Móðir sem missti dóttur sína segir sorgina lýðheilsumál Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 19. nóvember 2019 20:00 Helena segir algengt að foreldrar upplifi tímabil þar sem þeir sjái ekki tilgang með lífinu lengur vísir/sigurjón Það er lýðheilsumál að tekið sé utan um foreldra sem missa barn, segir móðir sem missti dóttur sína fyrir fimm árum. Það komi henni ekki á óvart að mæður sem misst hafi barn séu mun líklegri til að deyja fyrir aldur fram enda komi sú tilfinning upp að vilja ekki lifa lengur. Í frétt Stöðvar 2 í gær var sagt frá því að mæður sem missa börn sín séu 30-60% til líklegri til að deyja fyrir fimmtugt en aðrar konur. Helena Rós Sigmarsdóttir missti dóttur sína fyrir fimm árum og þessar niðurstöður koma henni ekki á óvart. „Þegar þetta áfall dynur yfir þá verður maður óstarfhæfur. Ég hef heyrt í gegnum tíðina að ekki eigi að sjúkdómavæða sorgina. Upplifun mín er sú að þeir sem lenda í þessu verða hreinlega veikir, þurfa umönnun og það þarf að passa þá eins og þá sem verða fyrir lest.“ Helena er formaður Birtu sem eru samtök foreldra sem misst hafa börn sín skyndilega. Síðustu ár hefur fjölgað í hópnum vegna foreldra sem misst hafa barn sitt úr fíknisjúkdóm og leita í samtökin fyrir jafningjastuðning. „Þetta er ört stækkandi hópur og þetta eru virkilega brotnir einstaklingar sem eru að leita sér að súrefni, líflínu til að komast af og það er í rauninni lítið til staðar fyrir þennan hóp.“ Helena segir sorgina lýðheilsumál, að líta þurfi til Norðurlandanna þar sem sérhæf teymi séu til staðar og endurhæfing skipulögð. „Þegar maður verður foreldri, þegar maður verður móðir, þá verður ábyrgðin og tilgangurinn þar. En þegar maður hefur ekki lengur þennan skýrt tilgreinda tilgang þá fer svo margt í gegnum höfuðið á manni og mann langar kannski ekki til að lifa lengur. Það geta komið svoleiðis timabil og það þarf að vera vakandi fyrir því - og til teymi sem grípur fólk.“ Jafnvel þótt samtökin Birta veiti andlegan stuðning og það sé huggun fyrir foreldra að leita þangað bendir Helena á að ýmis praktísk mál þurfi að ramma betur inn, til dæmis veikindarétt, og stuðningurinn þurfi einnig að vera faglegur. „Það þyrfti að bæta lagaumhverfið. Það er lagarammi fyrir foreldra sem eignast börn, fæðingarorlof og annað, en það er ekkert sem tekur við þegar foreldrar missa barn,“ segir Helena. Fjölskyldumál Heilbrigðismál Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Það er lýðheilsumál að tekið sé utan um foreldra sem missa barn, segir móðir sem missti dóttur sína fyrir fimm árum. Það komi henni ekki á óvart að mæður sem misst hafi barn séu mun líklegri til að deyja fyrir aldur fram enda komi sú tilfinning upp að vilja ekki lifa lengur. Í frétt Stöðvar 2 í gær var sagt frá því að mæður sem missa börn sín séu 30-60% til líklegri til að deyja fyrir fimmtugt en aðrar konur. Helena Rós Sigmarsdóttir missti dóttur sína fyrir fimm árum og þessar niðurstöður koma henni ekki á óvart. „Þegar þetta áfall dynur yfir þá verður maður óstarfhæfur. Ég hef heyrt í gegnum tíðina að ekki eigi að sjúkdómavæða sorgina. Upplifun mín er sú að þeir sem lenda í þessu verða hreinlega veikir, þurfa umönnun og það þarf að passa þá eins og þá sem verða fyrir lest.“ Helena er formaður Birtu sem eru samtök foreldra sem misst hafa börn sín skyndilega. Síðustu ár hefur fjölgað í hópnum vegna foreldra sem misst hafa barn sitt úr fíknisjúkdóm og leita í samtökin fyrir jafningjastuðning. „Þetta er ört stækkandi hópur og þetta eru virkilega brotnir einstaklingar sem eru að leita sér að súrefni, líflínu til að komast af og það er í rauninni lítið til staðar fyrir þennan hóp.“ Helena segir sorgina lýðheilsumál, að líta þurfi til Norðurlandanna þar sem sérhæf teymi séu til staðar og endurhæfing skipulögð. „Þegar maður verður foreldri, þegar maður verður móðir, þá verður ábyrgðin og tilgangurinn þar. En þegar maður hefur ekki lengur þennan skýrt tilgreinda tilgang þá fer svo margt í gegnum höfuðið á manni og mann langar kannski ekki til að lifa lengur. Það geta komið svoleiðis timabil og það þarf að vera vakandi fyrir því - og til teymi sem grípur fólk.“ Jafnvel þótt samtökin Birta veiti andlegan stuðning og það sé huggun fyrir foreldra að leita þangað bendir Helena á að ýmis praktísk mál þurfi að ramma betur inn, til dæmis veikindarétt, og stuðningurinn þurfi einnig að vera faglegur. „Það þyrfti að bæta lagaumhverfið. Það er lagarammi fyrir foreldra sem eignast börn, fæðingarorlof og annað, en það er ekkert sem tekur við þegar foreldrar missa barn,“ segir Helena.
Fjölskyldumál Heilbrigðismál Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira