuttugasta sinn sem ráðstefnan er haldin og er dagskráin fjölbreytt. „Frá skipulagsbreytingum Háskóla Íslands árið 2008 hafa allar deildir Félagsvísindasviðs staðið að ráðstefnunni. Nafn ráðstefnunnar, Þjóðarspegill, hefur verið notað í rúman áratug. Þjóðarspegillinn hefur orðið meginvettvangur kynningar á rannsóknum í félagsvísindum á Íslandi. Frá upphafi var því lögð áhersla á að ráðstefnan væri vettvangur þar sem fræðafólk gæti kynnt rannsóknir og efnt til samræðna við almenning, segir Daði Már Kristófersson forseti félagsvísindasviðs.Daði Már KristóferssonMynd/Háskóli ÍslandsÞverfagleg ráðstefna Hann segir að fyrirlesarar í gegnum tíðina hafi verið hvattir til að haga erindum sínum og efni þannig að nemendur og almenningur geti haft gagn og gaman af. „Umsjón og skipulagning ráðstefnunnar hefur frá upphafi verið í höndum starfsfólks Félagsvísindastofnunar en margir aðilar innan félagsvísindasviðs hafa í gegnum tíðina lagt hönd á plóg og komið að undirbúningi ráðstefnunnar. Á síðastliðnum tuttugu árum hefur ráðstefnan vaxið mikið að umfangi. Þjóðarspegillinn er nú þverfræðileg ráðstefna á sviði félagsvísinda þar sem taka þátt sérfræðingar og fræðafólk af ýmsum fræðasviðum svo sem lögfræði, félagsfræði, bókasafns- og upplýsingafræði, aðferðafræði, afbrotafræði, fötlunarfræði, félagsráðgjöf, hagfræði, mannfræði, sálfræði, námsráðgjöf, kynjafræði, viðskiptafræði, uppeldis- og menntunarfræði, stjórnmálafræði, safnafræði og þjóðfræði.“ Bendir Daði Már á að árlega taki jafnframt þátt erlent fræðafólk, sérfræðingar hinna ýmsu stofnana, sjálfstæðir rannsakendur og fræðafólk frá öllum háskólum landsins. „Það er von mín Þjóðarspegillinn haldi áfram að þróast, vaxa og dafna um ókomna framtíð.“Fjölbreytt dagskrá Aðalfyrirlesari Þjóðarspegilsins í ár er Hein de Haas, leiðandi fræðimaður á sviði fólksflutninga. De Haas er höfundur bókarinnar The Age of Migration: International Population Movements in the Modern World ásamt Stephen Castles og Mark Miller. Mun hann í erindi sínu setja erlent starfsfólk á Íslandi í alþjóðlegt samhengi. „Hein de Haas er prófessor í félagsfræði við háskólann í Amsterdam. Hann er einn af stofnendum og fyrrum formaður International Migration Institute við Oxford University. Rannsóknir de Haas snúa að tengslum milli fólksflutninga og víðari félagslegra breytinga. Hann hefur skrifað fjölmargar kenningarlegar og empirískar greinar og bækur um orsakir fólksflutninga og áhrif stefnumótunar á lífsskilyrði innflytjenda, og fært rök fyrir því að helsti drifkraftur fólksflutninga til Evrópu sé þörf evrópska hagkerfisins fyrir ódýrt vinnuafl.“ 252 fræðimenn og konur taka þátt í ráðstefnunni í ár, þar verða 52 málstofur, 209 ágrip og 204 erindi.Dagskrá Þjóðarspegilsins má nálgast hér.
Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Landsbyggðarfólk hrekst á brott vegna slúðurs Rannsóknin er hluti af doktorsverkefni Grétu Bergrúnar Jóhannesdóttur nema við félagsvísindadeild Háskólans á Akureyri um áhrif nærsamfélagsins á búsetu ungra kvenna í sjávarbyggðum. 31. október 2019 13:22 Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Anna ljósa fallin frá Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Sjá meira
Landsbyggðarfólk hrekst á brott vegna slúðurs Rannsóknin er hluti af doktorsverkefni Grétu Bergrúnar Jóhannesdóttur nema við félagsvísindadeild Háskólans á Akureyri um áhrif nærsamfélagsins á búsetu ungra kvenna í sjávarbyggðum. 31. október 2019 13:22