Öllum sakamálum hafnað í Hæstarétti Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 19. nóvember 2019 06:00 Hæstiréttur ákveður nú sjálfur hvaða mál hann tekur fyrir. Fréttablaðið/Eyþór Aðeins eitt sakamál hefur verið tekið til meðferðar í Hæstarétti á grundvelli breytts hlutverks dómsins sem tók gildi í ársbyrjun 2018. Hæstiréttur hefur hafnað öllum beiðnum um áfrýjunarleyfi í sakamálum það sem af er þessu ári en alls hefur borist 31 áfrýjunarbeiðni vegna sakamála á árinu. Í fyrra bárust réttinum fjórtán beiðnir um áfrýjun sakamála og var ein slík beiðni samþykkt, í máli Guðmundar Andra Ástráðssonar. Það mál fór í kjölfarið til Mannréttindadómstóls Evrópu og bíður nú meðferðar hjá Yfirdeild dómsins. Í einkamálum hefur dómstóllinn tekið afstöðu til 83 beiðna um áfrýjun á árinu og hefur 31 þeirra verið samþykkt. Í fyrra var hlutfall samþykktra beiðna í áfrýjunar- og kærumálum 24,6 prósent. Hlutfallið hefur verið svipað á þessu ári eða í kringum 26 prósent. Meðalmálsmeðferðartími áfrýjunar- og kærubeiðna er 17,6 dagar, að því er fram kemur á vef réttarins. Í frétt á vef Hæstaréttar kemur fram að Landsréttur hafi kveðið upp dóma í 767 málum í fyrra, á sínu fyrsta starfsári sem áfrýjunardómstóll. Til samanburðar hafi Hæstiréttur kveðið upp dóma í 770 málum árið 2016. Í fyrra voru kveðnir upp 18 dómar í Hæstarétti á grundvelli nýrrar dómstólaskipunar en dómstóllinn var þá enn að ljúka við að dæma þau mál sem áfrýjað hafði verið til dómsins áður en Landsréttur tók við hlutverki áfrýjunardómstóls. Það sem af er þessu ári hafa 44 dómar verið kveðnir upp í Hæstarétti, sem samsvarar einum dómi á viku. Í fyrrnefndri frétt á vef réttarins kemur einnig fram að meðalmálsmeðferðartími áfrýjunar- og kærumála fyrir Hæstarétti var 7,6 vikur á fyrri hluta þessa árs og hefur hann styst um helming frá síðasta ári. Birtist í Fréttablaðinu Dómstólar Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira
Aðeins eitt sakamál hefur verið tekið til meðferðar í Hæstarétti á grundvelli breytts hlutverks dómsins sem tók gildi í ársbyrjun 2018. Hæstiréttur hefur hafnað öllum beiðnum um áfrýjunarleyfi í sakamálum það sem af er þessu ári en alls hefur borist 31 áfrýjunarbeiðni vegna sakamála á árinu. Í fyrra bárust réttinum fjórtán beiðnir um áfrýjun sakamála og var ein slík beiðni samþykkt, í máli Guðmundar Andra Ástráðssonar. Það mál fór í kjölfarið til Mannréttindadómstóls Evrópu og bíður nú meðferðar hjá Yfirdeild dómsins. Í einkamálum hefur dómstóllinn tekið afstöðu til 83 beiðna um áfrýjun á árinu og hefur 31 þeirra verið samþykkt. Í fyrra var hlutfall samþykktra beiðna í áfrýjunar- og kærumálum 24,6 prósent. Hlutfallið hefur verið svipað á þessu ári eða í kringum 26 prósent. Meðalmálsmeðferðartími áfrýjunar- og kærubeiðna er 17,6 dagar, að því er fram kemur á vef réttarins. Í frétt á vef Hæstaréttar kemur fram að Landsréttur hafi kveðið upp dóma í 767 málum í fyrra, á sínu fyrsta starfsári sem áfrýjunardómstóll. Til samanburðar hafi Hæstiréttur kveðið upp dóma í 770 málum árið 2016. Í fyrra voru kveðnir upp 18 dómar í Hæstarétti á grundvelli nýrrar dómstólaskipunar en dómstóllinn var þá enn að ljúka við að dæma þau mál sem áfrýjað hafði verið til dómsins áður en Landsréttur tók við hlutverki áfrýjunardómstóls. Það sem af er þessu ári hafa 44 dómar verið kveðnir upp í Hæstarétti, sem samsvarar einum dómi á viku. Í fyrrnefndri frétt á vef réttarins kemur einnig fram að meðalmálsmeðferðartími áfrýjunar- og kærumála fyrir Hæstarétti var 7,6 vikur á fyrri hluta þessa árs og hefur hann styst um helming frá síðasta ári.
Birtist í Fréttablaðinu Dómstólar Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira