Þjóðskrá mælir ekki með notkun Íslykils þegar stofnað er til fjárhagsskuldbindinga Birgir Olgeirsson skrifar 31. október 2019 20:30 Móðir situr uppi með milljón króna skuld eftir að dóttir hennar stofnaði til umtalsverða viðskipta með hjálp Íslykils. Þjóðskrá mælist til þess að fyrirtæki bjóði viðskiptavinum sínum ekki upp á að nota einfaldan íslykil til að stofna til fjárhagsskuldbindinga. Fjallað var um málið fyrst í Fréttablaðinu í morgun. Dóttir Jónu Guðrúnar Ólafsdóttir, sem er í mikilli neyslu, náði að skrá sig inn á íslykil móður sinnar eftir að hafa reynt 7-8 sinnum að giska á rétt leyniorð. Eftir að hafa aflað sér auðkennið stofnaði hún reikning á greiðsluappinu Pei sem hún notaði til að versla fyrir milljón krónur hjá raftækjaversluninni Elko. Jóna Guðrún uppgötvaði þetta á mánudag og setti sig í samband Greiðslumiðlun, sem á Pei, sem gaf þau svör að viðskiptin væru alfarið á ábyrgð Jónu. „Ég fæ aldrei tilkynningu um að hún hafi verið að reyna að komast þar inn. Það er undarlegt, maður er þarna með símanúmer og tölvupóstfang en fær enga tilkynningu. Ég veit ekki hvernig þetta endar. Ég fæ þau svör frá Greiðslumiðlun að ég eigi að borga þetta og ég var mjög reið þegar ég talaði við þau, eðlilega, því það er ekki á hverjum degi sem maður fær svona reikning.“Hafði lokað á öll önnur auðkenni Jóna er ósátt við að hægt sé að nota svo óörugga leið til að stofna til reikningsviðskipta. Hún hafði skipt um öll önnur lykilorð og auðkenni. „Maður heldur að maður sé öruggur en þá finnur hún einhverja margra ára gamalt greiðsluform, sem ég hélt að væri ekki greiðsluform. Ég hélt að þetta væri bara auðkenni inn í mínar síður hjá sjúkrasamlagi, enda hef ég ekki notað þetta í mörg ár. Ég er alveg viss um að það er fullt af fólki sem er ekki að nota íslykilinn sinn lengur,“ segir Jóna. Mæla með styrktum Íslykli Íslykillinn er á vegum Þjóðskrár en þar fengust þau svör að ekki sé mælst til þess að fyrirtæki notist við einfaldan íslykil þegar stofnað er til reikningsviðskipta. Þjóðskrá býður upp á áhættumat fyrir fyrirtækin til að velja viðeigandi leið til auðkenningar. Hægt er að velja einfaldan Íslykil, styrktan Íslykil og rafrænt skilríki. Þegar stofnað er til fjárhagsskuldbindinga er mælst til þess að fyrirtæki styðjist að lágmarki við styrktan Íslykil þar sem einnig þarf að auðkenna sig með sms-kóða. Inni á Íslyklinum er það þannig að tuttugu tilraunir eru veittar við innskráningu. Ef rétt lykilorð er ekki slegið inn í tuttugustu tilraun er reikningnum lokað. Þeir sem það reyna skilja eftir sig slóð sem er hægt að rekja. Margrét Hauksdóttir, forstjóri Þjóðskrár, segir tilfelli Jónu Guðrúnar gefa tilefni til endurskoðunar á ferlinu. „Þegar svona tilvik kemur upp þá staldra náttúrlega allir við og við förum yfir okkar skilmála, verkferla og uppsetningu á hlutunum almennt séð,“ segir Margrét. Hjá Greiðslumiðlun fengust þau svör að fyrirtækið hafi lokað fyrir Íslykil tímabundið á meðan áreiðanleiki og öryggi innskráningaraðferðarinnar er skoðaður. Netöryggi Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Fleiri fréttir Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Sjá meira
Móðir situr uppi með milljón króna skuld eftir að dóttir hennar stofnaði til umtalsverða viðskipta með hjálp Íslykils. Þjóðskrá mælist til þess að fyrirtæki bjóði viðskiptavinum sínum ekki upp á að nota einfaldan íslykil til að stofna til fjárhagsskuldbindinga. Fjallað var um málið fyrst í Fréttablaðinu í morgun. Dóttir Jónu Guðrúnar Ólafsdóttir, sem er í mikilli neyslu, náði að skrá sig inn á íslykil móður sinnar eftir að hafa reynt 7-8 sinnum að giska á rétt leyniorð. Eftir að hafa aflað sér auðkennið stofnaði hún reikning á greiðsluappinu Pei sem hún notaði til að versla fyrir milljón krónur hjá raftækjaversluninni Elko. Jóna Guðrún uppgötvaði þetta á mánudag og setti sig í samband Greiðslumiðlun, sem á Pei, sem gaf þau svör að viðskiptin væru alfarið á ábyrgð Jónu. „Ég fæ aldrei tilkynningu um að hún hafi verið að reyna að komast þar inn. Það er undarlegt, maður er þarna með símanúmer og tölvupóstfang en fær enga tilkynningu. Ég veit ekki hvernig þetta endar. Ég fæ þau svör frá Greiðslumiðlun að ég eigi að borga þetta og ég var mjög reið þegar ég talaði við þau, eðlilega, því það er ekki á hverjum degi sem maður fær svona reikning.“Hafði lokað á öll önnur auðkenni Jóna er ósátt við að hægt sé að nota svo óörugga leið til að stofna til reikningsviðskipta. Hún hafði skipt um öll önnur lykilorð og auðkenni. „Maður heldur að maður sé öruggur en þá finnur hún einhverja margra ára gamalt greiðsluform, sem ég hélt að væri ekki greiðsluform. Ég hélt að þetta væri bara auðkenni inn í mínar síður hjá sjúkrasamlagi, enda hef ég ekki notað þetta í mörg ár. Ég er alveg viss um að það er fullt af fólki sem er ekki að nota íslykilinn sinn lengur,“ segir Jóna. Mæla með styrktum Íslykli Íslykillinn er á vegum Þjóðskrár en þar fengust þau svör að ekki sé mælst til þess að fyrirtæki notist við einfaldan íslykil þegar stofnað er til reikningsviðskipta. Þjóðskrá býður upp á áhættumat fyrir fyrirtækin til að velja viðeigandi leið til auðkenningar. Hægt er að velja einfaldan Íslykil, styrktan Íslykil og rafrænt skilríki. Þegar stofnað er til fjárhagsskuldbindinga er mælst til þess að fyrirtæki styðjist að lágmarki við styrktan Íslykil þar sem einnig þarf að auðkenna sig með sms-kóða. Inni á Íslyklinum er það þannig að tuttugu tilraunir eru veittar við innskráningu. Ef rétt lykilorð er ekki slegið inn í tuttugustu tilraun er reikningnum lokað. Þeir sem það reyna skilja eftir sig slóð sem er hægt að rekja. Margrét Hauksdóttir, forstjóri Þjóðskrár, segir tilfelli Jónu Guðrúnar gefa tilefni til endurskoðunar á ferlinu. „Þegar svona tilvik kemur upp þá staldra náttúrlega allir við og við förum yfir okkar skilmála, verkferla og uppsetningu á hlutunum almennt séð,“ segir Margrét. Hjá Greiðslumiðlun fengust þau svör að fyrirtækið hafi lokað fyrir Íslykil tímabundið á meðan áreiðanleiki og öryggi innskráningaraðferðarinnar er skoðaður.
Netöryggi Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Fleiri fréttir Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Sjá meira