Ætlar ekki að borga Ari Brynjólfsson skrifar 31. október 2019 06:15 "Þetta eru háar fjárhæðir sem er verið að svíkja út úr fyrirtæki sem veltir ekki miklu. Ég tek ekki þátt í þessu.“ Vísir/Vilhelm „Ég er búinn að fara yfir þetta með lögmanni og ætla ekki að borga,“ segir eigandi fyrirtækis í Reykjavík sem féll í gildru óprúttinna aðila og svaraði svikabréfi. Fyrirtækjaeigandinn, sem vildi alls ekki láta nafns síns getið, segir að hann hafi talið að bréfið væri tengt viðskiptum við birgja í Þýskalandi. Bréfið er frá V-R-E í Þýskalandi sem biður um skráningu í óljósum tengslum við evrópsk persónuverndarlög. Í smáa letrinu kemur í ljós að með því að svara er fyrirtækið skuldbundið til að greiða 711 evrur, nærri 100 þúsund krónur, árlega í þrjú ár. Í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins segir V-R-E að fyrirtæki fái í staðinn skráningu á vefnum v-r-e.eu.Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda.Líkt og greint var frá í blaðinu í fyrradag fékk fyrirtækið reikning og ítrekun frá V-R-E og taldi eigandinn best að borga til að reikningurinn færi ekki í innheimtu. Eigandanum hefur nú snúist hugur. „Þetta eru háar fjárhæðir sem er verið að svíkja út úr fyrirtæki sem veltir ekki miklu. Ég tek ekki þátt í þessu.“ Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, kannast við bréf af þessu tagi. „Þetta er augljóslega þjónusta sem fyrirtæki þurfa ekki á að halda og við ráðum félagsmönnum okkar eindregið frá því að þiggja þessi boð,“ segir hann. Segir hann félagið ávallt tilbúið að ráðleggja fyrirtækjaeigendum sem eru í vafa um hvernig eigi að svara svona bréfum, en hæpið sé að gengið verði á eftir greiðslum, gangi fólk í gildruna og skrifi undir. Birtist í Fréttablaðinu Netöryggi Tengdar fréttir Háar greiðslur vegna svikabréfs „Það voru mikil mistök að svara þessu bréfi. Ég hélt að þetta væri beiðni um virðisaukaskattsnúmer vegna viðskipta minna við fyrirtæki í Þýskalandi. Ég las ekki smáa letrið.“ 29. október 2019 06:15 Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Fleiri fréttir Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Sjá meira
„Ég er búinn að fara yfir þetta með lögmanni og ætla ekki að borga,“ segir eigandi fyrirtækis í Reykjavík sem féll í gildru óprúttinna aðila og svaraði svikabréfi. Fyrirtækjaeigandinn, sem vildi alls ekki láta nafns síns getið, segir að hann hafi talið að bréfið væri tengt viðskiptum við birgja í Þýskalandi. Bréfið er frá V-R-E í Þýskalandi sem biður um skráningu í óljósum tengslum við evrópsk persónuverndarlög. Í smáa letrinu kemur í ljós að með því að svara er fyrirtækið skuldbundið til að greiða 711 evrur, nærri 100 þúsund krónur, árlega í þrjú ár. Í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins segir V-R-E að fyrirtæki fái í staðinn skráningu á vefnum v-r-e.eu.Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda.Líkt og greint var frá í blaðinu í fyrradag fékk fyrirtækið reikning og ítrekun frá V-R-E og taldi eigandinn best að borga til að reikningurinn færi ekki í innheimtu. Eigandanum hefur nú snúist hugur. „Þetta eru háar fjárhæðir sem er verið að svíkja út úr fyrirtæki sem veltir ekki miklu. Ég tek ekki þátt í þessu.“ Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, kannast við bréf af þessu tagi. „Þetta er augljóslega þjónusta sem fyrirtæki þurfa ekki á að halda og við ráðum félagsmönnum okkar eindregið frá því að þiggja þessi boð,“ segir hann. Segir hann félagið ávallt tilbúið að ráðleggja fyrirtækjaeigendum sem eru í vafa um hvernig eigi að svara svona bréfum, en hæpið sé að gengið verði á eftir greiðslum, gangi fólk í gildruna og skrifi undir.
Birtist í Fréttablaðinu Netöryggi Tengdar fréttir Háar greiðslur vegna svikabréfs „Það voru mikil mistök að svara þessu bréfi. Ég hélt að þetta væri beiðni um virðisaukaskattsnúmer vegna viðskipta minna við fyrirtæki í Þýskalandi. Ég las ekki smáa letrið.“ 29. október 2019 06:15 Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Fleiri fréttir Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Sjá meira
Háar greiðslur vegna svikabréfs „Það voru mikil mistök að svara þessu bréfi. Ég hélt að þetta væri beiðni um virðisaukaskattsnúmer vegna viðskipta minna við fyrirtæki í Þýskalandi. Ég las ekki smáa letrið.“ 29. október 2019 06:15