Í tilefni af 8. nóvember Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar 8. nóvember 2019 07:30 Fátt er börnum og foreldrum þeirra mikilvægara en að börnunum líði vel í skólanum, eigi góða félaga og vini, hafi sjálfstraust og góða sjálfsmynd. „Þú mátt ekki vera með í leiknum“ eða „ég vil ekki leiða þig“, eru orð lítilla leikskólabarna í íslenskum leikskólum, barna sem eru að fóta sig í flóknum heimi og læra samskipti við jafnaldra sína. Svona samskipti virðast sakleysisleg, en ef þau eru endurtekin gagnvart sama barninu án þess að hinir fullorðnu grípi inn í, geta þau þróast í einelti eða útilokun, sem jafnvel getur varað árum saman. Einelti gegn barni getur hafa þróast í langan tíma áður en það verður augljóst þeim fullorðnu. Mikilvægt er að takast á við einelti, þegar það kemur upp, en allra mikilvægast er að koma í veg fyrir að jarðvegur skapist fyrir einelti. Barnaheill - Save the Children á Íslandi hafa í nokkur ár boðið leikskólum upp á forvarnarefni gegn einelti sem er mjög árangursríkt og mikil ánægja er með. Efnið nefnist Vinátta, en Fri for mobberi á dönsku, en það á uppruna sinn að rekja til Danmerkur. Vinátta byggir á nýjustu rannsóknum á einelti og ákveðinni hugmyndafræði og gildum; umhyggju, umburðarlyndi, virðingu og hugrekki sem eru samofin öllu efninu. Efninu er ætlað að þjálfa félags- og tilfinningaþroska barna og stuðla að góðum skólabrag og samkennd í barnahópnum. Nú eru um 55% leikskóla á Íslandi að vinna með Vináttu fyrir börn frá 0- 6 ára. Efni fyrir grunnskóla er í tilraunavinnu og verður fljótlega í boði fyrir alla grunnskóla. Einelti er félagslegt, menningarlegt og samskiptalegt mein, en ekki einstaklingsbundinn vandi. Einelti þrífst í umhverfi þar sem lítið umburðarlyndi er fyrir margbreytileikanum, í aðstæðum sem þeir hafa ekkert val um að vera í, þ.e. skóla eða bekkjardeild. Skortur er á samhyggð og góðum félagsanda og því þróast gjarnan samskiptamynstur sem byggist á útilokun. Það sem einkennir barnahópa þar sem einelti nær ekki að þrífast er hár þröskuldur umburðarlyndis. Þar er samkennd, börnin njóta virðingar og finna sér sinn eðlilega sess í hópnum, sama hver þau eru, hvernig þau líta út, hvaða hlutverki þau gegna og hvers þau eru megnug. Það er á ábyrgð okkar fullorðna fólksins að búa börnunum slíkt umhverfi. Í tilefni af Degi gegn einelti, sem haldinn er ár hvert þann 8. nóvember, vilja Barnaheill – Save the Children á Íslandi hvetja foreldra og alla þá sem vinna með börnum að taka höndum saman og koma í veg fyrir einelti í barnahópum. Það er gert með því að kenna börnum að sýna samhyggð, umburðarlyndi og umhyggju. Og ekki síst með því að vera góðar fyrirmyndir barnanna okkar í orði og verki. Höfundur er verkefnastjóri innlendra verkefna hjá Barnaheillum – Save the Children á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Margrét Júlía Rafnsdóttir Mest lesið „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Sjá meira
Fátt er börnum og foreldrum þeirra mikilvægara en að börnunum líði vel í skólanum, eigi góða félaga og vini, hafi sjálfstraust og góða sjálfsmynd. „Þú mátt ekki vera með í leiknum“ eða „ég vil ekki leiða þig“, eru orð lítilla leikskólabarna í íslenskum leikskólum, barna sem eru að fóta sig í flóknum heimi og læra samskipti við jafnaldra sína. Svona samskipti virðast sakleysisleg, en ef þau eru endurtekin gagnvart sama barninu án þess að hinir fullorðnu grípi inn í, geta þau þróast í einelti eða útilokun, sem jafnvel getur varað árum saman. Einelti gegn barni getur hafa þróast í langan tíma áður en það verður augljóst þeim fullorðnu. Mikilvægt er að takast á við einelti, þegar það kemur upp, en allra mikilvægast er að koma í veg fyrir að jarðvegur skapist fyrir einelti. Barnaheill - Save the Children á Íslandi hafa í nokkur ár boðið leikskólum upp á forvarnarefni gegn einelti sem er mjög árangursríkt og mikil ánægja er með. Efnið nefnist Vinátta, en Fri for mobberi á dönsku, en það á uppruna sinn að rekja til Danmerkur. Vinátta byggir á nýjustu rannsóknum á einelti og ákveðinni hugmyndafræði og gildum; umhyggju, umburðarlyndi, virðingu og hugrekki sem eru samofin öllu efninu. Efninu er ætlað að þjálfa félags- og tilfinningaþroska barna og stuðla að góðum skólabrag og samkennd í barnahópnum. Nú eru um 55% leikskóla á Íslandi að vinna með Vináttu fyrir börn frá 0- 6 ára. Efni fyrir grunnskóla er í tilraunavinnu og verður fljótlega í boði fyrir alla grunnskóla. Einelti er félagslegt, menningarlegt og samskiptalegt mein, en ekki einstaklingsbundinn vandi. Einelti þrífst í umhverfi þar sem lítið umburðarlyndi er fyrir margbreytileikanum, í aðstæðum sem þeir hafa ekkert val um að vera í, þ.e. skóla eða bekkjardeild. Skortur er á samhyggð og góðum félagsanda og því þróast gjarnan samskiptamynstur sem byggist á útilokun. Það sem einkennir barnahópa þar sem einelti nær ekki að þrífast er hár þröskuldur umburðarlyndis. Þar er samkennd, börnin njóta virðingar og finna sér sinn eðlilega sess í hópnum, sama hver þau eru, hvernig þau líta út, hvaða hlutverki þau gegna og hvers þau eru megnug. Það er á ábyrgð okkar fullorðna fólksins að búa börnunum slíkt umhverfi. Í tilefni af Degi gegn einelti, sem haldinn er ár hvert þann 8. nóvember, vilja Barnaheill – Save the Children á Íslandi hvetja foreldra og alla þá sem vinna með börnum að taka höndum saman og koma í veg fyrir einelti í barnahópum. Það er gert með því að kenna börnum að sýna samhyggð, umburðarlyndi og umhyggju. Og ekki síst með því að vera góðar fyrirmyndir barnanna okkar í orði og verki. Höfundur er verkefnastjóri innlendra verkefna hjá Barnaheillum – Save the Children á Íslandi.
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun