Myndbönd af árásinni gegn Baghdadi: Varar við því að ISIS muni ná sér á strik aftur Samúel Karl Ólason skrifar 31. október 2019 09:02 Loftmynd af húsinu sem Baghdadi hélt til í og svo mynd af svæðinu eftir að húsið hafði verið jafnað við jörðu. Vísir/Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna Hershöfðinginn Kenneth McKenzie Jr. segir að líklega muni það taka forsvarsmenn Íslamska ríkisins einhvern tíma að ná sér á strik á nýjan leik, eftir að Abu Bakr al-Baghdadi, leiðtogi samtakanna, dó um síðustu helgi. Það muni þó gerast því hugmyndafræði ISIS sé enn til staðar. Þá segir hann líklegt að ISIS-liðar muni reyna hefndarárásir gegn Bandaríkjunum. Þetta kom fram í máli hershöfðingjans sem stýrði aðgerðinni gegn Baghdadi í Sýrlandi. Hann ræddi við blaðamenn í gærkvöldi og sýndi hann sömuleiðis myndefni frá árásinni sjálfri. Undirbúningur fyrir aðgerðina hafði staðið yfir lengi og var markmiðið að handsama eða fella Baghdadi. Þegar hermenn höfðu króað Baghdadi af í göngum undir girta húsið sem hann bjó í, sprengdi hann sig og tvö börn sín í loft upp. Áður höfðu fregnir borist af því að börnin hefðu verið þrjú. McKenzie sagði að talið væri að Baghdadi hefði haldið til í Idlib, nokkra kílómetra frá landamærum Tyrklands, vegna þess mikla þrýstings sem hafi verið beitt gegn ISIS-liðum annars staðar í Sýrlandi. Eins og áður hefur komið fram voru hermennirnir fluttir á vettvang með þyrlum og varðir af árásarþyrlum, dróna og orrustuþotum.Sjá einnig: Hvernig hermenn Bandaríkjanna duttu í „lukkupottinn“Þegar þyrlunum var flogið yfir svæðið var skotið á þær. Hópur manna, sem McKenzie sagði að hefðu líklega ekki verið ISIS-liðar, skaut á þyrlurnar og voru þeir felldir úr lofti. Bæði með loftárás og skotum úr árásarþyrlunum.Hermenn úr sérsveitum sem kallast „Delta Force“ tóku þátt í aðgerðinni. Hér má sjá hóp þeirra nálgast húsið. McKenzie segir að búið hafa verið að gera ráð fyrir því að börn yrðu í húsinu. Svo var raunin. Ellefu börn voru í húsinu auk annarra óvopnaðra aðila. Hershöfðinginn segir vel hafi verið komið fram við börnin og óvopnað fólk. Hins vegar hafi fimm aðilar ógnað hermönnunum og ekki hlýtt skipunum um að gefast upp. Þau voru felld en þar var um að ræða fjórar konur og einn mann.Eftir að búið var að bera kennsl á Baghdadi segir McKenzi að útför hans hafi farið fram á sjó. Það sé í samræmi við alþjóðalög varðandi hernað. Þegar aðgerðum á vettvangi var lokið var sprengjum varpað á húsið. McKenzie segir það hafa verið gert til að tryggja að húsið yrði ekki notað í áróðursskyni og það myndi ekki verða að einhvers konar tákni fyrir ISIS-liða. Bandaríkin Sýrland Tengdar fréttir Rændu brókum Baghdadi Sýrlenskir Kúrdar segjast hafa komið njósnara fyrir í innsta hring Abu Bakr al-Baghdadi, leiðtoga Íslamska ríkisins, sem hafi stolið nærbrókum hans. Þeir segja njósnarann hafa sömuleiðis leitt bandaríska hermenn að samastað Baghdadi. 29. október 2019 11:15 Tveir í haldi Bandaríkjanna eftir aðgerðina gegn al-Baghdadi Tveir voru handsamaðir í hernaðaraðgerðum Bandaríkjahers í norðurhluta Sýrlands sem varð til þess að leiðtogi ISIS, Abu Bakr al-Baghdadi sprengdi sig í loft upp eftir að hafa verið króaður af. 28. október 2019 20:26 Hvernig hermenn Bandaríkjanna duttu í „lukkupottinn“ Hópur hermanna sem tilheyra sérsveit sem ber nafnið "Delta Force“ var fluttur með átta herþyrlum að húsi Baghdadi í Idlib, þar sem vígamenn hliðhollir al-Qaeda ráða ríkjum. Þar fundu þeir Abu Bakr al-Baghdadi, leiðtoga Íslamska ríkisins. 28. október 2019 12:00 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Sjá meira
Hershöfðinginn Kenneth McKenzie Jr. segir að líklega muni það taka forsvarsmenn Íslamska ríkisins einhvern tíma að ná sér á strik á nýjan leik, eftir að Abu Bakr al-Baghdadi, leiðtogi samtakanna, dó um síðustu helgi. Það muni þó gerast því hugmyndafræði ISIS sé enn til staðar. Þá segir hann líklegt að ISIS-liðar muni reyna hefndarárásir gegn Bandaríkjunum. Þetta kom fram í máli hershöfðingjans sem stýrði aðgerðinni gegn Baghdadi í Sýrlandi. Hann ræddi við blaðamenn í gærkvöldi og sýndi hann sömuleiðis myndefni frá árásinni sjálfri. Undirbúningur fyrir aðgerðina hafði staðið yfir lengi og var markmiðið að handsama eða fella Baghdadi. Þegar hermenn höfðu króað Baghdadi af í göngum undir girta húsið sem hann bjó í, sprengdi hann sig og tvö börn sín í loft upp. Áður höfðu fregnir borist af því að börnin hefðu verið þrjú. McKenzie sagði að talið væri að Baghdadi hefði haldið til í Idlib, nokkra kílómetra frá landamærum Tyrklands, vegna þess mikla þrýstings sem hafi verið beitt gegn ISIS-liðum annars staðar í Sýrlandi. Eins og áður hefur komið fram voru hermennirnir fluttir á vettvang með þyrlum og varðir af árásarþyrlum, dróna og orrustuþotum.Sjá einnig: Hvernig hermenn Bandaríkjanna duttu í „lukkupottinn“Þegar þyrlunum var flogið yfir svæðið var skotið á þær. Hópur manna, sem McKenzie sagði að hefðu líklega ekki verið ISIS-liðar, skaut á þyrlurnar og voru þeir felldir úr lofti. Bæði með loftárás og skotum úr árásarþyrlunum.Hermenn úr sérsveitum sem kallast „Delta Force“ tóku þátt í aðgerðinni. Hér má sjá hóp þeirra nálgast húsið. McKenzie segir að búið hafa verið að gera ráð fyrir því að börn yrðu í húsinu. Svo var raunin. Ellefu börn voru í húsinu auk annarra óvopnaðra aðila. Hershöfðinginn segir vel hafi verið komið fram við börnin og óvopnað fólk. Hins vegar hafi fimm aðilar ógnað hermönnunum og ekki hlýtt skipunum um að gefast upp. Þau voru felld en þar var um að ræða fjórar konur og einn mann.Eftir að búið var að bera kennsl á Baghdadi segir McKenzi að útför hans hafi farið fram á sjó. Það sé í samræmi við alþjóðalög varðandi hernað. Þegar aðgerðum á vettvangi var lokið var sprengjum varpað á húsið. McKenzie segir það hafa verið gert til að tryggja að húsið yrði ekki notað í áróðursskyni og það myndi ekki verða að einhvers konar tákni fyrir ISIS-liða.
Bandaríkin Sýrland Tengdar fréttir Rændu brókum Baghdadi Sýrlenskir Kúrdar segjast hafa komið njósnara fyrir í innsta hring Abu Bakr al-Baghdadi, leiðtoga Íslamska ríkisins, sem hafi stolið nærbrókum hans. Þeir segja njósnarann hafa sömuleiðis leitt bandaríska hermenn að samastað Baghdadi. 29. október 2019 11:15 Tveir í haldi Bandaríkjanna eftir aðgerðina gegn al-Baghdadi Tveir voru handsamaðir í hernaðaraðgerðum Bandaríkjahers í norðurhluta Sýrlands sem varð til þess að leiðtogi ISIS, Abu Bakr al-Baghdadi sprengdi sig í loft upp eftir að hafa verið króaður af. 28. október 2019 20:26 Hvernig hermenn Bandaríkjanna duttu í „lukkupottinn“ Hópur hermanna sem tilheyra sérsveit sem ber nafnið "Delta Force“ var fluttur með átta herþyrlum að húsi Baghdadi í Idlib, þar sem vígamenn hliðhollir al-Qaeda ráða ríkjum. Þar fundu þeir Abu Bakr al-Baghdadi, leiðtoga Íslamska ríkisins. 28. október 2019 12:00 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Sjá meira
Rændu brókum Baghdadi Sýrlenskir Kúrdar segjast hafa komið njósnara fyrir í innsta hring Abu Bakr al-Baghdadi, leiðtoga Íslamska ríkisins, sem hafi stolið nærbrókum hans. Þeir segja njósnarann hafa sömuleiðis leitt bandaríska hermenn að samastað Baghdadi. 29. október 2019 11:15
Tveir í haldi Bandaríkjanna eftir aðgerðina gegn al-Baghdadi Tveir voru handsamaðir í hernaðaraðgerðum Bandaríkjahers í norðurhluta Sýrlands sem varð til þess að leiðtogi ISIS, Abu Bakr al-Baghdadi sprengdi sig í loft upp eftir að hafa verið króaður af. 28. október 2019 20:26
Hvernig hermenn Bandaríkjanna duttu í „lukkupottinn“ Hópur hermanna sem tilheyra sérsveit sem ber nafnið "Delta Force“ var fluttur með átta herþyrlum að húsi Baghdadi í Idlib, þar sem vígamenn hliðhollir al-Qaeda ráða ríkjum. Þar fundu þeir Abu Bakr al-Baghdadi, leiðtoga Íslamska ríkisins. 28. október 2019 12:00