Á að vinna að útfærslu á sykurskatti Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 5. nóvember 2019 12:36 Aðgerðaáætlun Landlæknis gerir ráð fyrir 20 prósenta hækkun á sætum gosdrykkjum. Fréttablaðið/Heiða Í aðgerðaráætlun til að draga úr tíðni offitu frá Embætti landlæknis frá árinu 2013 er fyrsti punktur á blaði að beita sykurskatti. Nú í maí skilaði embættið aftur aðgerðaáætlun og þar er sykurskattur aftur efstur á blaði. Dóra Guðrún Guðmundsdóttir, sviðsstjóri hjá embættinu segir rannsóknir sýna að ein áhrifaríkasta leiðin til að draga úr tíðni offitu sé að skattleggja óhollustu. „Og þá sérstaklega gosdrykki. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hefur bent á að hækkun þurfi að vera 20% svo það verði einhver raunveruleg breyting á hegðun.“ Dóra Guðrún Guðmundsdóttir, sviðsstjóri hjá Embætti landlæknis, segir sykurskattinn vera aftur kominn á dagskrá. Dóra segir sykurskatt nú aftur vera til skoðunar og það sé ánægjulegt að segja frá því að heilbrigðisráðherra hafi ákeðið að setja á fót hóp til að vinna að útfærslu á sykurskatti. Hún segir að sérstaklega þurfi að huga að gosdrykkjum og aðgengi að þeim. Rannsóknir sýni að aðgengi Íslendinga að sykruðum vörum sé mun betra en í nágrannalöndunum og jafnframt að Íslendingar eigi Norðurlandamet í sykurneyslu. Þá vill embættið að aðgengi að grænmeti og ávöxtum verði gert auðveldara og skattur afnuminn. Meiri fræðslu í skólana Hugmyndin hefur í mörg ár verið á borði landlæknis, og ráðherra í málaflokknum, án raunverulegra aðgerða. Ætli það breytist nú? „Ég hef trú á því að það sé verið að skoða þetta af alvöru núna. Við höfum einu sinni prófað sykurskatt en það var ekki hækkað nógu mikið og það var ekki með lýðheilsumarkmiði heldur einhverju öðru. Ég hef trú á að ef það verður gert núna verði það gert að lýðheilsusjónarmiði með því markmiði að óholla valið verði erfiðara,“ segir Dóra. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, var í Bítinu á Bylgjunni í morgun að ræða umfjöllunarefni Kompáss á Vísi í gær. Þátturinn fjallar um offitu íslenskra barna, sem hefur aukist síðustu fimm ár. Katrín sagði ábendingar landlæknis góðar og sérstaklega þegar kemur að áherslu á heilsueflingu. Frístundastyrkir hafi einnig vegið þungt til að hvetja börn til hreyfingar. „En við þurfum að velta fyrir okkur matarræðinu, hvort það þurfi meiri fræðslu og umræðu inn í skólana,“ sagði Katrín og kom þá upp orðið heilsulæsi meðal þáttastjórnenda. Katrín tók undir mikilvægi þess. „Velferð barna er einn af grunnþáttum í aðalnámskrá svo það er ekkert sem mælir gegn því að það verði lögð meiri áhersla á þetta innan skólanna.“ Klippa: Bítið - Það þarf að koma heilsulæsi inn í menntakerfið Börn og uppeldi Kompás Skattar og tollar Gosdrykkir Tengdar fréttir Segir Embætti landlæknis ekki sópa offitu undir teppið Embætti landlæknis segir mikilvægt að nota aðferðir sem skaða sem minnst þegar kemur að forvörnum vegna offitu. Annað auki á jaðarsetningu enda séu fitufordómar ríkjandi á Íslandi. 4. nóvember 2019 21:00 Þúsundir íslenskra barna með offitu: „Þessar tölur slá mann niður“ Íslenskum börnum fjölgar hratt sem eru skilgreind með offitu. Athygli vekur hátt hlutfall of feitra meðal unglingsdrengja en tíundi hver drengur í níunda bekk er með offitu. 4. nóvember 2019 08:30 Fimmti hver unglingsdrengur á Vestfjörðum er of feitur Fimmti hver unglingsdrengur á Vestfjörðum er of feitur samkvæmt nýjustu mælingum á ofþyngd íslenskra grunnskólabarna. Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða segir að vestfirsk börn labbi eða hjóli sjaldnar í skólann en jafnaldrar þeirra annars staðar á landinu. Tölurnar komi honum þó á óvart og kallar hann eftir rannsóknum á offitu barna. 4. nóvember 2019 14:07 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Fleiri fréttir „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Sjá meira
