Nöfn dómþola verða afmáð úr dómum ári eftir birtingu Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 30. október 2019 06:15 Rétturinn til að gleymast varð til árið 2014 vegna aukins aðgangs að upplýsingum með tilkomu veraldarvefsins. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Nöfn þeirra sem hlotið hafa dóm fyrir refsivert brot verða afmáð úr dómum á vefsíðum dómstólanna einu ári eftir birtingu, sé þess óskað. Kveðið er á um þetta í nýjum reglum sem Dómstólasýslan hefur sett um birtingu dóma og úrskurða á vefsíðum íslenskra dómstóla. Reglan gildir einnig um aðila einkamáls sem óska nafnleyndar og tekur til bæði einstaklinga og lögaðila eftir atvikum. „Þessi regla var þegar í gildi fyrir héraðsdómstólana en gildir nú fyrir öll dómstigin,“ segir Benedikt Bogason, formaður stjórnar dómstólasýslunnar. Hann segir að helsta breytingin sé fólgin í því að nú gildi samræmdar reglur fyrir öll dómstigin og hver og einn dómstóll beri ábyrgð á því að reglunum sé fylgt. Unnið hefur verið að breyttu fyrirkomulagi um birtingu dóma um nokkurt skeið, ekki síst vegna sjónarmiða um persónuvernd og friðhelgi einkalífs. Skiptar skoðanir um málið komu meðal annars fram á málþingi Dómstólasýslunnar síðasta haust. Í erindi Ingibjargar Þorsteinsdóttur, formanns Dómarafélags Íslands, kom meðal annars fram að takmarkanir á birtingu dóma gætu komið illa við almenning, með vísan til aukins vantrausts til dómstólanna, ekki síst í kynferðisbrotamálum. Ingibjörg lýsti einnig efasemdum um nafnleynd þeirra sem sakfelldir eru fyrir refsiverð brot. „Ég er nú bara þeirrar skoðunar að nöfn þeirra geti átt erindi við almenning,“ sagði Ingibjörg í erindi sínu. Í reglunum, sem birtar voru 14. október á vef Dómstólasýslunnar er miðað við að nafnleyndar sé gætt í dómsúrlausnum. Ákærði er þó nafngreindur ef hann er sakfelldur nema hann sé undir átján ára aldri eða nafnbirting hans sé andstæð hagsmunum brotaþola eða annarra vitna. Í einkamálum eru nöfn aðila birt nema sérstök ástæða sé til nafnleyndar til dæmis vegna viðkvæmra persónulegra mála. Þegar ár er liðið frá birtingu dóms, hvort heldur er í einkamáli eða sakamáli, geta aðilar máls óskað eftir því að nafn þeirra sé afmáð og ber þá að verða við slíkri beiðni. Í reglunum eru taldar nokkrar tegundir dómsúrlausna sem ekki eru birtar á vef héraðsdómstólanna, svo sem úrskurði og dóma í barnaverndarmálum, forræðismálum, málum er varða nauðungarvistun, hjónaskilnaði og skipti milli hjóna, erfðamál, mál er varða kröfur um gjaldþrotaskipti, opinber skipti, nauðasamninga og greiðslustöðvun, auk úrskurða sem kveðnir eru upp undir rekstri máls og fela ekki í sér lokaniðurstöðu þess. Dómstjórar hafa þó undanþáguheimild til að kveða á um birtingu dómsúrlausnar sem ekki á að birta samkvæmt reglunum og kveða á um að úrlausn sem á að birta skuli ekki birt. Rökstuðning um slíkar ákvarðanir ber að skrá í málaskrá og bréfabók héraðsdóms. Framangreindar skorður taka ekki til æðri dómstiga og verði málum vísað til Landsréttar og eftir atvikum til Hæstaréttar, ber að birta dómsúrlausnir þeirra auk dómsúrlausnar málsins í héraði. Þá er kveðið á um að æðri dómstigin geti ákveðið að gæta nafnleyndar eða afmáð atriði úr dómsúrlausnum í ríkari mæli en leiðir af reglunum ef sérstakar ástæður mæla með, svo sem þegar hagsmunir hlutaðeigandi eru sérstaklega þungvægir eða vegna fámenns landsvæðis þar sem atvik máls gerðust eða þau eru tengd við. Birtist í Fréttablaðinu Dómstólar Mest lesið Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira
Nöfn þeirra sem hlotið hafa dóm fyrir refsivert brot verða afmáð úr dómum á vefsíðum dómstólanna einu ári eftir birtingu, sé þess óskað. Kveðið er á um þetta í nýjum reglum sem Dómstólasýslan hefur sett um birtingu dóma og úrskurða á vefsíðum íslenskra dómstóla. Reglan gildir einnig um aðila einkamáls sem óska nafnleyndar og tekur til bæði einstaklinga og lögaðila eftir atvikum. „Þessi regla var þegar í gildi fyrir héraðsdómstólana en gildir nú fyrir öll dómstigin,“ segir Benedikt Bogason, formaður stjórnar dómstólasýslunnar. Hann segir að helsta breytingin sé fólgin í því að nú gildi samræmdar reglur fyrir öll dómstigin og hver og einn dómstóll beri ábyrgð á því að reglunum sé fylgt. Unnið hefur verið að breyttu fyrirkomulagi um birtingu dóma um nokkurt skeið, ekki síst vegna sjónarmiða um persónuvernd og friðhelgi einkalífs. Skiptar skoðanir um málið komu meðal annars fram á málþingi Dómstólasýslunnar síðasta haust. Í erindi Ingibjargar Þorsteinsdóttur, formanns Dómarafélags Íslands, kom meðal annars fram að takmarkanir á birtingu dóma gætu komið illa við almenning, með vísan til aukins vantrausts til dómstólanna, ekki síst í kynferðisbrotamálum. Ingibjörg lýsti einnig efasemdum um nafnleynd þeirra sem sakfelldir eru fyrir refsiverð brot. „Ég er nú bara þeirrar skoðunar að nöfn þeirra geti átt erindi við almenning,“ sagði Ingibjörg í erindi sínu. Í reglunum, sem birtar voru 14. október á vef Dómstólasýslunnar er miðað við að nafnleyndar sé gætt í dómsúrlausnum. Ákærði er þó nafngreindur ef hann er sakfelldur nema hann sé undir átján ára aldri eða nafnbirting hans sé andstæð hagsmunum brotaþola eða annarra vitna. Í einkamálum eru nöfn aðila birt nema sérstök ástæða sé til nafnleyndar til dæmis vegna viðkvæmra persónulegra mála. Þegar ár er liðið frá birtingu dóms, hvort heldur er í einkamáli eða sakamáli, geta aðilar máls óskað eftir því að nafn þeirra sé afmáð og ber þá að verða við slíkri beiðni. Í reglunum eru taldar nokkrar tegundir dómsúrlausna sem ekki eru birtar á vef héraðsdómstólanna, svo sem úrskurði og dóma í barnaverndarmálum, forræðismálum, málum er varða nauðungarvistun, hjónaskilnaði og skipti milli hjóna, erfðamál, mál er varða kröfur um gjaldþrotaskipti, opinber skipti, nauðasamninga og greiðslustöðvun, auk úrskurða sem kveðnir eru upp undir rekstri máls og fela ekki í sér lokaniðurstöðu þess. Dómstjórar hafa þó undanþáguheimild til að kveða á um birtingu dómsúrlausnar sem ekki á að birta samkvæmt reglunum og kveða á um að úrlausn sem á að birta skuli ekki birt. Rökstuðning um slíkar ákvarðanir ber að skrá í málaskrá og bréfabók héraðsdóms. Framangreindar skorður taka ekki til æðri dómstiga og verði málum vísað til Landsréttar og eftir atvikum til Hæstaréttar, ber að birta dómsúrlausnir þeirra auk dómsúrlausnar málsins í héraði. Þá er kveðið á um að æðri dómstigin geti ákveðið að gæta nafnleyndar eða afmáð atriði úr dómsúrlausnum í ríkari mæli en leiðir af reglunum ef sérstakar ástæður mæla með, svo sem þegar hagsmunir hlutaðeigandi eru sérstaklega þungvægir eða vegna fámenns landsvæðis þar sem atvik máls gerðust eða þau eru tengd við.
Birtist í Fréttablaðinu Dómstólar Mest lesið Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira