„Þarft kannski frekar áfallahjálp eftir eins stigs tap“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 15. nóvember 2019 20:27 Þór hefur tapað öllum sjö leikjum sínum í Domino's deild karla í vetur. mynd/facebook-síða þórs Lárus Jónsson, þjálfari Þórs Ak., bar sig vel þrátt fyrir 61 stigs tap hans manna fyrir Njarðvík, 113-52, í kvöld. „Fljótlega þegar fór að líða á seinni hálfleikinn sá maður hvernig þetta myndi enda. Maður var búinn að jafna sig á að tapa. Þetta er öðruvísi en að tapa með einu stigi, þá þarftu kannski á áfallahjálp að halda,“ sagði Lárus við Vísi eftir leik. Þórsarar hafa tapað öllum leikjum sínum í vetur en aldrei eins illa og í kvöld. „Við hittum á Njarðvík í ágætis stuði. Eftir 1. leikhluta var þetta jafnt en þeir náðu áhlaupi í 2. leikhluta. Eftir það náðum við engu áhlaupi sem er mjög óvenjulegt. Yfirleitt nær maður einhvers konar áhlaupi,“ sagði Lárus. En fannst honum Þórsarar gefast upp í leiknum? „Mér fannst við missa móðinn. Ég veit ekki hvort ég eigi að kalla þetta uppgjöf. Ungu strákarnir sem komu inn á lögðu sig alla fram en þá voru þeir að spila á móti betri körfuboltamönnum. Lykilmenn okkar voru ekki nógu góðir í dag,“ sagði Lárus. Hans bíður það erfiða verkefni að reisa Þórsara við eftir þetta stórtap í kvöld. „Ég kom einu sinni hingað með Hamri og tapaði með 50 stigum. Við fengum nýjan Bandaríkjamann og unnum átta í röð eftir það,“ sagði Lárus að lokum. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun: Njarðvík - Þór Ak. 113-52 | Njarðvíkingar tóku Þórsara í bakaríið Njarðvík vann 61 stigs sigur á Þór AK., 113-52, í Domino's deild karla í kvöld. 15. nóvember 2019 20:30 Mest lesið „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Fleiri fréttir Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers Sjá meira
Lárus Jónsson, þjálfari Þórs Ak., bar sig vel þrátt fyrir 61 stigs tap hans manna fyrir Njarðvík, 113-52, í kvöld. „Fljótlega þegar fór að líða á seinni hálfleikinn sá maður hvernig þetta myndi enda. Maður var búinn að jafna sig á að tapa. Þetta er öðruvísi en að tapa með einu stigi, þá þarftu kannski á áfallahjálp að halda,“ sagði Lárus við Vísi eftir leik. Þórsarar hafa tapað öllum leikjum sínum í vetur en aldrei eins illa og í kvöld. „Við hittum á Njarðvík í ágætis stuði. Eftir 1. leikhluta var þetta jafnt en þeir náðu áhlaupi í 2. leikhluta. Eftir það náðum við engu áhlaupi sem er mjög óvenjulegt. Yfirleitt nær maður einhvers konar áhlaupi,“ sagði Lárus. En fannst honum Þórsarar gefast upp í leiknum? „Mér fannst við missa móðinn. Ég veit ekki hvort ég eigi að kalla þetta uppgjöf. Ungu strákarnir sem komu inn á lögðu sig alla fram en þá voru þeir að spila á móti betri körfuboltamönnum. Lykilmenn okkar voru ekki nógu góðir í dag,“ sagði Lárus. Hans bíður það erfiða verkefni að reisa Þórsara við eftir þetta stórtap í kvöld. „Ég kom einu sinni hingað með Hamri og tapaði með 50 stigum. Við fengum nýjan Bandaríkjamann og unnum átta í röð eftir það,“ sagði Lárus að lokum.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun: Njarðvík - Þór Ak. 113-52 | Njarðvíkingar tóku Þórsara í bakaríið Njarðvík vann 61 stigs sigur á Þór AK., 113-52, í Domino's deild karla í kvöld. 15. nóvember 2019 20:30 Mest lesið „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Fleiri fréttir Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers Sjá meira
Umfjöllun: Njarðvík - Þór Ak. 113-52 | Njarðvíkingar tóku Þórsara í bakaríið Njarðvík vann 61 stigs sigur á Þór AK., 113-52, í Domino's deild karla í kvöld. 15. nóvember 2019 20:30