Nýi Neymar stimplaði sig inn hjá Real Madrid Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. nóvember 2019 09:00 Rodrygo var í miklu stuði með Real Madrid í gærkvöldi. Ótrúlegt að hann sé að gera þetta átján ára gamall á stærsta sviðinu. Getty/Quality Sport Images Í mörg ár var Brasilíumaðurinn Neymar orðaður við spænska stórliðið Real Madrid. Neymar fór hins vegar fyrst til Barcelona og svo til Paris Saint Germain. Í gærkvöldi sáu stuðningsmenn Real Madrid nýjustu stjörnu liðsins síns stimpla sig inn og áttuðu sig um leið á því að þeir eru nú komnir með „uppfærða“ útgáfu af Neymar. Hinn átján ára gamli Rodrygo skoraði þrennu í 6-0 sigri Real Madrid á Galatasaray í Meistaradeildinni í gærkvöldi. Aðeins einn yngri leikmaður hefur skorað þrennu fyrir Real Madrid og það var sjálfur Raul. Rodrygo er þegar kominn með viðurnefnið „Nýi Neymar“ eftir að hann fór sömu leið og sá eldri eða frá Santos og til Spánar. Rodrygo fór hins vegar ekki til Barcelona heldur til Real Madrid.Brazilian forward Rodrygo has announced himself on club football's biggest stage with a 'perfect' hat-trick for Real Madrid. https://t.co/uDeEbWLYJH pic.twitter.com/fCD6Beif95 — BBC Sport (@BBCSport) November 7, 2019 Það hefur verið ekki vitað mikið um þennan strák sem er jafnhár og Neymar eða 174 sentímetrar. Rodrygo heitir fullu nafni Rodrygo Silva de Goes og fæddist 9. janúar 2001. Hann kom í sumar til Real Madrid og hefur síðan skorað fimm sinnum í fyrstu sex leikjunum með félaginu. „Draumur rættist hjá mér þegar ég heyrði allan Bernabeu leikvanginn syngja nafnið mitt. Ég er svo ánægður og þetta er búið að vera frábært kvöld. Ég þarf samt að reyna að halda ró minni,“ sagði Rodrygo eftir leik.@RodrygoGoes: "Hey madridistas, it's Rodrygo! I'm really happy with the team's victory tonight and with my first hat-trick! HALA MADRID!" #RMUCL | #HalaMadridpic.twitter.com/NMYzotag3a — Real Madrid C.F. (@realmadriden) November 6, 2019 Rodrygo skoraði fullkomna þrennu á Bernabeu í gær. Hann skoraði fyrst með vinstri fótar skot á fjórðu mínútu og bætti síðan við skallamarki á sjöundu mínútu. Brasilíumaðurinn Marcelo lagði upp bæði mörkin fyrir ungan landann sinn. Rodrygo varð þar með fyrstur í Meistaradeildinni til að skora tvisvar á fyrstu sjö mínútunum.18 years, 301 days. Youngest player ever to score a perfect UCL hat-trick. All in a day’s work. pic.twitter.com/DeVRDKIXGZ — B/R Football (@brfootball) November 6, 2019 Rodrygo lagði síðan upp mark fyrir Karim Benzema áður en hann innsiglaði þrennuna í uppbótatíma, nú með hægri fótar skoti eftir sendingu frá Benzema. Mark með vinstri, skalla og hægri fæti. Ekki slæmt við átján ára gamlan strák, á stóra sviðinu með einu af stærstu félögum heims. „Hann kom mér ekki á óvart. Hann er klár, fljótur að læra og er ólmur í að læra og bæta sinn leik. Hann þarf að styrkja sig líkamlega en hvað varðar tækni þá þekkir hann allt sem hægt er að geta með boltann,“ sagði knattspyrnustjórinn Zinedine Zidane. „Rodrygo er aðeins átján ára gamall en hann óttast ekkert. Ég elska að sjá ungan fótboltamann spila svona,“ sagði Karim Benzema um Rodrygo. The youngest players to achieve a perfect hat-trick in the Champions League: 18-301 RODRYGO GOES 20-306 Kylian Mbappé 22-312 Michael Owen 22-354 Karim Benzema 24-060 Harry Kane 24-237 Samuel Eto’o — MisterChip (English) (@MisterChiping) November 6, 2019 Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Lars sendi kveðju til Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Sjá meira
