„Framsetning Guðlaugs var augljóslega smækkandi fyrir mig“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 3. nóvember 2019 20:16 Alexandra Ýr van Erven, stjórnmálafræðinemi. Alexandra Ýr van Erven stjórnmálfræðinemi, sem sakaði Guðlaug Þór Þórðarson utanríkisráðherra um óviðeigandi ummæli í vísindaferð í ráðuneytinu, segir að ummælin hafi augljóslega verið lítillækkandi fyrir sig. Bæði ráðherra og nemendur sem viðstaddir voru umrædda vísindaferð segja orðaval hans ekki hafa verið nákvæmlega með þeim hætti sem Alexandra lýsti. Vísindaferðin var haldin í utanríkisráðuneytinu þann 11. október síðastliðinn. Politica, félag stjórnmálafræðinema, sótti ferðina þar sem Alexandra og Guðlaugur áttu í orðaskiptum. Alexandra sagði frá téðum orðaskiptum í nokkrum færslum á Twitter í dag og sagði Guðlaug hafa látið eftirfarandi orð falla: „Hvernig litist þér nú á að ég færi að kenna þér að ríða en væri hreinn sveinn en hefði lesið mér hellings til um kynlíf?“ Líkt og áður segir hafnar Guðlaugur því að orðalag hans hafi verið með þeim þætti sem lýst er að ofan. Hann hafi samt sem áður gripið til samlíkingar sem „eftir á að hyggja var ekki viðeigandi“. „Hún var á þá leið að stjórnmálafræði og reynsla af störfum á vettvangi stjórnmálanna væru á einhvern hátt sambærileg reynslu og bóknámi í kynfræðslu. Þessu var ekki beint að neinum í hópnum og hvorki sett fram til að ögra né særa heldur sagt í hálfkæringi - og alls ekki með slíku orðavali sem lýst hefur verið á samfélagsmiðlum. Bið ég hlutaðeigandi velvirðingar,“ sagði í yfirlýsingu Guðlaugs, sem fjallað er ítarlega um hér.Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra.Mynd/Stöð 2Í yfirlýsingu sem Alexandra Ýr sendi Vísi segir að kjarni málsins sé ekki fólginn í því „hvaða orð ráðherra notaði um það að stunda kynlíf.“ Merkingin sé sú sama og umræða um annað sé einungis til að afvegaleiða. „Framsetning Guðlaugs var augljóslega smækkandi fyrir mig og gerð til að slá sjálfum sér á brjóst. Ráðherra sýnir gríðarlegt dómgreindarleysi,“ segir jafnframt í yfirlýsingunni. Aðrir nemendur sem urðu vitni að umræddu samtali fullyrtu í samtali við Vísi í dag að túlkun Alexöndru á orðaskiptunum hafi verið ónákvæm. Sex þeirra hafa staðfest við fréttastofu að utanríkisráðherra hafi raunar ekki notað orðið „ríða“ í svari sínu. Nemendurnir sammæltust þó allir um það að atvikið hafi verið mjög óþægilegt og samlíkingin hafi verið afar óviðeigandi. Sjálfstæðisflokkurinn Stjórnsýsla Tengdar fréttir Hafnar ásökunum um vafasamt orðbragð í garð stúdenta Yfirlýsing Guðlaugs á sér þann aðdraganda að stjórnmálafræðinemi greindi í dag frá því að hún hafi átt í óvenjulegum orðaskiptum við ráðherrann. 3. nóvember 2019 16:45 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Maðurinn fundinn Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Sjá meira
Alexandra Ýr van Erven stjórnmálfræðinemi, sem sakaði Guðlaug Þór Þórðarson utanríkisráðherra um óviðeigandi ummæli í vísindaferð í ráðuneytinu, segir að ummælin hafi augljóslega verið lítillækkandi fyrir sig. Bæði ráðherra og nemendur sem viðstaddir voru umrædda vísindaferð segja orðaval hans ekki hafa verið nákvæmlega með þeim hætti sem Alexandra lýsti. Vísindaferðin var haldin í utanríkisráðuneytinu þann 11. október síðastliðinn. Politica, félag stjórnmálafræðinema, sótti ferðina þar sem Alexandra og Guðlaugur áttu í orðaskiptum. Alexandra sagði frá téðum orðaskiptum í nokkrum færslum á Twitter í dag og sagði Guðlaug hafa látið eftirfarandi orð falla: „Hvernig litist þér nú á að ég færi að kenna þér að ríða en væri hreinn sveinn en hefði lesið mér hellings til um kynlíf?“ Líkt og áður segir hafnar Guðlaugur því að orðalag hans hafi verið með þeim þætti sem lýst er að ofan. Hann hafi samt sem áður gripið til samlíkingar sem „eftir á að hyggja var ekki viðeigandi“. „Hún var á þá leið að stjórnmálafræði og reynsla af störfum á vettvangi stjórnmálanna væru á einhvern hátt sambærileg reynslu og bóknámi í kynfræðslu. Þessu var ekki beint að neinum í hópnum og hvorki sett fram til að ögra né særa heldur sagt í hálfkæringi - og alls ekki með slíku orðavali sem lýst hefur verið á samfélagsmiðlum. Bið ég hlutaðeigandi velvirðingar,“ sagði í yfirlýsingu Guðlaugs, sem fjallað er ítarlega um hér.Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra.Mynd/Stöð 2Í yfirlýsingu sem Alexandra Ýr sendi Vísi segir að kjarni málsins sé ekki fólginn í því „hvaða orð ráðherra notaði um það að stunda kynlíf.“ Merkingin sé sú sama og umræða um annað sé einungis til að afvegaleiða. „Framsetning Guðlaugs var augljóslega smækkandi fyrir mig og gerð til að slá sjálfum sér á brjóst. Ráðherra sýnir gríðarlegt dómgreindarleysi,“ segir jafnframt í yfirlýsingunni. Aðrir nemendur sem urðu vitni að umræddu samtali fullyrtu í samtali við Vísi í dag að túlkun Alexöndru á orðaskiptunum hafi verið ónákvæm. Sex þeirra hafa staðfest við fréttastofu að utanríkisráðherra hafi raunar ekki notað orðið „ríða“ í svari sínu. Nemendurnir sammæltust þó allir um það að atvikið hafi verið mjög óþægilegt og samlíkingin hafi verið afar óviðeigandi.
Sjálfstæðisflokkurinn Stjórnsýsla Tengdar fréttir Hafnar ásökunum um vafasamt orðbragð í garð stúdenta Yfirlýsing Guðlaugs á sér þann aðdraganda að stjórnmálafræðinemi greindi í dag frá því að hún hafi átt í óvenjulegum orðaskiptum við ráðherrann. 3. nóvember 2019 16:45 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Maðurinn fundinn Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Sjá meira
Hafnar ásökunum um vafasamt orðbragð í garð stúdenta Yfirlýsing Guðlaugs á sér þann aðdraganda að stjórnmálafræðinemi greindi í dag frá því að hún hafi átt í óvenjulegum orðaskiptum við ráðherrann. 3. nóvember 2019 16:45