Aukin kafbátaumferð Rússa „ekki góðar fréttir” Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 31. október 2019 12:30 Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra er staddur á Norðurlandaráðsþingi í Stokkhólmi. norden.org/Magnus Fröderberg Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir að aukin áhersla verði á nýstárlegar ógnir í skýrslu um aukið norrænt samstarf á sviði utanríkis- og öryggismála sem væntanleg er á næsta ári. Hann segir aukna kafbátaumferð Rússa á norðurslóðum vera slæmar fréttir. Á fundi utanríkisráðherra Norðurlanda í Borgarnesi í haust var ákveðið að gera nýja skýrslu um varnarsamstarf á Norðurlöndum, í anda skýrslu sem Thorvald Stoltenberg vann og kom út árið 2009. Á fundi utanríkisráðherra á Norðurlandaráðsþingi í gær náðist samstaða um að Birni Bjarnasyni, fyrrverandi ráðherra, verði falið að vinna nýja skýrslu sem miðað er við að verði tilbúin um mitt næsta ár. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra kynnti áformin í ræðu sinni á Norðurlandaráðsþingi í gær.Sjá einnig: Nýjar tillögur um þróun norræns samstarfs um mitt næsta ár„Það er auðvitað mikill heiður bæði fyrir hann og okkur að hann skuli gera það og það náðist góð samstaða um þá tillögu mína,” segir Guðlaugur Þór. „Það sem hann mun vinna er bara í rauninni sambærileg vinna og Stoltenberg, það eru varnar- og öryggismálin í heild sinni en þá sérstaklega með sérstaka áherslu á þær ógnir sem að voru ekki þá en það tengist þá loftslagsmálunum og netöryggismálunum sérstaklega og sömuleiðis þeirri ógn sem stafar að alþjóðakerfinu sem við höfum byggt okkar samskipti og samvinnu á á undanförnum áratugum.”Aukin umsvif NATO við Ísland beintengd umsvifum Rússa Norska ríkissjónvarpið NRK greindi frá því á mánudag að undanfarna viku hafi umsvif rússneska kafbátaflotans sjaldan eða aldrei verið meiri síðan í kalda stríðinu. Rússneskir kafbátar hafi til að mynda reynt að komast óséðir út í Barnetshaf og Noregshaf frá heimahöfnum í Múmansk og fleiri stöðum. „Það eru ekki góðar fréttir fyrir okkur sem erum á Norður-Atlantshafi að það sé aukin hernaðarumsvif Rússa á þessum slóðum. Við höfum auðvitað séð mikla aukningu bara frá 2014, eða bara frá innlimun Krímskaga og þess vegna hafa umsvif NATO-ríkjanna og Bandaríkjanna verið miklu meiri á Íslandi því að það er í beinu samhengi við þessi auknu umsvif Rússa, þannig að það eru ekki góðar fréttir,” segir Guðlaugur Þór. Rússland Utanríkismál Varnarmál Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent Frítt í Strætó um allt land í dag Innlent Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Erlent Fleiri fréttir Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentína Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Sjá meira
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir að aukin áhersla verði á nýstárlegar ógnir í skýrslu um aukið norrænt samstarf á sviði utanríkis- og öryggismála sem væntanleg er á næsta ári. Hann segir aukna kafbátaumferð Rússa á norðurslóðum vera slæmar fréttir. Á fundi utanríkisráðherra Norðurlanda í Borgarnesi í haust var ákveðið að gera nýja skýrslu um varnarsamstarf á Norðurlöndum, í anda skýrslu sem Thorvald Stoltenberg vann og kom út árið 2009. Á fundi utanríkisráðherra á Norðurlandaráðsþingi í gær náðist samstaða um að Birni Bjarnasyni, fyrrverandi ráðherra, verði falið að vinna nýja skýrslu sem miðað er við að verði tilbúin um mitt næsta ár. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra kynnti áformin í ræðu sinni á Norðurlandaráðsþingi í gær.Sjá einnig: Nýjar tillögur um þróun norræns samstarfs um mitt næsta ár„Það er auðvitað mikill heiður bæði fyrir hann og okkur að hann skuli gera það og það náðist góð samstaða um þá tillögu mína,” segir Guðlaugur Þór. „Það sem hann mun vinna er bara í rauninni sambærileg vinna og Stoltenberg, það eru varnar- og öryggismálin í heild sinni en þá sérstaklega með sérstaka áherslu á þær ógnir sem að voru ekki þá en það tengist þá loftslagsmálunum og netöryggismálunum sérstaklega og sömuleiðis þeirri ógn sem stafar að alþjóðakerfinu sem við höfum byggt okkar samskipti og samvinnu á á undanförnum áratugum.”Aukin umsvif NATO við Ísland beintengd umsvifum Rússa Norska ríkissjónvarpið NRK greindi frá því á mánudag að undanfarna viku hafi umsvif rússneska kafbátaflotans sjaldan eða aldrei verið meiri síðan í kalda stríðinu. Rússneskir kafbátar hafi til að mynda reynt að komast óséðir út í Barnetshaf og Noregshaf frá heimahöfnum í Múmansk og fleiri stöðum. „Það eru ekki góðar fréttir fyrir okkur sem erum á Norður-Atlantshafi að það sé aukin hernaðarumsvif Rússa á þessum slóðum. Við höfum auðvitað séð mikla aukningu bara frá 2014, eða bara frá innlimun Krímskaga og þess vegna hafa umsvif NATO-ríkjanna og Bandaríkjanna verið miklu meiri á Íslandi því að það er í beinu samhengi við þessi auknu umsvif Rússa, þannig að það eru ekki góðar fréttir,” segir Guðlaugur Þór.
Rússland Utanríkismál Varnarmál Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent Frítt í Strætó um allt land í dag Innlent Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Erlent Fleiri fréttir Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentína Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Sjá meira