Hörgdælir segja tindinn miklu fallegri sín megin og ekki heita Hraundrangi Kristján Már Unnarsson skrifar 4. nóvember 2019 20:28 Horft úr Hörgárdal á drangann frá bænum Staðarbakka. Stöð 2/Arnar Halldórsson, Skemmtileg togstreita er milli Öxndæla og Hörgdæla um nafnið á einum frægasta fjallstindi landsins. Öxnadalsmegin heitir hann Hraundrangi en Hörgdælir, sem horfa á tindinn frá hinni hliðinni, viðurkenna ekki það heiti sín megin og nota annað nafn. Um þetta var fjallað í fréttum Stöðvar 2. Hann er fyrirmynd Hallgrímskirkju í Reykjavík og þekktastur sem Hraundrangi og blasir við þeim sem aka hringveginn um Öxnadal. Sjá einnig: Stórbrotin náttúra umlykur fæðingarstað Jónasar HallgrímssonarÖxnadalsmegin heitir hann Hraundrangi og blasir við frá þjóðveginum.Stöð 2/Arnar Halldórsson.En dranginn á sér aðra hlið; þá sem snýr að Hörgárdal, og þeim megin viðurkenna menn ekki nafnið Hraundrangi. „Það er ekkert Hraun hérna megin,“ segir Oddgeir Sigurjónsson, bóndi á Myrká, - þessvegna geti hann ekki heitið Hraundrangi Hörgárdalsmegin.Oddgeir Sigurjónsson, bóndi á Myrká í Hörgárdal.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Hann er náttúrlega kenndur þeim megin við Hraun í Öxnadal af því að hann er þar stutt frá,“ segir Guðmundur Skúlason, bóndi á Staðarbakka í Hörgárdal, sem er sá bær sem stendur næst dranganum, og enn nær honum en Hraun. Bændurnir á Myrkárbakka í Hörgárdal, þau Hugrún Lísa Heimisdóttir líftæknifræðingur og Hreinn Haukur Pálsson járningamaður, eru einnig sammála því að Hörgárdalsmegin heiti hann ekki Hraundrangi. „Það er gaman að sjá hann héðan frá líka, ekki bara úr Öxnadalnum,“ segir Hreinn Haukur.Guðmundur Skúlason, bóndi á Staðarbakka.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Hörgdælir eru líka á því að hann sé fallegri þeirra megin. „Þetta er okkar sveit hérna megin. Þannig að hann er miklu fallegri hérna megin,“ segir Oddgeir á Myrká. „Já, þú sérð það nú bara sjálfur. Hann er miklu fallegri hérna megin,“ segir Guðmundur á Staðarbakka. Nafnið sem Hörgdælir nota kom fram í frétt Stöðvar 2, sem sjá má hér: Hörgársveit Um land allt Tengdar fréttir Höfðingjar í Hörgárdal og hvít hauskúpa djáknans Djákninn á Myrká gekk aftur og gat því ekki sagt kristilegt nafn ástkonu sinnar. Því mælti hann "Garún, Garún," þegar þau riðu saman út í tunglskininu og hún sá í hvíta hauskúpuna. 2. nóvember 2019 13:04 Handóðir prjónarar pirrast vegna peysuhneppingar Lífleg umræða hefur skapast í fésbókarhópnum Handóðir prjónarar eftir að þátturinn "Um land allt“ var sýndur á Stöð 2 í gærkvöldi. 29. október 2019 22:17 Dæturnar vilja taka við í Öxnadal: Pabbi verður allavega ekkert yngri Dæturnar á bænum Syðri-Bægisá í Öxnadal stefna að því að taka við búskap af foreldrum sínum. "Pabbi verður allavega ekkert yngri,“ er svarið þegar spurt hvort er hvort farið sé að huga að kynslóðaskiptum. 26. október 2019 20:30 Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Erlent Fleiri fréttir Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Sjá meira
Skemmtileg togstreita er milli Öxndæla og Hörgdæla um nafnið á einum frægasta fjallstindi landsins. Öxnadalsmegin heitir hann Hraundrangi en Hörgdælir, sem horfa á tindinn frá hinni hliðinni, viðurkenna ekki það heiti sín megin og nota annað nafn. Um þetta var fjallað í fréttum Stöðvar 2. Hann er fyrirmynd Hallgrímskirkju í Reykjavík og þekktastur sem Hraundrangi og blasir við þeim sem aka hringveginn um Öxnadal. Sjá einnig: Stórbrotin náttúra umlykur fæðingarstað Jónasar HallgrímssonarÖxnadalsmegin heitir hann Hraundrangi og blasir við frá þjóðveginum.Stöð 2/Arnar Halldórsson.En dranginn á sér aðra hlið; þá sem snýr að Hörgárdal, og þeim megin viðurkenna menn ekki nafnið Hraundrangi. „Það er ekkert Hraun hérna megin,“ segir Oddgeir Sigurjónsson, bóndi á Myrká, - þessvegna geti hann ekki heitið Hraundrangi Hörgárdalsmegin.Oddgeir Sigurjónsson, bóndi á Myrká í Hörgárdal.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Hann er náttúrlega kenndur þeim megin við Hraun í Öxnadal af því að hann er þar stutt frá,“ segir Guðmundur Skúlason, bóndi á Staðarbakka í Hörgárdal, sem er sá bær sem stendur næst dranganum, og enn nær honum en Hraun. Bændurnir á Myrkárbakka í Hörgárdal, þau Hugrún Lísa Heimisdóttir líftæknifræðingur og Hreinn Haukur Pálsson járningamaður, eru einnig sammála því að Hörgárdalsmegin heiti hann ekki Hraundrangi. „Það er gaman að sjá hann héðan frá líka, ekki bara úr Öxnadalnum,“ segir Hreinn Haukur.Guðmundur Skúlason, bóndi á Staðarbakka.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Hörgdælir eru líka á því að hann sé fallegri þeirra megin. „Þetta er okkar sveit hérna megin. Þannig að hann er miklu fallegri hérna megin,“ segir Oddgeir á Myrká. „Já, þú sérð það nú bara sjálfur. Hann er miklu fallegri hérna megin,“ segir Guðmundur á Staðarbakka. Nafnið sem Hörgdælir nota kom fram í frétt Stöðvar 2, sem sjá má hér:
Hörgársveit Um land allt Tengdar fréttir Höfðingjar í Hörgárdal og hvít hauskúpa djáknans Djákninn á Myrká gekk aftur og gat því ekki sagt kristilegt nafn ástkonu sinnar. Því mælti hann "Garún, Garún," þegar þau riðu saman út í tunglskininu og hún sá í hvíta hauskúpuna. 2. nóvember 2019 13:04 Handóðir prjónarar pirrast vegna peysuhneppingar Lífleg umræða hefur skapast í fésbókarhópnum Handóðir prjónarar eftir að þátturinn "Um land allt“ var sýndur á Stöð 2 í gærkvöldi. 29. október 2019 22:17 Dæturnar vilja taka við í Öxnadal: Pabbi verður allavega ekkert yngri Dæturnar á bænum Syðri-Bægisá í Öxnadal stefna að því að taka við búskap af foreldrum sínum. "Pabbi verður allavega ekkert yngri,“ er svarið þegar spurt hvort er hvort farið sé að huga að kynslóðaskiptum. 26. október 2019 20:30 Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Erlent Fleiri fréttir Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Sjá meira
Höfðingjar í Hörgárdal og hvít hauskúpa djáknans Djákninn á Myrká gekk aftur og gat því ekki sagt kristilegt nafn ástkonu sinnar. Því mælti hann "Garún, Garún," þegar þau riðu saman út í tunglskininu og hún sá í hvíta hauskúpuna. 2. nóvember 2019 13:04
Handóðir prjónarar pirrast vegna peysuhneppingar Lífleg umræða hefur skapast í fésbókarhópnum Handóðir prjónarar eftir að þátturinn "Um land allt“ var sýndur á Stöð 2 í gærkvöldi. 29. október 2019 22:17
Dæturnar vilja taka við í Öxnadal: Pabbi verður allavega ekkert yngri Dæturnar á bænum Syðri-Bægisá í Öxnadal stefna að því að taka við búskap af foreldrum sínum. "Pabbi verður allavega ekkert yngri,“ er svarið þegar spurt hvort er hvort farið sé að huga að kynslóðaskiptum. 26. október 2019 20:30