Tveir fimmtán ára drengir á meðal hinna látnu í gámnum Sylvía Hall skrifar 8. nóvember 2019 20:32 Málið hefur vakið mikinn óhug um allan heim. Vísir/Getty Lögregla hefur birt nöfn þeirra 39 sem fundust látin í kæligámi flutningabíls í Essex í Bretlandi þann 23. október síðastliðinn. Öll hinna látnu voru víetnamskir ríkisborgarar. Tíu hinna látnu voru undir tvítugu og þar af tveir drengir aðeins fimmtán ára gamlir, þeir Dinh Dinh Binh og Nguyen Huy Hung. Elsta fórnarlambið var hinn 44 ára gamli Le Ngoc Thanh samkvæmt lista sem BBC hefur birt. Í gámnum fundust 31 karlmaður og átta konur.Sjá einnig: Segja vörubílinn hafa verið í bílalest sem flutti yfir hundrað innflytjendur Lögregla hafði áður gefið það út að nokkurn tíma gæti tekið að bera kennsl á líkin þar sem um væri að ræða umfangsmikla aðgerð. Voru fingraför, húðflúr, ör, tanngreiningar og DNA-próf notuð til þess að bera kennsl á hin látnu. Öll fórnarlömbin eru frá Víetnam en áður var talið að um væri að ræða kínverska ríkisborgara. Eftir að áhyggjufullar fjölskyldur í Víetnam fóru að setja sig í samband við yfirvöld í Bretlandi og lýsa yfir áhyggjum af ástvinum sínum kom fljótlega í ljós að áhyggjur þeirra væru á rökum reistar.„Mamma. Ég elska þig og pabba svo mikið.“ Hin 26 ára gamla Pham Thi Tra My var einnig á meðal fórnarlambanna. Degi áður en líkin fundust í gámi bílsins hafði hún sent móður sinni skilaboð þar sem hún sagði ferðalag sitt hafa mistekist. „Mér þykir svo fyrir þessu, mamma og pabbi. Ferðalagið til útlanda tókst ekki. Mamma. Ég elska þig og pabba svo mikið. Ég er að deyja vegna þess að ég get ekki andað. Ég er frá Can Loc Ha Tinh. Víetnam. Mamma. Mér þykir fyrir þessu,“ sagði í skilaboðum Tra My.Pham Thi Tra My var 26 ára.Bróðir Tra My fullyrti að hann hafði þurft að greiða tæplega fimm milljónir íslenskra króna fyrir það að koma systur sinni til Bretlands. Hann hefði síðast heyrt í henni í Belgíu en hún lagði af stað frá Víetnam þann 3. október. Bílstjóri vörubílsins, hinn norður-írski Maurice Robinson, hefur verið í úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna málsins grunaður um 39 manndráp. Þá var einnig lýst eftir tveimur norður-írskum bræðrum í tengslum við rannsóknina en þeir eru einnig grunaðir um manndráp og mansal. Bretland England Víetnam Tengdar fréttir Segja vörubílinn hafa verið í bílalest sem flutti yfir hundrað innflytjendur Ættingjar sumra þeirra 39 sem óttast er að hafi látist um borð í tengivagni vörubíls sem fannst í Essex í Bretlandi í vikunni hafi verið hluti af þriggja bíla vörubílalest. Segja þeir að yfir 100 innflytjendur hafi verið fluttir til Bretlands með vörubílunum. 26. október 2019 14:30 Fólkið sem lést í gámnum var allt Víetnamar Upphaflega var talið að 39 manns sem fundust látnir í gámabíl væru Kínverjar. 1. nóvember 2019 22:33 Biður bræður um að gefa sig fram vegna vörubílsins í Essex Lögregla í Bretlandi hefur lýst eftir tveimur norður-írskum bræðrum í tengslum við rannsókn á dauða 39 manna sem fundust látin í vörubíl í bænum Grays í síðasta mánuði. 1. nóvember 2019 11:35 Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar Erlent Fleiri fréttir Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Sjá meira
Lögregla hefur birt nöfn þeirra 39 sem fundust látin í kæligámi flutningabíls í Essex í Bretlandi þann 23. október síðastliðinn. Öll hinna látnu voru víetnamskir ríkisborgarar. Tíu hinna látnu voru undir tvítugu og þar af tveir drengir aðeins fimmtán ára gamlir, þeir Dinh Dinh Binh og Nguyen Huy Hung. Elsta fórnarlambið var hinn 44 ára gamli Le Ngoc Thanh samkvæmt lista sem BBC hefur birt. Í gámnum fundust 31 karlmaður og átta konur.Sjá einnig: Segja vörubílinn hafa verið í bílalest sem flutti yfir hundrað innflytjendur Lögregla hafði áður gefið það út að nokkurn tíma gæti tekið að bera kennsl á líkin þar sem um væri að ræða umfangsmikla aðgerð. Voru fingraför, húðflúr, ör, tanngreiningar og DNA-próf notuð til þess að bera kennsl á hin látnu. Öll fórnarlömbin eru frá Víetnam en áður var talið að um væri að ræða kínverska ríkisborgara. Eftir að áhyggjufullar fjölskyldur í Víetnam fóru að setja sig í samband við yfirvöld í Bretlandi og lýsa yfir áhyggjum af ástvinum sínum kom fljótlega í ljós að áhyggjur þeirra væru á rökum reistar.„Mamma. Ég elska þig og pabba svo mikið.“ Hin 26 ára gamla Pham Thi Tra My var einnig á meðal fórnarlambanna. Degi áður en líkin fundust í gámi bílsins hafði hún sent móður sinni skilaboð þar sem hún sagði ferðalag sitt hafa mistekist. „Mér þykir svo fyrir þessu, mamma og pabbi. Ferðalagið til útlanda tókst ekki. Mamma. Ég elska þig og pabba svo mikið. Ég er að deyja vegna þess að ég get ekki andað. Ég er frá Can Loc Ha Tinh. Víetnam. Mamma. Mér þykir fyrir þessu,“ sagði í skilaboðum Tra My.Pham Thi Tra My var 26 ára.Bróðir Tra My fullyrti að hann hafði þurft að greiða tæplega fimm milljónir íslenskra króna fyrir það að koma systur sinni til Bretlands. Hann hefði síðast heyrt í henni í Belgíu en hún lagði af stað frá Víetnam þann 3. október. Bílstjóri vörubílsins, hinn norður-írski Maurice Robinson, hefur verið í úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna málsins grunaður um 39 manndráp. Þá var einnig lýst eftir tveimur norður-írskum bræðrum í tengslum við rannsóknina en þeir eru einnig grunaðir um manndráp og mansal.
Bretland England Víetnam Tengdar fréttir Segja vörubílinn hafa verið í bílalest sem flutti yfir hundrað innflytjendur Ættingjar sumra þeirra 39 sem óttast er að hafi látist um borð í tengivagni vörubíls sem fannst í Essex í Bretlandi í vikunni hafi verið hluti af þriggja bíla vörubílalest. Segja þeir að yfir 100 innflytjendur hafi verið fluttir til Bretlands með vörubílunum. 26. október 2019 14:30 Fólkið sem lést í gámnum var allt Víetnamar Upphaflega var talið að 39 manns sem fundust látnir í gámabíl væru Kínverjar. 1. nóvember 2019 22:33 Biður bræður um að gefa sig fram vegna vörubílsins í Essex Lögregla í Bretlandi hefur lýst eftir tveimur norður-írskum bræðrum í tengslum við rannsókn á dauða 39 manna sem fundust látin í vörubíl í bænum Grays í síðasta mánuði. 1. nóvember 2019 11:35 Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar Erlent Fleiri fréttir Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Sjá meira
Segja vörubílinn hafa verið í bílalest sem flutti yfir hundrað innflytjendur Ættingjar sumra þeirra 39 sem óttast er að hafi látist um borð í tengivagni vörubíls sem fannst í Essex í Bretlandi í vikunni hafi verið hluti af þriggja bíla vörubílalest. Segja þeir að yfir 100 innflytjendur hafi verið fluttir til Bretlands með vörubílunum. 26. október 2019 14:30
Fólkið sem lést í gámnum var allt Víetnamar Upphaflega var talið að 39 manns sem fundust látnir í gámabíl væru Kínverjar. 1. nóvember 2019 22:33
Biður bræður um að gefa sig fram vegna vörubílsins í Essex Lögregla í Bretlandi hefur lýst eftir tveimur norður-írskum bræðrum í tengslum við rannsókn á dauða 39 manna sem fundust látin í vörubíl í bænum Grays í síðasta mánuði. 1. nóvember 2019 11:35