Sportpakkinn: Rammgöldróttur Lionel Messi og betra gengi Real Madrid Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. nóvember 2019 22:30 Messi skoraði tvö mörk gegn Valladolid. Getty/Tim Clayton Tólfta umferðin í spænsku 1. deildinni í fótbolta hefst á morgun, Barcelona, Real Madríd og Atletico Madríd verða öll í eldlínunni. Leikir liðanna verða sýndir á íþróttarásum Sýnar. Lionel Messi var rammgöldróttur á þriðjudaginn, skoraði tvö og lagði upp önnur tvö mörk þegar Barcelona vann Real Valladolid 5-1. Katalóníuliðið getur aukið forystuna á Real Madríd í fjögur stig, sækir Levante heim klukkan 15. Barcelona vann báða leikina í deildinni á síðustu leiktíð en tapaði 2-1 í 16-liða úrslitum bikarkeppninnar en Barcelona vann 3-0 í seinni leiknum á Nou Camp. Levante var í fallbaráttu á síðustu leiktíð en vann góðan sigur á útivelli gegn Real Socidad á miðvikudag og er í 11. sæti. Á þar síðustu leiktíð vann Levante Barcelona á Borgarleikvanginum í Valencia, 5-4. Atletico Madrid á erfiðan leik fyrir höndum gegn Sevilla í Andalúsíu. Liðin eru jöfn að stigum, með 20 stig, tveimur á eftir Barselona sem reyndar á leik til góða. 1-1 urðu úrslitin í báðum leikjum liðanna á síðustu leiktíð en á þar síðustu leiktíð burstaði Madrídarliðið, Sevilla á Ramon Sanchez Pizjuan vellinum í Sevilla 5-2. Antoine Grizemann skorað þrennu í leiknum en hann gékk í sumar til liðs við Barcelona. Traustur varnarleikur er einkennismerki Atletico Madríd, í 11 leikjum í deildinni hefur liðið aðeins fengið á sig 6 mörk, helmingi færri en Sevilla. Andalúsíuliðið hefur unnið þrjá leiki á heimavelli í röð. Flautað verður til leiks Sevilla og Atletico Madríd klukkan 17,30. Leikurinn verður sýndur á Sport 3. Real Madríd spilar á heimavelli gegn Real Betis, leikurinn byrjar klukkan 20 í beinni útsendingu á Sport 3. Í lokaumferðinni á síðustu leiktíð, tapaði Real á heimavelli fyrir Betis. Það var tólfti ósigur Madrídarliðsins á leiktíðinni. Stuðningsmenn Real Madríd urðu fyrir miklum vonbrigðum með síðustu leiktíð, Real varð þá 19 stigum á eftir Barcelona, nokkuð sem harðir stuðningsmenn Real áttu erfitt með að þola. Real tapaði fjórum sinnum í deildinni í 10 fyrstu leikjunum og vann aðeins fjóra þeirra. Nú gengur betur, eini ósigurinn kom í 9. umferðinni 1-0 gegn Mallorca. Forseti Real, Florentino Pérez, gerir allt til að liðið endurheimti Spánarmeistaratitilinn úr klóm erkifjendanna í Barcelona. Sterkir leikmenn voru keyptir; Eden Hazard, Luka Jovic, Éder Militao, Ferland Mendy og brasilíski táningurinn Rodrygo. Þeim er ætlað að koma Madrídarliðinu í fremstu röð á nýjan leik og sækja 34. Spánarmeistartitilinn. Arnar Björnsson fór yfir stöðuna í spænska boltanum og má sjá samantekt hans hér fyrir neðan.Klippa: Sportpakkinn: Spænski boltinn Sportpakkinn Mest lesið Hefur eignast barn en þarf samt að sanna það að hún sé kona Sport Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Ómar Björn: Misreiknaði boltann Fótbolti Dagskráin: Besta deildin ræður ríkjum Sport Fleiri fréttir Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Sjá meira
Tólfta umferðin í spænsku 1. deildinni í fótbolta hefst á morgun, Barcelona, Real Madríd og Atletico Madríd verða öll í eldlínunni. Leikir liðanna verða sýndir á íþróttarásum Sýnar. Lionel Messi var rammgöldróttur á þriðjudaginn, skoraði tvö og lagði upp önnur tvö mörk þegar Barcelona vann Real Valladolid 5-1. Katalóníuliðið getur aukið forystuna á Real Madríd í fjögur stig, sækir Levante heim klukkan 15. Barcelona vann báða leikina í deildinni á síðustu leiktíð en tapaði 2-1 í 16-liða úrslitum bikarkeppninnar en Barcelona vann 3-0 í seinni leiknum á Nou Camp. Levante var í fallbaráttu á síðustu leiktíð en vann góðan sigur á útivelli gegn Real Socidad á miðvikudag og er í 11. sæti. Á þar síðustu leiktíð vann Levante Barcelona á Borgarleikvanginum í Valencia, 5-4. Atletico Madrid á erfiðan leik fyrir höndum gegn Sevilla í Andalúsíu. Liðin eru jöfn að stigum, með 20 stig, tveimur á eftir Barselona sem reyndar á leik til góða. 1-1 urðu úrslitin í báðum leikjum liðanna á síðustu leiktíð en á þar síðustu leiktíð burstaði Madrídarliðið, Sevilla á Ramon Sanchez Pizjuan vellinum í Sevilla 5-2. Antoine Grizemann skorað þrennu í leiknum en hann gékk í sumar til liðs við Barcelona. Traustur varnarleikur er einkennismerki Atletico Madríd, í 11 leikjum í deildinni hefur liðið aðeins fengið á sig 6 mörk, helmingi færri en Sevilla. Andalúsíuliðið hefur unnið þrjá leiki á heimavelli í röð. Flautað verður til leiks Sevilla og Atletico Madríd klukkan 17,30. Leikurinn verður sýndur á Sport 3. Real Madríd spilar á heimavelli gegn Real Betis, leikurinn byrjar klukkan 20 í beinni útsendingu á Sport 3. Í lokaumferðinni á síðustu leiktíð, tapaði Real á heimavelli fyrir Betis. Það var tólfti ósigur Madrídarliðsins á leiktíðinni. Stuðningsmenn Real Madríd urðu fyrir miklum vonbrigðum með síðustu leiktíð, Real varð þá 19 stigum á eftir Barcelona, nokkuð sem harðir stuðningsmenn Real áttu erfitt með að þola. Real tapaði fjórum sinnum í deildinni í 10 fyrstu leikjunum og vann aðeins fjóra þeirra. Nú gengur betur, eini ósigurinn kom í 9. umferðinni 1-0 gegn Mallorca. Forseti Real, Florentino Pérez, gerir allt til að liðið endurheimti Spánarmeistaratitilinn úr klóm erkifjendanna í Barcelona. Sterkir leikmenn voru keyptir; Eden Hazard, Luka Jovic, Éder Militao, Ferland Mendy og brasilíski táningurinn Rodrygo. Þeim er ætlað að koma Madrídarliðinu í fremstu röð á nýjan leik og sækja 34. Spánarmeistartitilinn. Arnar Björnsson fór yfir stöðuna í spænska boltanum og má sjá samantekt hans hér fyrir neðan.Klippa: Sportpakkinn: Spænski boltinn
Sportpakkinn Mest lesið Hefur eignast barn en þarf samt að sanna það að hún sé kona Sport Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Ómar Björn: Misreiknaði boltann Fótbolti Dagskráin: Besta deildin ræður ríkjum Sport Fleiri fréttir Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Sjá meira