Segja brottvísunina ekki í samræmi við lög um mannúð Kristín Ólafsdóttir skrifar 6. nóvember 2019 14:12 Mynd sem No Borders Iceland birtu af konunni þegar hún gekkst undir skoðun á spítala í fyrrakvöld. Mynd/No borders iceland Rauði krossinn harmar framkvæmd brottvísunar albönsku konunnar sem vísað var úr landi í gær. Þá hafi brottvísunin ekki verið í samræmi við lög um mannúð í málefnum útlendinga. Mál konunnar og fjölskyldu hennar, sem komu til Albaníu seint í gærkvöldi, hefur vakið mikla athygli. Konan er gengin 36 vikur en var vísað úr landi þrátt fyrir að vera með vottorð frá heilbrigðisstarfsfólki á Landspítalanum um að hún væri með stoðkerfisverki og ætti erfitt með langt flug. Í yfirlýsingu Rauða krossins er áréttað að brottvísunin hafi verið í andstöðu við ráðleggingar heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu um að þungaðar konur í áhættuhópi fari ekki í flug eftir 32. vikna meðgöngu, en albanska konan var í slíkum hópi vegna fyrri meðgöngu „Brottvísun er þvingunarúrræði sem getur valdið mikilli streitu og kvíða. Streita á móður getur haft alvarlegar og óafturkræfar afleiðingar fyrir hana og ófætt barn hennar,“ segir í yfirlýsingu Rauða krossins. „Rauði krossinn harmar framkvæmd þessa og að ekki hafi verið staldrað við, sér í lagi þegar fyrir lá nýtt læknisvottorð sem stangaðist á við eldra vottorð. Í hinu nýja vottorði var ekki mælt með flutningi og þar segir að konan sé slæm af stoðkerfisverkjum í baki og ætti erfitt með langt flug.“ Þá er vísað í 2. grein laga um útlendinga. Þar segir að markmið laganna sé m.a. að tryggja mannúðlega meðferð stjórnvalda í málefnum útlendinga. „Meðferð á fjölskyldunni var að mati Rauða krossins ekki í samræmi við markmið laganna um mannúð, burtséð frá því hvort verklag sem þetta hafi verið viðhaft áður og Útlendingastofnun telji sig hafa farið eftir öllum reglum eins og fram kom í máli setts forstjóra stofnunarinnar í Kastljósi í gær. Með hliðsjón af aðstæðum í þessu máli hefði flutningur ekki átt að fara fram á þessum tímapunkti svo lífi og móður barns væri ekki stefnt í hættu.“ Þá þurfi verklag í þessum málum að laga. Rauði krossinn telji ekki forsvaranlegt að „túlkun Útlendingastofnunar eða ríkislögreglustjóra geti ráðið úrslitum um hvort að brottflutningur fer fram eða ekki þegar.“ „Heilbrigðisvottorð þurfa að taka af allan vafa um hvort óhætt sé að flytja fólk sem synjað hefur verið um alþjóðlega vernd eða ekki. Úr þessu verklagi verður að bæta strax, hvort um sé að ræða verklag Útlendingastofnunar, ríkislögreglustjóra eða verklag í heilbrigðiskerfinu sem varðar þennan viðkvæma hóp. Brotalöm í kerfinu varðar líf og heilsu einstaklinga. Á bakvið tölur er raunverulegt fólk eins og skýrt sást í fjölmiðlum í gær.“ Hælisleitendur Tengdar fréttir Segir VG sitja með „fallega klæddum fasistum“ við ríkisstjórnarborðið Hallgrímur Helgason, rithöfundur krefst afsagnar dómsmálaráðherra, ríkislögreglustjóra og forstjóra Útlendingastofnunar. 5. nóvember 2019 16:43 Komin til Albaníu eftir nítján klukkustunda ferðalag Albanska fjölskyldan sem vísað var úr landi snemma í gærmorgun er komin til Albaníu, að því er fram kemur í færslu á Facebook-síðu samtakanna No Borders Iceland. 6. nóvember 2019 08:03 Þingmenn fordæma meðferðina á albanskri konu Þingmenn Viðreisnar, Samfylkingar og Pírata lýstu vanþóknun sinni á meðferð albönsku konunnar og fjölskyldu hennar á Alþingi í dag. 5. nóvember 2019 20:26 Útlendingastofnun segist ekki hafa gert mistök Útlendingastofnun segist ekki hafa gert mistök í máli barnshafandi konu sem vísað var úr landi ásamt fjölskyldu sinni í nótt. Heilbrigðisstarfsmenn hjá mæðravernd og Embætti Landlæknis telja stofnuna hafa farið gegn ráðleggingum heilbrigðisstarfsmanna. 5. nóvember 2019 19:00 Segja að kasóléttri konu hafi verið vísað fyrirvaralaust úr landi Samtökin fullyrða að konunni hafi verið vísað úr landi þrátt fyrir að ljósmóðir og læknar á Mæðravernd hafi gefið út læknisvottorð þess efnis að hún ætti ekki að fljúga. 5. nóvember 2019 11:15 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
