Börnum með offitu synjað um tryggingu Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 6. nóvember 2019 19:30 Dreng með offitu og hefur verið í Heilsuskólanum, úrræði Barnaspítalans fyrir feit börn, hefur tvisvar verið synjað um barnatryggingu hjá Verði. Fyrst þegar hann var tíu ára og svo þegar hann var tólf ára. Ástæðan er einfaldlega þyngd hans. Í samtali við fréttastofu segir faðir drengsins að hann sé hraustur, ekki með háan blóðsykur, álag á liðakerfi eða aðra kvilla. Allir aðrir í fjölskyldunni séu tryggðir hjá Verði, meira að segja hundurinn. Systkini hans fái sama mataræði og hann, sama aðbúnað, og þau fái tryggingu enda séu þau í kjörþyngd.Annað synjunarbréfa sem faðir drengsins fékk eftir að hafa sótt um barnatryggingu fyrir hann.grafík/hafsteinnLæknir í Heilsuskólanum staðfestir við fréttastofu að nokkur dæmi séu um að börnum sem þar eru í meðferð sé hafnað um sjúkdómatryggingu. Könnun fréttastofu leiðir í ljós að hjá Sjóvá og VÍS hafi þyngd og hæð engin áhrif á umsókn um tryggingu. Hjá TM og Verði eru nokkur dæmi um að umsókn hafi verið synjað vegna þyngdar barns en það er sjaldgæft. Ef barn fær synjun hjá TM er málinu lokið, barnið fær enga tryggingu. Hjá Verði er hægt að sækja um annars konar tryggingu, sem hefur enga áhættumælingu og öll börn hafa rétt á. Þar er þó bótaþak. „En af því að það er ekkert áhættumat þá þarf tryggingin að vera dýrari, þótt hún sé á sambærilegu verði og hin, eða með lægri bótafjárhæðum en bótaliðirnir eru þeir sömu og snúa að örorku- og sjúkdómatryggingu,“ segir Sigurður Óli Kolbeinsson, framkvæmdastjóri tjóna og stofnstýringar hjá Verði.Stuðst við BMI-stuðul Sigurður Óli segir notast við BMI stuðul, sem er reiknaður sérstaklega með tilliti til barna, við áhættumat. Mörkin eru byggð á upplýsingum frá endurtryggjendum.Sigurður Óli Kolbeinsson, framkvæmdastjóri tjóna og stofnstýringar hjá Verði, segir afar sjaldgæft að börnum sé synjað um tryggingu en ef það gerist þá sé þeim boðin öðruvísi trygging án áhættumats.„Þannig virka tryggingar, þær byggja á gögnum til að meta áhættu og verðleggja tryggingar,“ segir hann. En af hverju þarf að synja þungum börnum? „Synjun byggir á því að ofþyngd hafi áhrif á bótaþætti sem eru í tryggingunni.“ Ef barnið er þungt er leitað til lækna og sjúkraskrár skoðaðar. Þar kemur t.d. fram ef barn hefur sótt meðferð hjá Heilsuskólanum. Synjun vegna ofþyngdar gerist líka hjá fullorðnu fólki, þótt reikningsdæmið líti aðeins öðruvísi út. „Þá er miðað við BMI-stuðul og það kemur álag á trygginguna, því hærra eftir því sem stuðullinn er hár - í nokkrum þrepum. Ef BMI-stuðullinn er orðinn mjög hár getur það leitt til höfnunar,“ segir Sigurður Óli en þá er engin önnur trygging í boði, ekkert b-plan, heldur fær viðkomandi fullorðni einstaklingur einfaldlega ekki tryggingu. „En í barnatryggingum er ekkert álag eftir þyngd, bara annað hvort eða,“ segir Sigurður og útskýrir að BMI-stuðullinn þurfi að vera mjög hár til að fá synjun og því fátítt að það gerist með börn. Börn og uppeldi Kompás Tryggingar Tengdar fréttir Þúsundir íslenskra barna með offitu: „Þessar tölur slá mann niður“ Íslenskum börnum fjölgar hratt sem eru skilgreind með offitu. Athygli vekur hátt hlutfall of feitra meðal unglingsdrengja en tíundi hver drengur í níunda bekk er með offitu. 4. nóvember 2019 08:30 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
Dreng með offitu og hefur verið í Heilsuskólanum, úrræði Barnaspítalans fyrir feit börn, hefur tvisvar verið synjað um barnatryggingu hjá Verði. Fyrst þegar hann var tíu ára og svo þegar hann var tólf ára. Ástæðan er einfaldlega þyngd hans. Í samtali við fréttastofu segir faðir drengsins að hann sé hraustur, ekki með háan blóðsykur, álag á liðakerfi eða aðra kvilla. Allir aðrir í fjölskyldunni séu tryggðir hjá Verði, meira að segja hundurinn. Systkini hans fái sama mataræði og hann, sama aðbúnað, og þau fái tryggingu enda séu þau í kjörþyngd.Annað synjunarbréfa sem faðir drengsins fékk eftir að hafa sótt um barnatryggingu fyrir hann.grafík/hafsteinnLæknir í Heilsuskólanum staðfestir við fréttastofu að nokkur dæmi séu um að börnum sem þar eru í meðferð sé hafnað um sjúkdómatryggingu. Könnun fréttastofu leiðir í ljós að hjá Sjóvá og VÍS hafi þyngd og hæð engin áhrif á umsókn um tryggingu. Hjá TM og Verði eru nokkur dæmi um að umsókn hafi verið synjað vegna þyngdar barns en það er sjaldgæft. Ef barn fær synjun hjá TM er málinu lokið, barnið fær enga tryggingu. Hjá Verði er hægt að sækja um annars konar tryggingu, sem hefur enga áhættumælingu og öll börn hafa rétt á. Þar er þó bótaþak. „En af því að það er ekkert áhættumat þá þarf tryggingin að vera dýrari, þótt hún sé á sambærilegu verði og hin, eða með lægri bótafjárhæðum en bótaliðirnir eru þeir sömu og snúa að örorku- og sjúkdómatryggingu,“ segir Sigurður Óli Kolbeinsson, framkvæmdastjóri tjóna og stofnstýringar hjá Verði.Stuðst við BMI-stuðul Sigurður Óli segir notast við BMI stuðul, sem er reiknaður sérstaklega með tilliti til barna, við áhættumat. Mörkin eru byggð á upplýsingum frá endurtryggjendum.Sigurður Óli Kolbeinsson, framkvæmdastjóri tjóna og stofnstýringar hjá Verði, segir afar sjaldgæft að börnum sé synjað um tryggingu en ef það gerist þá sé þeim boðin öðruvísi trygging án áhættumats.„Þannig virka tryggingar, þær byggja á gögnum til að meta áhættu og verðleggja tryggingar,“ segir hann. En af hverju þarf að synja þungum börnum? „Synjun byggir á því að ofþyngd hafi áhrif á bótaþætti sem eru í tryggingunni.“ Ef barnið er þungt er leitað til lækna og sjúkraskrár skoðaðar. Þar kemur t.d. fram ef barn hefur sótt meðferð hjá Heilsuskólanum. Synjun vegna ofþyngdar gerist líka hjá fullorðnu fólki, þótt reikningsdæmið líti aðeins öðruvísi út. „Þá er miðað við BMI-stuðul og það kemur álag á trygginguna, því hærra eftir því sem stuðullinn er hár - í nokkrum þrepum. Ef BMI-stuðullinn er orðinn mjög hár getur það leitt til höfnunar,“ segir Sigurður Óli en þá er engin önnur trygging í boði, ekkert b-plan, heldur fær viðkomandi fullorðni einstaklingur einfaldlega ekki tryggingu. „En í barnatryggingum er ekkert álag eftir þyngd, bara annað hvort eða,“ segir Sigurður og útskýrir að BMI-stuðullinn þurfi að vera mjög hár til að fá synjun og því fátítt að það gerist með börn.
Börn og uppeldi Kompás Tryggingar Tengdar fréttir Þúsundir íslenskra barna með offitu: „Þessar tölur slá mann niður“ Íslenskum börnum fjölgar hratt sem eru skilgreind með offitu. Athygli vekur hátt hlutfall of feitra meðal unglingsdrengja en tíundi hver drengur í níunda bekk er með offitu. 4. nóvember 2019 08:30 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
Þúsundir íslenskra barna með offitu: „Þessar tölur slá mann niður“ Íslenskum börnum fjölgar hratt sem eru skilgreind með offitu. Athygli vekur hátt hlutfall of feitra meðal unglingsdrengja en tíundi hver drengur í níunda bekk er með offitu. 4. nóvember 2019 08:30