Hafnar ásökunum um vafasamt orðbragð í garð stúdenta Eiður Þór Árnason skrifar 3. nóvember 2019 16:45 Yfirlýsing Guðlaugs á sér þann aðdraganda að stjórnmálafræðinemi greindi í dag frá því að hún hafi átt í óvenjulegum orðaskiptum við ráðherrann. norden.org/Magnus Fröderberg Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, hefur sent frá sér yfirlýsingu um meint orðaskipti sem fram fóru á milli hans og háskólanema í vísindaferð Politica, félags stjórnmálafræðinema í utanríkisráðuneytið þann 11. október síðastliðinn. Hann frábiður sér þær ásakanir sem settar hafa verið fram á samfélagsmiðlum um orðbragð hans og þann ásetning sem honum var þar gerður upp.Biður hlutaðeigandi velvirðingar „Í heimsókn stjórnmálafræðinema í ráðuneytið í nýliðnum mánuði spunnust í hópnum umræður um ummæli mín í viðtali við blað stjórnmálafræðinema um að það styrkti stjórnmálafræðikennslu að kalla til sem gesti stjórnmálamenn sem hefðu reynslu,“ skrifar Guðlaugur í yfirlýsingunni. „Í spjalli við nemana greip ég til samlíkingar sem eftir á að hyggja var ekki viðeigandi. Hún var á þá leið að stjórnmálafræði og reynsla af störfum á vettvangi stjórnmálanna væru á einhvern hátt sambærileg reynslu og bóknámi í kynfræðslu. Þessu var ekki beint að neinum í hópnum og hvorki sett fram til að ögra né særa heldur sagt í hálfkæringi - og alls ekki með slíku orðavali sem lýst hefur verið á samfélagsmiðlum. Bið ég hlutaðeigandi velvirðingar,“ kemur enn fremur fram í yfirlýsingunni.Greindi frá samtalinu á Twitter Yfirlýsing Guðlaugs á sér þann aðdraganda að Alexandra Ýr Van Erven stjórnmálafræðinemi greindi í dag frá því á samfélagsmiðlinum Twitter að hún hafi átt í óvenjulegum orðaskiptum við utanríkisráðherra í fyrrnefndri vísindaferð. Færslur hennar hafa vakið þó nokkra athygli en þar fullyrðir hún að utanríkisráðherra hafi sagt eftirfarandi við hana: „Hvernig litist þér nú á að ég færi að kenna þér að ríða en væri hreinn sveinn en hefði lesið mér hellings til um kynlíf?“ Í vísindaferðinni hélt Guðlaugur Þór utanríkisráðherra kynningu fyrir háskólanemana og átti umrætt svar að hafa komið í kjölfar orðaskipta Alexöndru og Guðlaugs um hlutverk háskóla í undirbúningi fólks fyrir þátttöku í atvinnulífinu.Segja endursögnina vera ónákvæma Aðrir nemendur sem urðu vitni að umræddu samtali hafa fullyrt í samtali við Vísi að endursögn Alexöndru á orðaskiptunum hafi verið ónákvæm. Sex þeirra fullyrtu að utanríkisráðherra hafi orðað svar sitt öðruvísi en sammældust um að atvikið hafi verið mjög óþægilegt og að samlíkingin hafi verið afar óviðeigandi. „Við fórum í vísindaferð í utanríkisráðuneytið og þar barst umræðan að því hvernig stjórnmálafræðinám nýttist í starfi/praktík. Þá hófust skoðanaskipti á milli eins nemanda og ráðherra þar sem hann á endanum heimfærði útskýringuna á heldur kumpánlegan hátt: „...það væri eins og einhver ætlaði að fara að kenna kynfræðslu, en væri sjálfur hreinn sveinn en hefði lesið sér til í bókum um efnið...“,“ sagði Þórunn Soffía Snæhólm, sem situr í stjórn félags stjórnmálafræðinema, í svari sínu til Vísis. „Hann sagðist aldrei ætla að kenna henni að „ríða“ eins og hún orðaði það á Twitter, hann notaði aldrei þessi orð. Mín skoðun er sú að orðræða ráðherra hafi ekki verið sú besta og hið sama má segja um stílfæringu Alexöndru,“ bætti hún við.Hér fyrir neðan má Twitterþráðinn sem um ræðir.Fréttin var uppfærð klukkan 17:32.clash um hlutverk háskóla. ALLAVEGA maðurinn svarar þessum rökum mínum með því að taka dæmi og segir: 'Hvernig litist þér nú á að ég færi að kenna þér að ríða en væri hreinn sveinn en hefði lesið mér hellings til um kynlíf?” Til að byrja með er þetta náttúrlega bara óviðeigandi o— Alexandra Ýr (@alexandravanerv) November 3, 2019 Sjálfstæðisflokkurinn Skóla - og menntamál Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Fleiri fréttir Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa „Kannski ég læri að prjóna sokka“ Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sjá meira
Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, hefur sent frá sér yfirlýsingu um meint orðaskipti sem fram fóru á milli hans og háskólanema í vísindaferð Politica, félags stjórnmálafræðinema í utanríkisráðuneytið þann 11. október síðastliðinn. Hann frábiður sér þær ásakanir sem settar hafa verið fram á samfélagsmiðlum um orðbragð hans og þann ásetning sem honum var þar gerður upp.Biður hlutaðeigandi velvirðingar „Í heimsókn stjórnmálafræðinema í ráðuneytið í nýliðnum mánuði spunnust í hópnum umræður um ummæli mín í viðtali við blað stjórnmálafræðinema um að það styrkti stjórnmálafræðikennslu að kalla til sem gesti stjórnmálamenn sem hefðu reynslu,“ skrifar Guðlaugur í yfirlýsingunni. „Í spjalli við nemana greip ég til samlíkingar sem eftir á að hyggja var ekki viðeigandi. Hún var á þá leið að stjórnmálafræði og reynsla af störfum á vettvangi stjórnmálanna væru á einhvern hátt sambærileg reynslu og bóknámi í kynfræðslu. Þessu var ekki beint að neinum í hópnum og hvorki sett fram til að ögra né særa heldur sagt í hálfkæringi - og alls ekki með slíku orðavali sem lýst hefur verið á samfélagsmiðlum. Bið ég hlutaðeigandi velvirðingar,“ kemur enn fremur fram í yfirlýsingunni.Greindi frá samtalinu á Twitter Yfirlýsing Guðlaugs á sér þann aðdraganda að Alexandra Ýr Van Erven stjórnmálafræðinemi greindi í dag frá því á samfélagsmiðlinum Twitter að hún hafi átt í óvenjulegum orðaskiptum við utanríkisráðherra í fyrrnefndri vísindaferð. Færslur hennar hafa vakið þó nokkra athygli en þar fullyrðir hún að utanríkisráðherra hafi sagt eftirfarandi við hana: „Hvernig litist þér nú á að ég færi að kenna þér að ríða en væri hreinn sveinn en hefði lesið mér hellings til um kynlíf?“ Í vísindaferðinni hélt Guðlaugur Þór utanríkisráðherra kynningu fyrir háskólanemana og átti umrætt svar að hafa komið í kjölfar orðaskipta Alexöndru og Guðlaugs um hlutverk háskóla í undirbúningi fólks fyrir þátttöku í atvinnulífinu.Segja endursögnina vera ónákvæma Aðrir nemendur sem urðu vitni að umræddu samtali hafa fullyrt í samtali við Vísi að endursögn Alexöndru á orðaskiptunum hafi verið ónákvæm. Sex þeirra fullyrtu að utanríkisráðherra hafi orðað svar sitt öðruvísi en sammældust um að atvikið hafi verið mjög óþægilegt og að samlíkingin hafi verið afar óviðeigandi. „Við fórum í vísindaferð í utanríkisráðuneytið og þar barst umræðan að því hvernig stjórnmálafræðinám nýttist í starfi/praktík. Þá hófust skoðanaskipti á milli eins nemanda og ráðherra þar sem hann á endanum heimfærði útskýringuna á heldur kumpánlegan hátt: „...það væri eins og einhver ætlaði að fara að kenna kynfræðslu, en væri sjálfur hreinn sveinn en hefði lesið sér til í bókum um efnið...“,“ sagði Þórunn Soffía Snæhólm, sem situr í stjórn félags stjórnmálafræðinema, í svari sínu til Vísis. „Hann sagðist aldrei ætla að kenna henni að „ríða“ eins og hún orðaði það á Twitter, hann notaði aldrei þessi orð. Mín skoðun er sú að orðræða ráðherra hafi ekki verið sú besta og hið sama má segja um stílfæringu Alexöndru,“ bætti hún við.Hér fyrir neðan má Twitterþráðinn sem um ræðir.Fréttin var uppfærð klukkan 17:32.clash um hlutverk háskóla. ALLAVEGA maðurinn svarar þessum rökum mínum með því að taka dæmi og segir: 'Hvernig litist þér nú á að ég færi að kenna þér að ríða en væri hreinn sveinn en hefði lesið mér hellings til um kynlíf?” Til að byrja með er þetta náttúrlega bara óviðeigandi o— Alexandra Ýr (@alexandravanerv) November 3, 2019
Sjálfstæðisflokkurinn Skóla - og menntamál Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Fleiri fréttir Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa „Kannski ég læri að prjóna sokka“ Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sjá meira