Hvað gerum við nú? Lárus S. Lárusson skrifar 17. nóvember 2019 18:37 Íslenskt samfélag og þjóð hefur ekki verið söm eftir hrunið mikla 2008. Þá gerðist dálítið í sálarlífi þjóðarinnar sem hefur ekki gróið. Skyldi engan undra heldur því skammt hefur verið stórra högga á milli. Eftir hrunið komu Panamaskjölin, svo Landsréttarmálið, þá Klaustursumræðan og nú nýverið Gammamálið og Samherjaskjölin. Á rúmum áratug höfum við séð hulunni svipt af gegndarlausri græðgi, siðleysi og spillingu, við höfum horft upp á hrun fjármálakerfis og samfélagsinnviða og í kjölfar þess hefur þjóðin misst traust sitt til Alþingis, dómstóla, atvinnulífsins og flestra stofnanna samfélagsins. Sá samfélagssáttmáli sem batt þjóðina saman hefur rofnað og enginn náð að hnýta þau vébönd aftur. Það hafa líka verið gerð mörg mistök sem ýtt hafa undir tortryggni þjóðarinnar í garð ráðamanna, mistök sem hafa alið þá trú margra að í landinu búi tvær þjóðir, hin ríka þjóð sem allt er gert fyrir og hefur greiðan aðgang að völdum og auðlindum og svo hin þjóðin, hin fátæka og fáskipta þjóð sem lítið er hlustað á. Önnur þjóðin virðist komast upp með að véla með eignir og fé út um allan heim án ábyrgðar. Í nýlegri bók fyrrverandi seðlabankastjóra Svein Harald Øygard, Í víglínu íslenskra fjármála, furðar hann sig á því að í kjölfar hrunsins hafi ekkert verið gert til þess að leita uppi peninga sem teknir höfðu verði út úr bönkunum og komið fyrir í skattaskjólum erlendis. Slíkt hafi verið gert annars staðar með góðum árangri. Á þetta hafði Eva Joly einnig bent löngu áður. Ærið tilefni er til hjá íslensku þjóðinni að hafa slíkan leitarhóp að störfum ef marka má Panamaskjölin og fleiri uppljóstranir sem litið hafa dagsins ljós. En nei, þannig virkar það ekki á Íslandi. Þeir sem eiga peninga, hvort sem það er illa fengið fé eður ei, fá að halda sínum peningum. Við verðum að horfast í augu við sannleikann. Sannleikurinn gjörir yður frjálsa. Böndum verður ekki komið á spillingu, peningaþvætti, skattaskjól og aðrar birtingarmyndir græðgisvæðingar heimsins nema með samstilltu og sameiginlegu átaki. Þetta er sameiginlegt verkefni rétt eins og jafnrétti, mannréttindi og umhverfisvernd. Hættum að bera blak af því sem upp er komið, með því fæst engin bati. Stjórnvöld verða að hlusta á ákall þjóðarinnar og mæta kröfum hennar. Fyrsta skrefið í því er að viðurkenna nýja stjórnarskrá. Ég segi viðurkenna því stjórnarskrárgjafinn, þjóðin sjálf, er löngu búin að lýsa því yfir að hún vil nýja stjórnarskrá, það er Alþingi og ráðamenn sem hafa ekki viljað viðurkenna eða horfast í augu við vilja stjórnarskrárgjafans. Næsta skref er að tryggja öryggi þeirra sem sprengt hafa kýli samfélagsins, þar er ég að tala um vernd uppljóstrara og sjálfstæði fréttamiðla, sérstaklega rannsóknarfréttastofa. Í þriðja lagi þarf að stórefla eftirlit og rannsókn efnahagsbrota og veita eftirlitsaðilum og rannsakendum skýr og virk lagaúrræði til að rannsaka brot og hafa víðtæk úrræði til inngripa og beitingu viðurlaga. Í fjórða lagi þurfum við að viðurkenna að spilling er til á Íslandi og koma verður upp hlutlausu eftirlitskerfi til þess að takast á við hana. Slíkt eftirlitskerfi þarf að búa yfir ofangreindum eiginleikum, vernd uppljóstrar, inngrips- og rannsóknarúrræði og skýr viðurlög. Í Íslandsklukkunni segir að feitur þjónn sé ekki mikill maður en barður þræll sé mikill maður því í brjósti hans á frelsið heima. Þannig er íslenska þjóðin. Hún vill ekki fitna í þjónustu ranglætisins. Hún er barinn þræll sem ber frelsi og réttlæti í brjósti sér. Slíka þjóð er ekki hægt að hundsa eða leiða hjá sér, slík þjóð nær á endanum réttlætinu fram.Lárus S. Lárusson Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hrunið Mest lesið Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Sjá meira
Íslenskt samfélag og þjóð hefur ekki verið söm eftir hrunið mikla 2008. Þá gerðist dálítið í sálarlífi þjóðarinnar sem hefur ekki gróið. Skyldi engan undra heldur því skammt hefur verið stórra högga á milli. Eftir hrunið komu Panamaskjölin, svo Landsréttarmálið, þá Klaustursumræðan og nú nýverið Gammamálið og Samherjaskjölin. Á rúmum áratug höfum við séð hulunni svipt af gegndarlausri græðgi, siðleysi og spillingu, við höfum horft upp á hrun fjármálakerfis og samfélagsinnviða og í kjölfar þess hefur þjóðin misst traust sitt til Alþingis, dómstóla, atvinnulífsins og flestra stofnanna samfélagsins. Sá samfélagssáttmáli sem batt þjóðina saman hefur rofnað og enginn náð að hnýta þau vébönd aftur. Það hafa líka verið gerð mörg mistök sem ýtt hafa undir tortryggni þjóðarinnar í garð ráðamanna, mistök sem hafa alið þá trú margra að í landinu búi tvær þjóðir, hin ríka þjóð sem allt er gert fyrir og hefur greiðan aðgang að völdum og auðlindum og svo hin þjóðin, hin fátæka og fáskipta þjóð sem lítið er hlustað á. Önnur þjóðin virðist komast upp með að véla með eignir og fé út um allan heim án ábyrgðar. Í nýlegri bók fyrrverandi seðlabankastjóra Svein Harald Øygard, Í víglínu íslenskra fjármála, furðar hann sig á því að í kjölfar hrunsins hafi ekkert verið gert til þess að leita uppi peninga sem teknir höfðu verði út úr bönkunum og komið fyrir í skattaskjólum erlendis. Slíkt hafi verið gert annars staðar með góðum árangri. Á þetta hafði Eva Joly einnig bent löngu áður. Ærið tilefni er til hjá íslensku þjóðinni að hafa slíkan leitarhóp að störfum ef marka má Panamaskjölin og fleiri uppljóstranir sem litið hafa dagsins ljós. En nei, þannig virkar það ekki á Íslandi. Þeir sem eiga peninga, hvort sem það er illa fengið fé eður ei, fá að halda sínum peningum. Við verðum að horfast í augu við sannleikann. Sannleikurinn gjörir yður frjálsa. Böndum verður ekki komið á spillingu, peningaþvætti, skattaskjól og aðrar birtingarmyndir græðgisvæðingar heimsins nema með samstilltu og sameiginlegu átaki. Þetta er sameiginlegt verkefni rétt eins og jafnrétti, mannréttindi og umhverfisvernd. Hættum að bera blak af því sem upp er komið, með því fæst engin bati. Stjórnvöld verða að hlusta á ákall þjóðarinnar og mæta kröfum hennar. Fyrsta skrefið í því er að viðurkenna nýja stjórnarskrá. Ég segi viðurkenna því stjórnarskrárgjafinn, þjóðin sjálf, er löngu búin að lýsa því yfir að hún vil nýja stjórnarskrá, það er Alþingi og ráðamenn sem hafa ekki viljað viðurkenna eða horfast í augu við vilja stjórnarskrárgjafans. Næsta skref er að tryggja öryggi þeirra sem sprengt hafa kýli samfélagsins, þar er ég að tala um vernd uppljóstrara og sjálfstæði fréttamiðla, sérstaklega rannsóknarfréttastofa. Í þriðja lagi þarf að stórefla eftirlit og rannsókn efnahagsbrota og veita eftirlitsaðilum og rannsakendum skýr og virk lagaúrræði til að rannsaka brot og hafa víðtæk úrræði til inngripa og beitingu viðurlaga. Í fjórða lagi þurfum við að viðurkenna að spilling er til á Íslandi og koma verður upp hlutlausu eftirlitskerfi til þess að takast á við hana. Slíkt eftirlitskerfi þarf að búa yfir ofangreindum eiginleikum, vernd uppljóstrar, inngrips- og rannsóknarúrræði og skýr viðurlög. Í Íslandsklukkunni segir að feitur þjónn sé ekki mikill maður en barður þræll sé mikill maður því í brjósti hans á frelsið heima. Þannig er íslenska þjóðin. Hún vill ekki fitna í þjónustu ranglætisins. Hún er barinn þræll sem ber frelsi og réttlæti í brjósti sér. Slíka þjóð er ekki hægt að hundsa eða leiða hjá sér, slík þjóð nær á endanum réttlætinu fram.Lárus S. Lárusson
Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun