Andrés Bretaprins hafnar ásökunum um nauðgun Vésteinn Örn Pétursson skrifar 17. nóvember 2019 09:39 Andrés prins. Vísir/Getty Andrés Bretaprins, hertoginn af Jórvík og sonur Elísabetar Englandsdrottningar, hafnar alfarið ásökunum bandarískrar konu á hendur honum. Hún segist hafa verið undir lögaldri þegar prinsinn á að hafa neytt hana til þess að stunda með honum kynlíf, og þannig nauðgað henni. Prinsinn var til viðtals hjá breska ríkissjónvarpinu í gær, þar sem hann svaraði meðal annars spurningum um meint tengsl sín við barnaníðinginn og viðskiptajöfurinn Jeffrey Epstein, auk þess sem hann hafnaði ásökunum hinnar bandarísku Virginiu Giuffre. Giuffre, sem gekk undir nafninu Virginia Roberts þegar hin meintu brot prinsins á henni eiga að hafa átt sér stað, segist alls þrisvar hafa verið látin stunda samfarir við Andrés á árunum 2001 og 2002. Segist hún hafa verið 17 ára þegar brotin hófust. Hún segir brot prinsins gegn sér hafa átt sér stað í London, New-York og á einkaeyja Epstein í Bandarísku Jómfrúaeyjum. „Ég man ekki eftir að hafa hitt þessa konu. Bara alls ekki,“ sagði prinsinn í viðtalinu við BBC. Þá sagði Andrés meðal annars að framburður Giuffre um að prinsinn hefði „svitnað ákaflega mikið“ þegar þau dönsuðu á skemmtistað geti ekki staðist, hann sé nefnilega haldinn kvilla sem veldur því að hann geti einfaldlega ekki svitnað. Mikið hefur verið rætt og ritað um viðtalið í Bretlandi en fjölmiðlar þar í landi telja viðtalið hafa verið misheppnað og illa úthugsað skref hjá prinsinum. Viðtalið í heild má sjá hér að neðan. Bretland Mál Jeffrey Epstein Kóngafólk Kynferðisofbeldi Mál Andrésar prins Tengdar fréttir Konungsfjölskyldan segir ásakanir á hendur Andrési prins vera andstyggilegar Andrés prins segist vera hneykslaður á ásökunum um að hann hafi framið kynferðisbrot eftir að breski fjölmiðillinn Mail on Sunday birti myndir af honum og auðkýfinginum Jeffrey Epstein sem teknar voru á heimili Epstein árið 2010. 19. ágúst 2019 07:20 Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Sjá meira
Andrés Bretaprins, hertoginn af Jórvík og sonur Elísabetar Englandsdrottningar, hafnar alfarið ásökunum bandarískrar konu á hendur honum. Hún segist hafa verið undir lögaldri þegar prinsinn á að hafa neytt hana til þess að stunda með honum kynlíf, og þannig nauðgað henni. Prinsinn var til viðtals hjá breska ríkissjónvarpinu í gær, þar sem hann svaraði meðal annars spurningum um meint tengsl sín við barnaníðinginn og viðskiptajöfurinn Jeffrey Epstein, auk þess sem hann hafnaði ásökunum hinnar bandarísku Virginiu Giuffre. Giuffre, sem gekk undir nafninu Virginia Roberts þegar hin meintu brot prinsins á henni eiga að hafa átt sér stað, segist alls þrisvar hafa verið látin stunda samfarir við Andrés á árunum 2001 og 2002. Segist hún hafa verið 17 ára þegar brotin hófust. Hún segir brot prinsins gegn sér hafa átt sér stað í London, New-York og á einkaeyja Epstein í Bandarísku Jómfrúaeyjum. „Ég man ekki eftir að hafa hitt þessa konu. Bara alls ekki,“ sagði prinsinn í viðtalinu við BBC. Þá sagði Andrés meðal annars að framburður Giuffre um að prinsinn hefði „svitnað ákaflega mikið“ þegar þau dönsuðu á skemmtistað geti ekki staðist, hann sé nefnilega haldinn kvilla sem veldur því að hann geti einfaldlega ekki svitnað. Mikið hefur verið rætt og ritað um viðtalið í Bretlandi en fjölmiðlar þar í landi telja viðtalið hafa verið misheppnað og illa úthugsað skref hjá prinsinum. Viðtalið í heild má sjá hér að neðan.
Bretland Mál Jeffrey Epstein Kóngafólk Kynferðisofbeldi Mál Andrésar prins Tengdar fréttir Konungsfjölskyldan segir ásakanir á hendur Andrési prins vera andstyggilegar Andrés prins segist vera hneykslaður á ásökunum um að hann hafi framið kynferðisbrot eftir að breski fjölmiðillinn Mail on Sunday birti myndir af honum og auðkýfinginum Jeffrey Epstein sem teknar voru á heimili Epstein árið 2010. 19. ágúst 2019 07:20 Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Sjá meira
Konungsfjölskyldan segir ásakanir á hendur Andrési prins vera andstyggilegar Andrés prins segist vera hneykslaður á ásökunum um að hann hafi framið kynferðisbrot eftir að breski fjölmiðillinn Mail on Sunday birti myndir af honum og auðkýfinginum Jeffrey Epstein sem teknar voru á heimili Epstein árið 2010. 19. ágúst 2019 07:20