Baráttan um fiskimiðin Sif Sigmarsdóttir skrifar 9. nóvember 2019 07:15 Sem barn þoldi ég ekki soðinn fisk stappaðan í kartöflur. Í minningunni var rétturinn á borðum að minnsta kosti þrisvar í viku á uppeldisárum mínum. En fjarlægðin gerir fjöllin blá. Í dag grípur mig reglulega fortíðarþrá og djúpstæð löngun í stappaðan fisk. Ég kaupi stundum íslenskan þorsk hér í London þar sem ég bý. Mér dytti þó aldrei í hug að stappa hann út í óbreyttar kartöflur. Hvers vegna ekki? Kílóverðið á íslenskum þorski í stórmarkaðnum sem ég versla í er rúm 23 pund, eða 3.700 krónur. Til samanburðar er kílóverðið á kjúklingnum sem ég kaupi undir sama vörumerki 800 krónur. Í Bretlandi er verð á íslenskum þorski svipað og á góðri nautasteik. Slíkan munaðarvarning stappar maður einfaldlega ekki út í kartöflur. Í vikunni var kynnt til sögunnar við mikinn fögnuð nýtt íslenskt lággjaldaflugfélag, Play. Atvinnugreinar koma og fara. Bankabólan sprakk. Túristavertíðin stendur nú sem hæst. Einn er þó sá atvinnuvegur sem er eins og rauður þráður gegnum atvinnusögu Íslendinga. Um aldamótin 1900 birtust við strendur Íslands risastór erlend skip úr stáli sem voru knúin áfram af gufuafli. Þetta voru mikil ferlíki í samanburði við litlu árabátana sem Íslendingar notuðust við. Um var að ræða breska togara. Þeir ruddust inn á fiskimiðin með botnvörpur sem hreinsuðu upp fisk eins og ryksugur eftir að hafa gert út af við þorskstofninn við eigin strendur. Ágangur þessara erlendu togskipa var svo mikill að menn höfðu á orði að ástandið væri á við að togararnir toguðu upp í kálgörðum bænda. Margir óttuðust að þessi stórvirku veiðarfæri myndu gera út af við fiskistofna við landið. Árið 1905 eignuðust Íslendingar sinn fyrsta togara. Togaraflotinn óx hratt og á fyrstu þremur áratugum 20. aldar fimmfaldaðist fiskafli Íslendinga. Fiskveiðar voru kraftaverkið sem kippti Íslandi loks út úr hinum myrku miðöldum inn í nútímann. Þær voru undirstaðan að efnahag landsins og nýfengnum auðæfum þess. Íslendingar voru staðráðnir í að leyfa engum að ógna helsta lífsviðurværi sínu. Árið 1901 gerðu Danmörk og Bretland samning um þriggja mílna landhelgi umhverfis Ísland og Færeyjar. Bresku togararnir urðu að halda sig fyrir utan það svæði. En þegar leið á öldina tóku Íslendingar sjálfir upp á því að stækka landhelgi sína. Bretar urðu brjálaðir. Upphófst hin sögufræga barátta um fiskimiðin kringum Ísland sem hlaut heitið þorskastríðin.Fordæmalaust góðærisskeið Enn er sjávarútvegurinn ein mikilvægasta atvinnugrein Íslendinga. Eins og undirrituð er óþyrmilega minnt á í hvert sinn sem hún kaupir í matinn fer heimsmarkaðsverð á þorski stöðugt hækkandi og eftirspurnin eykst. Það hljóta að teljast góð tíðindi fyrir íslenskan almenning. Eða hvað? Í nýlegri úttekt á Kjarnanum fjallar ritstjórinn Þórður Snær Júlíusson um arðsemi sjávarútvegsins sem hefur átt „fordæmalaust góðærisskeið síðastliðinn áratug“. Í greininni kemur fram að frá árinu 2010 hafi íslensk sjávarútvegsfyrirtæki greitt eigendum sínum 92,5 milljarða króna í arð og hagur fyrirtækjanna hafi vænkast um 447,5 milljarða króna frá árinu 2008 til loka síðasta árs. Almenningur hefur þó ekki notið góðs af velgengni greinarinnar að sama marki. Frá árinu 2011 og út síðasta ár greiddi sjávarútvegurinn 63,3 milljarða króna í veiðigjöld. Þórði Snæ reiknast til að hagur sjávarútvegsfyrirtækja landsins á umræddu tímabili hafi aukist um sjö sinnum þá upphæð sem greidd hefur verið í veiðigjöld fyrir afnot af auðlindinni, sameign íslensku þjóðarinnar. Fiskveiðar eru undirstaða efnahags landsins – arðurinn gæti verið styrk undirstaða velferðar þjóðarinnar. Íslendingar ættu að berjast af jafnmikilli staðfestu fyrir eðlilegri hlutdeild í hagnaði sjávarútvegsins og þeir börðust gegn Bretum fyrir útvíkkun landhelginnar. Má vera að kominn sé tími á nýtt þorskastríð? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sif Sigmarsdóttir Sjávarútvegur Mest lesið 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Þrælar bankanna, lykiltölur Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Sem barn þoldi ég ekki soðinn fisk stappaðan í kartöflur. Í minningunni var rétturinn á borðum að minnsta kosti þrisvar í viku á uppeldisárum mínum. En fjarlægðin gerir fjöllin blá. Í dag grípur mig reglulega fortíðarþrá og djúpstæð löngun í stappaðan fisk. Ég kaupi stundum íslenskan þorsk hér í London þar sem ég bý. Mér dytti þó aldrei í hug að stappa hann út í óbreyttar kartöflur. Hvers vegna ekki? Kílóverðið á íslenskum þorski í stórmarkaðnum sem ég versla í er rúm 23 pund, eða 3.700 krónur. Til samanburðar er kílóverðið á kjúklingnum sem ég kaupi undir sama vörumerki 800 krónur. Í Bretlandi er verð á íslenskum þorski svipað og á góðri nautasteik. Slíkan munaðarvarning stappar maður einfaldlega ekki út í kartöflur. Í vikunni var kynnt til sögunnar við mikinn fögnuð nýtt íslenskt lággjaldaflugfélag, Play. Atvinnugreinar koma og fara. Bankabólan sprakk. Túristavertíðin stendur nú sem hæst. Einn er þó sá atvinnuvegur sem er eins og rauður þráður gegnum atvinnusögu Íslendinga. Um aldamótin 1900 birtust við strendur Íslands risastór erlend skip úr stáli sem voru knúin áfram af gufuafli. Þetta voru mikil ferlíki í samanburði við litlu árabátana sem Íslendingar notuðust við. Um var að ræða breska togara. Þeir ruddust inn á fiskimiðin með botnvörpur sem hreinsuðu upp fisk eins og ryksugur eftir að hafa gert út af við þorskstofninn við eigin strendur. Ágangur þessara erlendu togskipa var svo mikill að menn höfðu á orði að ástandið væri á við að togararnir toguðu upp í kálgörðum bænda. Margir óttuðust að þessi stórvirku veiðarfæri myndu gera út af við fiskistofna við landið. Árið 1905 eignuðust Íslendingar sinn fyrsta togara. Togaraflotinn óx hratt og á fyrstu þremur áratugum 20. aldar fimmfaldaðist fiskafli Íslendinga. Fiskveiðar voru kraftaverkið sem kippti Íslandi loks út úr hinum myrku miðöldum inn í nútímann. Þær voru undirstaðan að efnahag landsins og nýfengnum auðæfum þess. Íslendingar voru staðráðnir í að leyfa engum að ógna helsta lífsviðurværi sínu. Árið 1901 gerðu Danmörk og Bretland samning um þriggja mílna landhelgi umhverfis Ísland og Færeyjar. Bresku togararnir urðu að halda sig fyrir utan það svæði. En þegar leið á öldina tóku Íslendingar sjálfir upp á því að stækka landhelgi sína. Bretar urðu brjálaðir. Upphófst hin sögufræga barátta um fiskimiðin kringum Ísland sem hlaut heitið þorskastríðin.Fordæmalaust góðærisskeið Enn er sjávarútvegurinn ein mikilvægasta atvinnugrein Íslendinga. Eins og undirrituð er óþyrmilega minnt á í hvert sinn sem hún kaupir í matinn fer heimsmarkaðsverð á þorski stöðugt hækkandi og eftirspurnin eykst. Það hljóta að teljast góð tíðindi fyrir íslenskan almenning. Eða hvað? Í nýlegri úttekt á Kjarnanum fjallar ritstjórinn Þórður Snær Júlíusson um arðsemi sjávarútvegsins sem hefur átt „fordæmalaust góðærisskeið síðastliðinn áratug“. Í greininni kemur fram að frá árinu 2010 hafi íslensk sjávarútvegsfyrirtæki greitt eigendum sínum 92,5 milljarða króna í arð og hagur fyrirtækjanna hafi vænkast um 447,5 milljarða króna frá árinu 2008 til loka síðasta árs. Almenningur hefur þó ekki notið góðs af velgengni greinarinnar að sama marki. Frá árinu 2011 og út síðasta ár greiddi sjávarútvegurinn 63,3 milljarða króna í veiðigjöld. Þórði Snæ reiknast til að hagur sjávarútvegsfyrirtækja landsins á umræddu tímabili hafi aukist um sjö sinnum þá upphæð sem greidd hefur verið í veiðigjöld fyrir afnot af auðlindinni, sameign íslensku þjóðarinnar. Fiskveiðar eru undirstaða efnahags landsins – arðurinn gæti verið styrk undirstaða velferðar þjóðarinnar. Íslendingar ættu að berjast af jafnmikilli staðfestu fyrir eðlilegri hlutdeild í hagnaði sjávarútvegsins og þeir börðust gegn Bretum fyrir útvíkkun landhelginnar. Má vera að kominn sé tími á nýtt þorskastríð?
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun