Fólk tregara að fara að á uppeldisnámskeið en hundanámskeið Eiður Þór Árnason skrifar 4. nóvember 2019 19:00 Una María segir jafnframt mikilvægast að foreldrar séu góðar fyrirmyndir. Fréttablaðið/Ernir Uppeldis- og menntunarfræðingur segir mikilvægt að foreldrar og uppalendur tileinki sér góðar aðferðir í uppeldinu til að ná betri tökum á því og bæta samskiptin á heimilinu. Rætt var við Unu Maríu Óskarsdóttur, uppeldis- menntunar- og lýðheilsufræðing í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. „Við komumst ekkert hjá því að ala upp börnin okkar, það er bara spurning um hvernig við gerum það. Oft leitum við til þess uppeldis sem að við sjálf bjuggum við.“ Þá segir Una að sífellt fleiri foreldrar séu að átta sig á því það skipti máli að kynna sér góðar uppeldisaðferðir þar sem um sé að ræða þeirra erfiðasta starf í lífinu.Fólk tregara að fara að á uppeldisnámskeið en hundanámskeið „Af því að þetta er erfitt hlutverk þá skiptir miklu máli að tileinka sér sem bestar aðferðir. Við tölum stundum um það að ef við fáum okkur hund þá verðum við að sjálfsögðu að fara á hundanámskeið, því að við þurfum að ná tökum á uppeldi hundsins. Svo kannski hugsa foreldrar sig tvisvar um áður en þeir fara á uppeldisnámskeið,“ sagði Una María. Slík námskeið byggi á rannsóknum á hegðun barna og hvernig best sé að ná tökum á henni. Aðspurð um hvort það sé betra að veita börnum stífan ramma eða gefa þeim lausan tauminn í uppvextinum segir hún vera þörf fyrir hvort tveggja. „Það fer eftir því á hvaða aldri börnin eru. Við verðum auðvitað að hafa fastar reglur sem að börnin skilja, skýrar og góðar reglur.“ Þegar börnin fari að eldast verði svo sífellt mikilvægara að eiga samtal við þau um það hvernig sé best að hafa reglurnar. „Þegar barnið er orðið eldra þá viljum við að það taki þátt í að móta regluna en við auðvitað stýrum því,“ bætti Una enn fremur við.Mikilvægt sé að foreldrar séu samkvæmir sjálfum sér Una leggur einnig mikla áherslu á að það sé samræmi í skilaboðum foreldra og að þeir séu samkvæmir sjálfum sér. „Okkur hættir til að segja kannski þvert nei að vanhugsuðu máli og svo segir kannski hitt foreldrið já eða maður segir sjálfur já og þá er maður búinn að skemma svo mikið. Maður má ekki fyrst segja nei og segja svo já.“ Með slíku sé hætta á að uppalendur grafi undan sjálfum sér. Una segir það ekki fara á milli mála að góðir uppeldishættir auðveldi foreldrum heimilislífið. „Þá ná þeir betur tökum á uppeldinu og samskiptunum heima. Auk þess sem að þeir eru að gera barnið færar um að takast á við lífið.“ Hún minnir þó á að það sé mikilvægast að öllu í þessu sem öðru að börnin finni fyrir væntumhyggju. „Umfram allt skiptir miklu máli til þess að börnin fari eftir því sem að maður telur vera gott er að þau finni að manni þyki vænt um þau. Það skiptir mjög miklu máli.“ Börn og uppeldi Reykjavík síðdegis Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Erlent Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað Sjá meira
Uppeldis- og menntunarfræðingur segir mikilvægt að foreldrar og uppalendur tileinki sér góðar aðferðir í uppeldinu til að ná betri tökum á því og bæta samskiptin á heimilinu. Rætt var við Unu Maríu Óskarsdóttur, uppeldis- menntunar- og lýðheilsufræðing í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. „Við komumst ekkert hjá því að ala upp börnin okkar, það er bara spurning um hvernig við gerum það. Oft leitum við til þess uppeldis sem að við sjálf bjuggum við.“ Þá segir Una að sífellt fleiri foreldrar séu að átta sig á því það skipti máli að kynna sér góðar uppeldisaðferðir þar sem um sé að ræða þeirra erfiðasta starf í lífinu.Fólk tregara að fara að á uppeldisnámskeið en hundanámskeið „Af því að þetta er erfitt hlutverk þá skiptir miklu máli að tileinka sér sem bestar aðferðir. Við tölum stundum um það að ef við fáum okkur hund þá verðum við að sjálfsögðu að fara á hundanámskeið, því að við þurfum að ná tökum á uppeldi hundsins. Svo kannski hugsa foreldrar sig tvisvar um áður en þeir fara á uppeldisnámskeið,“ sagði Una María. Slík námskeið byggi á rannsóknum á hegðun barna og hvernig best sé að ná tökum á henni. Aðspurð um hvort það sé betra að veita börnum stífan ramma eða gefa þeim lausan tauminn í uppvextinum segir hún vera þörf fyrir hvort tveggja. „Það fer eftir því á hvaða aldri börnin eru. Við verðum auðvitað að hafa fastar reglur sem að börnin skilja, skýrar og góðar reglur.“ Þegar börnin fari að eldast verði svo sífellt mikilvægara að eiga samtal við þau um það hvernig sé best að hafa reglurnar. „Þegar barnið er orðið eldra þá viljum við að það taki þátt í að móta regluna en við auðvitað stýrum því,“ bætti Una enn fremur við.Mikilvægt sé að foreldrar séu samkvæmir sjálfum sér Una leggur einnig mikla áherslu á að það sé samræmi í skilaboðum foreldra og að þeir séu samkvæmir sjálfum sér. „Okkur hættir til að segja kannski þvert nei að vanhugsuðu máli og svo segir kannski hitt foreldrið já eða maður segir sjálfur já og þá er maður búinn að skemma svo mikið. Maður má ekki fyrst segja nei og segja svo já.“ Með slíku sé hætta á að uppalendur grafi undan sjálfum sér. Una segir það ekki fara á milli mála að góðir uppeldishættir auðveldi foreldrum heimilislífið. „Þá ná þeir betur tökum á uppeldinu og samskiptunum heima. Auk þess sem að þeir eru að gera barnið færar um að takast á við lífið.“ Hún minnir þó á að það sé mikilvægast að öllu í þessu sem öðru að börnin finni fyrir væntumhyggju. „Umfram allt skiptir miklu máli til þess að börnin fari eftir því sem að maður telur vera gott er að þau finni að manni þyki vænt um þau. Það skiptir mjög miklu máli.“
Börn og uppeldi Reykjavík síðdegis Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Erlent Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað Sjá meira