Í mörg ár var Brasilíumaðurinn Neymar orðaður við spænska stórliðið Real Madrid. Neymar fór hins vegar fyrst til Barcelona og svo til Paris Saint Germain. Í gærkvöldi sáu stuðningsmenn Real Madrid nýjustu stjörnu liðsins síns stimpla sig inn og áttuðu sig um leið á því að þeir eru nú komnir með „uppfærða“ útgáfu af Neymar. Hinn átján ára gamli Rodrygo skoraði þrennu í 6-0 sigri Real Madrid á Galatasaray í Meistaradeildinni í gærkvöldi. Aðeins einn yngri leikmaður hefur skorað þrennu fyrir Real Madrid og það var sjálfur Raul. Rodrygo er þegar kominn með viðurnefnið „Nýi Neymar“ eftir að hann fór sömu leið og sá eldri eða frá Santos og til Spánar. Rodrygo fór hins vegar ekki til Barcelona heldur til Real Madrid.Brazilian forward Rodrygo has announced himself on club football's biggest stage with a 'perfect' hat-trick for Real Madrid. https://t.co/uDeEbWLYJH pic.twitter.com/fCD6Beif95 — BBC Sport (@BBCSport) November 7, 2019 Það hefur verið ekki vitað mikið um þennan strák sem er jafnhár og Neymar eða 174 sentímetrar. Rodrygo heitir fullu nafni Rodrygo Silva de Goes og fæddist 9. janúar 2001. Hann kom í sumar til Real Madrid og hefur síðan skorað fimm sinnum í fyrstu sex leikjunum með félaginu. „Draumur rættist hjá mér þegar ég heyrði allan Bernabeu leikvanginn syngja nafnið mitt. Ég er svo ánægður og þetta er búið að vera frábært kvöld. Ég þarf samt að reyna að halda ró minni,“ sagði Rodrygo eftir leik.@RodrygoGoes: "Hey madridistas, it's Rodrygo! I'm really happy with the team's victory tonight and with my first hat-trick! HALA MADRID!" #RMUCL | #HalaMadridpic.twitter.com/NMYzotag3a — Real Madrid C.F. (@realmadriden) November 6, 2019 Rodrygo skoraði fullkomna þrennu á Bernabeu í gær. Hann skoraði fyrst með vinstri fótar skot á fjórðu mínútu og bætti síðan við skallamarki á sjöundu mínútu. Brasilíumaðurinn Marcelo lagði upp bæði mörkin fyrir ungan landann sinn. Rodrygo varð þar með fyrstur í Meistaradeildinni til að skora tvisvar á fyrstu sjö mínútunum.18 years, 301 days. Youngest player ever to score a perfect UCL hat-trick. All in a day’s work. pic.twitter.com/DeVRDKIXGZ — B/R Football (@brfootball) November 6, 2019 Rodrygo lagði síðan upp mark fyrir Karim Benzema áður en hann innsiglaði þrennuna í uppbótatíma, nú með hægri fótar skoti eftir sendingu frá Benzema. Mark með vinstri, skalla og hægri fæti. Ekki slæmt við átján ára gamlan strák, á stóra sviðinu með einu af stærstu félögum heims. „Hann kom mér ekki á óvart. Hann er klár, fljótur að læra og er ólmur í að læra og bæta sinn leik. Hann þarf að styrkja sig líkamlega en hvað varðar tækni þá þekkir hann allt sem hægt er að geta með boltann,“ sagði knattspyrnustjórinn Zinedine Zidane. „Rodrygo er aðeins átján ára gamall en hann óttast ekkert. Ég elska að sjá ungan fótboltamann spila svona,“ sagði Karim Benzema um Rodrygo. The youngest players to achieve a perfect hat-trick in the Champions League: 18-301 RODRYGO GOES 20-306 Kylian Mbappé 22-312 Michael Owen 22-354 Karim Benzema 24-060 Harry Kane 24-237 Samuel Eto’o — MisterChip (English) (@MisterChiping) November 6, 2019
Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Lars sendi kveðju til Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Sjá meira