Í aðgerðaráætlun til að draga úr tíðni offitu frá Embætti landlæknis frá árinu 2013 er fyrsti punktur á blaði að beita sykurskatti. Nú í maí skilaði embættið aftur aðgerðaáætlun og þar er sykurskattur aftur efstur á blaði. Dóra Guðrún Guðmundsdóttir, sviðsstjóri hjá embættinu segir rannsóknir sýna að ein áhrifaríkasta leiðin til að draga úr tíðni offitu sé að skattleggja óhollustu. „Og þá sérstaklega gosdrykki. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hefur bent á að hækkun þurfi að vera 20% svo það verði einhver raunveruleg breyting á hegðun.“ Dóra Guðrún Guðmundsdóttir, sviðsstjóri hjá Embætti landlæknis, segir sykurskattinn vera aftur kominn á dagskrá. Dóra segir sykurskatt nú aftur vera til skoðunar og það sé ánægjulegt að segja frá því að heilbrigðisráðherra hafi ákeðið að setja á fót hóp til að vinna að útfærslu á sykurskatti. Hún segir að sérstaklega þurfi að huga að gosdrykkjum og aðgengi að þeim. Rannsóknir sýni að aðgengi Íslendinga að sykruðum vörum sé mun betra en í nágrannalöndunum og jafnframt að Íslendingar eigi Norðurlandamet í sykurneyslu. Þá vill embættið að aðgengi að grænmeti og ávöxtum verði gert auðveldara og skattur afnuminn. Meiri fræðslu í skólana Hugmyndin hefur í mörg ár verið á borði landlæknis, og ráðherra í málaflokknum, án raunverulegra aðgerða. Ætli það breytist nú? „Ég hef trú á því að það sé verið að skoða þetta af alvöru núna. Við höfum einu sinni prófað sykurskatt en það var ekki hækkað nógu mikið og það var ekki með lýðheilsumarkmiði heldur einhverju öðru. Ég hef trú á að ef það verður gert núna verði það gert að lýðheilsusjónarmiði með því markmiði að óholla valið verði erfiðara,“ segir Dóra. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, var í Bítinu á Bylgjunni í morgun að ræða umfjöllunarefni Kompáss á Vísi í gær. Þátturinn fjallar um offitu íslenskra barna, sem hefur aukist síðustu fimm ár. Katrín sagði ábendingar landlæknis góðar og sérstaklega þegar kemur að áherslu á heilsueflingu. Frístundastyrkir hafi einnig vegið þungt til að hvetja börn til hreyfingar. „En við þurfum að velta fyrir okkur matarræðinu, hvort það þurfi meiri fræðslu og umræðu inn í skólana,“ sagði Katrín og kom þá upp orðið heilsulæsi meðal þáttastjórnenda. Katrín tók undir mikilvægi þess. „Velferð barna er einn af grunnþáttum í aðalnámskrá svo það er ekkert sem mælir gegn því að það verði lögð meiri áhersla á þetta innan skólanna.“ Klippa: Bítið - Það þarf að koma heilsulæsi inn í menntakerfið
Börn og uppeldi Kompás Skattar og tollar Gosdrykkir Tengdar fréttir Segir Embætti landlæknis ekki sópa offitu undir teppið Embætti landlæknis segir mikilvægt að nota aðferðir sem skaða sem minnst þegar kemur að forvörnum vegna offitu. Annað auki á jaðarsetningu enda séu fitufordómar ríkjandi á Íslandi. 4. nóvember 2019 21:00 Þúsundir íslenskra barna með offitu: „Þessar tölur slá mann niður“ Íslenskum börnum fjölgar hratt sem eru skilgreind með offitu. Athygli vekur hátt hlutfall of feitra meðal unglingsdrengja en tíundi hver drengur í níunda bekk er með offitu. 4. nóvember 2019 08:30 Fimmti hver unglingsdrengur á Vestfjörðum er of feitur Fimmti hver unglingsdrengur á Vestfjörðum er of feitur samkvæmt nýjustu mælingum á ofþyngd íslenskra grunnskólabarna. Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða segir að vestfirsk börn labbi eða hjóli sjaldnar í skólann en jafnaldrar þeirra annars staðar á landinu. Tölurnar komi honum þó á óvart og kallar hann eftir rannsóknum á offitu barna. 4. nóvember 2019 14:07 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Fleiri fréttir „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Sjá meira
Segir Embætti landlæknis ekki sópa offitu undir teppið Embætti landlæknis segir mikilvægt að nota aðferðir sem skaða sem minnst þegar kemur að forvörnum vegna offitu. Annað auki á jaðarsetningu enda séu fitufordómar ríkjandi á Íslandi. 4. nóvember 2019 21:00
Þúsundir íslenskra barna með offitu: „Þessar tölur slá mann niður“ Íslenskum börnum fjölgar hratt sem eru skilgreind með offitu. Athygli vekur hátt hlutfall of feitra meðal unglingsdrengja en tíundi hver drengur í níunda bekk er með offitu. 4. nóvember 2019 08:30
Fimmti hver unglingsdrengur á Vestfjörðum er of feitur Fimmti hver unglingsdrengur á Vestfjörðum er of feitur samkvæmt nýjustu mælingum á ofþyngd íslenskra grunnskólabarna. Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða segir að vestfirsk börn labbi eða hjóli sjaldnar í skólann en jafnaldrar þeirra annars staðar á landinu. Tölurnar komi honum þó á óvart og kallar hann eftir rannsóknum á offitu barna. 4. nóvember 2019 14:07