Rauði krossinn harmar framkvæmd brottvísunar albönsku konunnar sem vísað var úr landi í gær. Þá hafi brottvísunin ekki verið í samræmi við lög um mannúð í málefnum útlendinga. Mál konunnar og fjölskyldu hennar, sem komu til Albaníu seint í gærkvöldi, hefur vakið mikla athygli. Konan er gengin 36 vikur en var vísað úr landi þrátt fyrir að vera með vottorð frá heilbrigðisstarfsfólki á Landspítalanum um að hún væri með stoðkerfisverki og ætti erfitt með langt flug. Í yfirlýsingu Rauða krossins er áréttað að brottvísunin hafi verið í andstöðu við ráðleggingar heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu um að þungaðar konur í áhættuhópi fari ekki í flug eftir 32. vikna meðgöngu, en albanska konan var í slíkum hópi vegna fyrri meðgöngu „Brottvísun er þvingunarúrræði sem getur valdið mikilli streitu og kvíða. Streita á móður getur haft alvarlegar og óafturkræfar afleiðingar fyrir hana og ófætt barn hennar,“ segir í yfirlýsingu Rauða krossins. „Rauði krossinn harmar framkvæmd þessa og að ekki hafi verið staldrað við, sér í lagi þegar fyrir lá nýtt læknisvottorð sem stangaðist á við eldra vottorð. Í hinu nýja vottorði var ekki mælt með flutningi og þar segir að konan sé slæm af stoðkerfisverkjum í baki og ætti erfitt með langt flug.“ Þá er vísað í 2. grein laga um útlendinga. Þar segir að markmið laganna sé m.a. að tryggja mannúðlega meðferð stjórnvalda í málefnum útlendinga. „Meðferð á fjölskyldunni var að mati Rauða krossins ekki í samræmi við markmið laganna um mannúð, burtséð frá því hvort verklag sem þetta hafi verið viðhaft áður og Útlendingastofnun telji sig hafa farið eftir öllum reglum eins og fram kom í máli setts forstjóra stofnunarinnar í Kastljósi í gær. Með hliðsjón af aðstæðum í þessu máli hefði flutningur ekki átt að fara fram á þessum tímapunkti svo lífi og móður barns væri ekki stefnt í hættu.“ Þá þurfi verklag í þessum málum að laga. Rauði krossinn telji ekki forsvaranlegt að „túlkun Útlendingastofnunar eða ríkislögreglustjóra geti ráðið úrslitum um hvort að brottflutningur fer fram eða ekki þegar.“ „Heilbrigðisvottorð þurfa að taka af allan vafa um hvort óhætt sé að flytja fólk sem synjað hefur verið um alþjóðlega vernd eða ekki. Úr þessu verklagi verður að bæta strax, hvort um sé að ræða verklag Útlendingastofnunar, ríkislögreglustjóra eða verklag í heilbrigðiskerfinu sem varðar þennan viðkvæma hóp. Brotalöm í kerfinu varðar líf og heilsu einstaklinga. Á bakvið tölur er raunverulegt fólk eins og skýrt sást í fjölmiðlum í gær.“
Hælisleitendur Tengdar fréttir Segir VG sitja með „fallega klæddum fasistum“ við ríkisstjórnarborðið Hallgrímur Helgason, rithöfundur krefst afsagnar dómsmálaráðherra, ríkislögreglustjóra og forstjóra Útlendingastofnunar. 5. nóvember 2019 16:43 Komin til Albaníu eftir nítján klukkustunda ferðalag Albanska fjölskyldan sem vísað var úr landi snemma í gærmorgun er komin til Albaníu, að því er fram kemur í færslu á Facebook-síðu samtakanna No Borders Iceland. 6. nóvember 2019 08:03 Þingmenn fordæma meðferðina á albanskri konu Þingmenn Viðreisnar, Samfylkingar og Pírata lýstu vanþóknun sinni á meðferð albönsku konunnar og fjölskyldu hennar á Alþingi í dag. 5. nóvember 2019 20:26 Útlendingastofnun segist ekki hafa gert mistök Útlendingastofnun segist ekki hafa gert mistök í máli barnshafandi konu sem vísað var úr landi ásamt fjölskyldu sinni í nótt. Heilbrigðisstarfsmenn hjá mæðravernd og Embætti Landlæknis telja stofnuna hafa farið gegn ráðleggingum heilbrigðisstarfsmanna. 5. nóvember 2019 19:00 Segja að kasóléttri konu hafi verið vísað fyrirvaralaust úr landi Samtökin fullyrða að konunni hafi verið vísað úr landi þrátt fyrir að ljósmóðir og læknar á Mæðravernd hafi gefið út læknisvottorð þess efnis að hún ætti ekki að fljúga. 5. nóvember 2019 11:15 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
Segir VG sitja með „fallega klæddum fasistum“ við ríkisstjórnarborðið Hallgrímur Helgason, rithöfundur krefst afsagnar dómsmálaráðherra, ríkislögreglustjóra og forstjóra Útlendingastofnunar. 5. nóvember 2019 16:43
Komin til Albaníu eftir nítján klukkustunda ferðalag Albanska fjölskyldan sem vísað var úr landi snemma í gærmorgun er komin til Albaníu, að því er fram kemur í færslu á Facebook-síðu samtakanna No Borders Iceland. 6. nóvember 2019 08:03
Þingmenn fordæma meðferðina á albanskri konu Þingmenn Viðreisnar, Samfylkingar og Pírata lýstu vanþóknun sinni á meðferð albönsku konunnar og fjölskyldu hennar á Alþingi í dag. 5. nóvember 2019 20:26
Útlendingastofnun segist ekki hafa gert mistök Útlendingastofnun segist ekki hafa gert mistök í máli barnshafandi konu sem vísað var úr landi ásamt fjölskyldu sinni í nótt. Heilbrigðisstarfsmenn hjá mæðravernd og Embætti Landlæknis telja stofnuna hafa farið gegn ráðleggingum heilbrigðisstarfsmanna. 5. nóvember 2019 19:00
Segja að kasóléttri konu hafi verið vísað fyrirvaralaust úr landi Samtökin fullyrða að konunni hafi verið vísað úr landi þrátt fyrir að ljósmóðir og læknar á Mæðravernd hafi gefið út læknisvottorð þess efnis að hún ætti ekki að fljúga. 5. nóvember 2019 11:15