Styðja verkföll kollega sinna Stefán Ó. Jónsson skrifar 15. nóvember 2019 06:28 Höfuðstöðvar Ríkisútvarpsins við Efstaleiti. Vísir/vilhelm Það er kominn tími til að störf blaðamanna verði metin að verðleikum, að mati stéttarfélags fréttamanna sem starfa á fréttastofu Ríkisútvarpsins. Félagið segist styðja yfirstandandi kjarabaráttu Blaðamannafélags Íslands við Samtök atvinnulífsins. Samninganefndir blaðamanna og SA funduðu í sex klukkustundir hjá Ríkissáttasemjara í gær, án þess þó að ná samningi. Boðuð vinnustöðvun blaðamanna á stærstu vefmiðlum landsins hefst því klukkan 10 í dag og lýkur klukkan 18. Í yfirlýsingu frá Félagi fréttamanna hjá Ríkisútvarpinu segist félagið styðja „heilshugar verkfallsaðgerðir Blaðamannafélagsins og treystir því að ritstjórar og eigendur fjölmiðla virði lögboðin verkföll þeirra.“ Ætla má að þar sé vísað til yfirmanna hjá Morgunblaðinu, sem gerðu starfsmönnum prentmiðilsins og sumarstarfsmanni að skrifa fréttir á vefinn á meðan síðasta vinnustöðvun blaðamanna fór fram fyrir viku. Morgunblaðið og vefur þess hafa verið kærð fyrir 30 verkfallsbrot, sem Félagsdómur tekur fyrir í næstu viku.Sjá einnig: Blaðamenn leggja aftur niður störf „Laun blaðamanna á Íslandi eru almennt langt frá því að vera í samræmi við vinnutíma, álag í starfi og þá ábyrgð sem blaðamenn bera. Fjölmiðlar gegna grundvallarhlutverki í lýðræðissamfélagi í því að upplýsa almenning um það sem gerist í samfélaginu og veita ráðandi öflum aðhald. Það geta þeir varla gert ef hæfir fréttamenn hrekjast úr starfinu vegna lágra launa, líkt og gerist trekk í trekk,“ segir jafnframt í fyrrnefndri yfirlýsingu fréttamanna Ríkisútvarpsins. Sem fyrr segir lauk samningafundi blaðamanna og SA í gær án niðurstöðu. Síðarnefnda félagið lagði fram tilboð á fundinum, blaðamenn lögðu fram gagntilboð en á hvorugt þeirra var fallist. Vísir ræddi í gærkvöld við Hjálmar Jónsson, formann Blaðamannafélagsins, og Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóra SA, um sýn þeirra á stöðuna. Báðir eru þeir sammála um að enn sé langt á milli samninganefnda.Flestir blaðamenn á Vísi eru í Blaðamannafélagi Íslands, þar á meðal sá sem þetta skrifar. Fjölmiðlar Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Blaðamenn leggja aftur niður störf Samninganefndir Blaðamannafélags Íslands og Samtaka atvinnulífsins náðu ekki samningum á fundi nefndanna hjá Ríkissáttasemjara í dag. 14. nóvember 2019 19:00 Deila áfram um lífskjarasamninginn Kjarasamningar hafa ekki náðst á milli Samtaka atvinnulífsins og Blaðamannafélags Íslands. Boðað hefur verið til verkfalls blaðamanna í Blaðamannafélaginu á morgun. 14. nóvember 2019 22:49 „Það er afskaplega langt í land“ Fundur milli samningsaðila var haldinn hjá Ríkissáttasemjara í dag klukkan 13:30 og lauk honum skömmu fyrir sjö, án samnings. 14. nóvember 2019 20:41 Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Fleiri fréttir „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Sjá meira
Það er kominn tími til að störf blaðamanna verði metin að verðleikum, að mati stéttarfélags fréttamanna sem starfa á fréttastofu Ríkisútvarpsins. Félagið segist styðja yfirstandandi kjarabaráttu Blaðamannafélags Íslands við Samtök atvinnulífsins. Samninganefndir blaðamanna og SA funduðu í sex klukkustundir hjá Ríkissáttasemjara í gær, án þess þó að ná samningi. Boðuð vinnustöðvun blaðamanna á stærstu vefmiðlum landsins hefst því klukkan 10 í dag og lýkur klukkan 18. Í yfirlýsingu frá Félagi fréttamanna hjá Ríkisútvarpinu segist félagið styðja „heilshugar verkfallsaðgerðir Blaðamannafélagsins og treystir því að ritstjórar og eigendur fjölmiðla virði lögboðin verkföll þeirra.“ Ætla má að þar sé vísað til yfirmanna hjá Morgunblaðinu, sem gerðu starfsmönnum prentmiðilsins og sumarstarfsmanni að skrifa fréttir á vefinn á meðan síðasta vinnustöðvun blaðamanna fór fram fyrir viku. Morgunblaðið og vefur þess hafa verið kærð fyrir 30 verkfallsbrot, sem Félagsdómur tekur fyrir í næstu viku.Sjá einnig: Blaðamenn leggja aftur niður störf „Laun blaðamanna á Íslandi eru almennt langt frá því að vera í samræmi við vinnutíma, álag í starfi og þá ábyrgð sem blaðamenn bera. Fjölmiðlar gegna grundvallarhlutverki í lýðræðissamfélagi í því að upplýsa almenning um það sem gerist í samfélaginu og veita ráðandi öflum aðhald. Það geta þeir varla gert ef hæfir fréttamenn hrekjast úr starfinu vegna lágra launa, líkt og gerist trekk í trekk,“ segir jafnframt í fyrrnefndri yfirlýsingu fréttamanna Ríkisútvarpsins. Sem fyrr segir lauk samningafundi blaðamanna og SA í gær án niðurstöðu. Síðarnefnda félagið lagði fram tilboð á fundinum, blaðamenn lögðu fram gagntilboð en á hvorugt þeirra var fallist. Vísir ræddi í gærkvöld við Hjálmar Jónsson, formann Blaðamannafélagsins, og Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóra SA, um sýn þeirra á stöðuna. Báðir eru þeir sammála um að enn sé langt á milli samninganefnda.Flestir blaðamenn á Vísi eru í Blaðamannafélagi Íslands, þar á meðal sá sem þetta skrifar.
Fjölmiðlar Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Blaðamenn leggja aftur niður störf Samninganefndir Blaðamannafélags Íslands og Samtaka atvinnulífsins náðu ekki samningum á fundi nefndanna hjá Ríkissáttasemjara í dag. 14. nóvember 2019 19:00 Deila áfram um lífskjarasamninginn Kjarasamningar hafa ekki náðst á milli Samtaka atvinnulífsins og Blaðamannafélags Íslands. Boðað hefur verið til verkfalls blaðamanna í Blaðamannafélaginu á morgun. 14. nóvember 2019 22:49 „Það er afskaplega langt í land“ Fundur milli samningsaðila var haldinn hjá Ríkissáttasemjara í dag klukkan 13:30 og lauk honum skömmu fyrir sjö, án samnings. 14. nóvember 2019 20:41 Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Fleiri fréttir „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Sjá meira
Blaðamenn leggja aftur niður störf Samninganefndir Blaðamannafélags Íslands og Samtaka atvinnulífsins náðu ekki samningum á fundi nefndanna hjá Ríkissáttasemjara í dag. 14. nóvember 2019 19:00
Deila áfram um lífskjarasamninginn Kjarasamningar hafa ekki náðst á milli Samtaka atvinnulífsins og Blaðamannafélags Íslands. Boðað hefur verið til verkfalls blaðamanna í Blaðamannafélaginu á morgun. 14. nóvember 2019 22:49
„Það er afskaplega langt í land“ Fundur milli samningsaðila var haldinn hjá Ríkissáttasemjara í dag klukkan 13:30 og lauk honum skömmu fyrir sjö, án samnings. 14. nóvember 2019 20:41