Hamrén: Ánægður með hvernig mörk við skoruðum Arnar Geir Halldórsson og Óskar Ófeigur Jónsson skrifa 17. nóvember 2019 22:04 Hamrén kvaðst ánægður með frammistöðu ungu strákanna gegn Moldóvu. vísir/getty „Við komum hingað til að ná í þrjú stig og það tókst svo ég er ánægður með það. Ég er líka ánægður með mörkin sem við skoruðum,“ voru fyrstu viðbrögð Erik Hamrén, landsliðsþjálfara Íslands, eftir 1-2 sigur á Moldóvu í undankeppni EM í kvöld. Ísland lýkur keppni í riðlinum með 19 stig sem skilar liðinu 3.sæti í riðlinum. Það dugir ekki til að fara beint á EM og þarf íslenska liðið því að fara í umspil. „Ég er ánægður með að ná í nítján stig og það eru ekki mörg lið sem ná því en komast samt ekki beint á EM. Tyrkir náðu fjórum stigum gegn Frökkum, heimsmeisturunum. Það er ástæðan fyrir að við erum ekki að fara beint á EM,“ segir Hamrén. Það voru ferskir vindar sem blésu með byrjunarliðinu í dag og landsliðsþjálfarinn var ánægður með leikmenn á borð við Mikael Neville Anderson, Arnór Sigurðsson og Samúel Kára Friðjónsson „Mér fannst þeir gera vel. Mikael fékk að finna fyrir því en hann er snöggur og hann er alltaf á miklum hraða svo hann fær oft að finna harkalega fyrir því. Ég var ánægður með að sjá hvernig þessir framtíðarleikmenn komu inn í leikinn,“ segir Hamrén. Kolbeinn Sigþórsson fór meiddur af velli eftir hálftíma leik en Hamrén gat ekki sagt til um alvarleika meiðslanna að svo stöddu. „Ég vona að þetta sé ekkert alvarlegt. Hann fann mikið til þegar hann kom útaf en við verðum bara að sjá. Þetta er ökklinn á honum og vonandi er þetta ekkert sem heldur honum lengi frá,“ sagði Hamrén sem mun fylgjast spenntur með drættinum í vikunni. „Það er mjög gott að fá heimaleik í umspilinu. Við erum spenntir að sjá hverjum við mætum,“ segir Hamrén.Klippa: Viðtal við Hamrén EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Kolbeinn studdur af velli í Moldóvu Kolbeinn Sigþórsson fór meiddur af velli eftir hálftíma leik í Moldóvu. 17. nóvember 2019 20:20 Leik lokið: Moldóva - Ísland 1-2 | Gylfi tryggði Íslendingum sigur í Kísínev Ísland vann Moldóvu, 1-2, í síðasta leik sínum í undankeppni EM 2020. Gylfi Þór Sigurðsson skoraði sigurmark Íslendinga. 17. nóvember 2019 22:45 Einkunnir eftir sigurinn á Moldóvu: Birkir bestur Birkir Bjarnason stóð upp úr í íslenska liðinu í sigrinum á Moldóvu. 17. nóvember 2019 21:30 Mest lesið Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Fótbolti Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða Fótbolti Uppgjör: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Íslenski boltinn Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Fótbolti Barcelona rúllaði yfir Como Fótbolti Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Körfubolti „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ Fótbolti Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Fleiri fréttir Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Uppgjör: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Brøndby náði í sigur heimafyrir Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Ísak nældi í gult í tapi Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Ólafur skoraði en Aalesund fékk skell Ísak skoraði en Lyngby tapaði Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Sjá meira
„Við komum hingað til að ná í þrjú stig og það tókst svo ég er ánægður með það. Ég er líka ánægður með mörkin sem við skoruðum,“ voru fyrstu viðbrögð Erik Hamrén, landsliðsþjálfara Íslands, eftir 1-2 sigur á Moldóvu í undankeppni EM í kvöld. Ísland lýkur keppni í riðlinum með 19 stig sem skilar liðinu 3.sæti í riðlinum. Það dugir ekki til að fara beint á EM og þarf íslenska liðið því að fara í umspil. „Ég er ánægður með að ná í nítján stig og það eru ekki mörg lið sem ná því en komast samt ekki beint á EM. Tyrkir náðu fjórum stigum gegn Frökkum, heimsmeisturunum. Það er ástæðan fyrir að við erum ekki að fara beint á EM,“ segir Hamrén. Það voru ferskir vindar sem blésu með byrjunarliðinu í dag og landsliðsþjálfarinn var ánægður með leikmenn á borð við Mikael Neville Anderson, Arnór Sigurðsson og Samúel Kára Friðjónsson „Mér fannst þeir gera vel. Mikael fékk að finna fyrir því en hann er snöggur og hann er alltaf á miklum hraða svo hann fær oft að finna harkalega fyrir því. Ég var ánægður með að sjá hvernig þessir framtíðarleikmenn komu inn í leikinn,“ segir Hamrén. Kolbeinn Sigþórsson fór meiddur af velli eftir hálftíma leik en Hamrén gat ekki sagt til um alvarleika meiðslanna að svo stöddu. „Ég vona að þetta sé ekkert alvarlegt. Hann fann mikið til þegar hann kom útaf en við verðum bara að sjá. Þetta er ökklinn á honum og vonandi er þetta ekkert sem heldur honum lengi frá,“ sagði Hamrén sem mun fylgjast spenntur með drættinum í vikunni. „Það er mjög gott að fá heimaleik í umspilinu. Við erum spenntir að sjá hverjum við mætum,“ segir Hamrén.Klippa: Viðtal við Hamrén
EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Kolbeinn studdur af velli í Moldóvu Kolbeinn Sigþórsson fór meiddur af velli eftir hálftíma leik í Moldóvu. 17. nóvember 2019 20:20 Leik lokið: Moldóva - Ísland 1-2 | Gylfi tryggði Íslendingum sigur í Kísínev Ísland vann Moldóvu, 1-2, í síðasta leik sínum í undankeppni EM 2020. Gylfi Þór Sigurðsson skoraði sigurmark Íslendinga. 17. nóvember 2019 22:45 Einkunnir eftir sigurinn á Moldóvu: Birkir bestur Birkir Bjarnason stóð upp úr í íslenska liðinu í sigrinum á Moldóvu. 17. nóvember 2019 21:30 Mest lesið Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Fótbolti Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða Fótbolti Uppgjör: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Íslenski boltinn Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Fótbolti Barcelona rúllaði yfir Como Fótbolti Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Körfubolti „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ Fótbolti Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Fleiri fréttir Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Uppgjör: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Brøndby náði í sigur heimafyrir Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Ísak nældi í gult í tapi Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Ólafur skoraði en Aalesund fékk skell Ísak skoraði en Lyngby tapaði Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Sjá meira
Kolbeinn studdur af velli í Moldóvu Kolbeinn Sigþórsson fór meiddur af velli eftir hálftíma leik í Moldóvu. 17. nóvember 2019 20:20
Leik lokið: Moldóva - Ísland 1-2 | Gylfi tryggði Íslendingum sigur í Kísínev Ísland vann Moldóvu, 1-2, í síðasta leik sínum í undankeppni EM 2020. Gylfi Þór Sigurðsson skoraði sigurmark Íslendinga. 17. nóvember 2019 22:45
Einkunnir eftir sigurinn á Moldóvu: Birkir bestur Birkir Bjarnason stóð upp úr í íslenska liðinu í sigrinum á Moldóvu. 17. nóvember 2019 21:30
Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn
Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn