Deila áfram um lífskjarasamninginn Eiður Þór Árnason skrifar 14. nóvember 2019 22:49 Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, er hóflega bjartsýnn á næstu skref í kjaraviðræðunum. Vísir/vilhelm „Við sátum lungann úr deginum frá klukkan hálf tvö til að verða sjö. Niðurstaðan var sú að Ríkissáttasemjari ákvað að slíta fundi. Fundurinn var árangurslaus,“ sagði Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins (SA), í samtali við Vísi um stöðuna í kjaraviðræðum SA og Blaðamannafélags Íslands. Boðað hefur verið til verkfalls blaðamanna í Blaðamannafélaginu á morgun. Halldór segir að Samtök atvinnulífsins hafi lagt fram tilboð á fundinum í dag og að Blaðamannafélagið hafi lagt fram gagntilboð í kjölfarið. SA féllst ekki á það tilboð. „Það var óaðgengilegt og getur ekki orðið grunnur að kjarasamningi við Samtök atvinnulífsins. Þar við sat í kvöld og verkföll munu skella á morgun milli klukkan tíu og sex.“Tilgangslaust að sitja lengur Fram kom í máli Hjálmars Jónssonar, formanns Blaðamannafélags Íslands, eftir fundinn í kvöld að samninganefnd Blaðamannafélagsins hafi viljað sitja fundinn lengur vegna yfirvofandi verkfalls á morgun en ekki hafi verið vilji til þess að hálfu SA. Halldór telur að það hefði ekki orðið vænlegt til árangurs.Sjá einnig: „Það er afskaplega langt í land“„Það er einfaldlega allt of langt á milli aðila til þess að það skili einhverjum árangri, og þar við situr. Það hefði ekki skilað neinum árangri að sitja lengur, það hefði verið algjörlega tilgangslaust.“ Halldór segir að Samtök atvinnulífsins hafi boðið öllum viðsemjendum sínum samningstilboð sem byggist á lífskjarasamningnum og með þeim hætti samið við 97% af viðsemjendum sínum. „Það höfum við nú þegar gert fyrir Blaðamannafélagið, en við höfum ekki komist lengra með þetta að sinni.“ Forysta Blaðamannafélagsins hefur þó fullyrt að félagið sé ekki að fara út fyrir umræddan lífskjarasamning í sinni kröfugerð. Þessu er Halldór hróplega ósammála. „Ef svo væri þá væru Samtök atvinnulífsins búin að undirrita kjarasamning við Blaðamannafélagið. Það sjá allir að sú fullyrðing stenst ekki skoðun.“Svo ykkur greinir á um það að tilboðið rúmist innan samningsins?„Það rúmast ekki innan samningsins. Um það þarf ekkert að deila.“Hefur stefnt Samtökum atvinnulífsins Blaðamannafélagið hefur stefnt Samtökum atvinnulífsins vegna meintra verkfallsbrota Árvakurs í síðustu viku og verður málið þingfest í Félagsdómi á þriðjudag. Halldór segist vera ósammála þessari túlkun Blaðamannafélagsins en að hann virði á sama tíma rétt þeirra til að skjóta málinu til félagsdóms. „Við sjáum bara hvernig félagsdómur úrskurðar í þessu máli. Reglurnar eru alveg skýrar, við höfum brýnt þær fyrir okkar umbjóðendum og svo lengi sem farið er eftir þeim þá óttast ég ekki niðurstöðu félagsdóms.“Sjá einnig: Blaðamenn leggja aftur niður störfBoðað hefur verið til næsta fundar í kjaradeilunni hjá Ríkissáttasemjara á þriðjudag í næstu viku. Halldór segist vona að ekki komi til fleiri verkfalla. „Verkföll valda alltaf tjóni, ekki bara fyrirtækjunum heldur líka starfsmönnunum sem taka þátt í þeim. Að því leitinu til mynda þau allratap og ég vona að til fleiri verkfalla komi ekki.“Ertu bjartsýnn á næstu skref?„Ég er hóflega bjartsýnn en raunsær á sama tíma.“Flestir blaðamenn Vísis eru í Blaðamannafélagi Íslands, þar á meðal sá sem þetta skrifar. Fjölmiðlar Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Blaðamenn leggja aftur niður störf Samninganefndir Blaðamannafélags Íslands og Samtaka atvinnulífsins náðu ekki samningum á fundi nefndanna hjá Ríkissáttasemjara í dag. 14. nóvember 2019 19:00 Þrjátíu tilfelli um meint verkfallsbrot hjá Morgunblaðinu og eitt hjá RÚV Blaðamannafélag Íslands hefur kært RÚV og Morgunblaðið fyrir meint verkfallsbrot en formaður félagsins óttast að Félagsdómur verði ekki búinn að komast að niðurstöðu fyrir næstu verkföll sem eru á föstudag. 11. nóvember 2019 13:31 Meint verkfallsbrot Árvakurs tekin fyrir í Félagsdómi á þriðjudag Blaðamannafélag Íslands hefur stefnt Samtökum atvinnulífsins vegna meintra verkfallsbrota Árvakurs í vinnustöðvun vefblaðamanna sem fór fram síðastliðinn föstudag frá klukkan 10 til 14. 14. nóvember 2019 18:00 „Það er afskaplega langt í land“ Fundur milli samningsaðila var haldinn hjá Ríkissáttasemjara í dag klukkan 13:30 og lauk honum skömmu fyrir sjö, án samnings. 14. nóvember 2019 20:41 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Sjá meira
„Við sátum lungann úr deginum frá klukkan hálf tvö til að verða sjö. Niðurstaðan var sú að Ríkissáttasemjari ákvað að slíta fundi. Fundurinn var árangurslaus,“ sagði Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins (SA), í samtali við Vísi um stöðuna í kjaraviðræðum SA og Blaðamannafélags Íslands. Boðað hefur verið til verkfalls blaðamanna í Blaðamannafélaginu á morgun. Halldór segir að Samtök atvinnulífsins hafi lagt fram tilboð á fundinum í dag og að Blaðamannafélagið hafi lagt fram gagntilboð í kjölfarið. SA féllst ekki á það tilboð. „Það var óaðgengilegt og getur ekki orðið grunnur að kjarasamningi við Samtök atvinnulífsins. Þar við sat í kvöld og verkföll munu skella á morgun milli klukkan tíu og sex.“Tilgangslaust að sitja lengur Fram kom í máli Hjálmars Jónssonar, formanns Blaðamannafélags Íslands, eftir fundinn í kvöld að samninganefnd Blaðamannafélagsins hafi viljað sitja fundinn lengur vegna yfirvofandi verkfalls á morgun en ekki hafi verið vilji til þess að hálfu SA. Halldór telur að það hefði ekki orðið vænlegt til árangurs.Sjá einnig: „Það er afskaplega langt í land“„Það er einfaldlega allt of langt á milli aðila til þess að það skili einhverjum árangri, og þar við situr. Það hefði ekki skilað neinum árangri að sitja lengur, það hefði verið algjörlega tilgangslaust.“ Halldór segir að Samtök atvinnulífsins hafi boðið öllum viðsemjendum sínum samningstilboð sem byggist á lífskjarasamningnum og með þeim hætti samið við 97% af viðsemjendum sínum. „Það höfum við nú þegar gert fyrir Blaðamannafélagið, en við höfum ekki komist lengra með þetta að sinni.“ Forysta Blaðamannafélagsins hefur þó fullyrt að félagið sé ekki að fara út fyrir umræddan lífskjarasamning í sinni kröfugerð. Þessu er Halldór hróplega ósammála. „Ef svo væri þá væru Samtök atvinnulífsins búin að undirrita kjarasamning við Blaðamannafélagið. Það sjá allir að sú fullyrðing stenst ekki skoðun.“Svo ykkur greinir á um það að tilboðið rúmist innan samningsins?„Það rúmast ekki innan samningsins. Um það þarf ekkert að deila.“Hefur stefnt Samtökum atvinnulífsins Blaðamannafélagið hefur stefnt Samtökum atvinnulífsins vegna meintra verkfallsbrota Árvakurs í síðustu viku og verður málið þingfest í Félagsdómi á þriðjudag. Halldór segist vera ósammála þessari túlkun Blaðamannafélagsins en að hann virði á sama tíma rétt þeirra til að skjóta málinu til félagsdóms. „Við sjáum bara hvernig félagsdómur úrskurðar í þessu máli. Reglurnar eru alveg skýrar, við höfum brýnt þær fyrir okkar umbjóðendum og svo lengi sem farið er eftir þeim þá óttast ég ekki niðurstöðu félagsdóms.“Sjá einnig: Blaðamenn leggja aftur niður störfBoðað hefur verið til næsta fundar í kjaradeilunni hjá Ríkissáttasemjara á þriðjudag í næstu viku. Halldór segist vona að ekki komi til fleiri verkfalla. „Verkföll valda alltaf tjóni, ekki bara fyrirtækjunum heldur líka starfsmönnunum sem taka þátt í þeim. Að því leitinu til mynda þau allratap og ég vona að til fleiri verkfalla komi ekki.“Ertu bjartsýnn á næstu skref?„Ég er hóflega bjartsýnn en raunsær á sama tíma.“Flestir blaðamenn Vísis eru í Blaðamannafélagi Íslands, þar á meðal sá sem þetta skrifar.
Fjölmiðlar Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Blaðamenn leggja aftur niður störf Samninganefndir Blaðamannafélags Íslands og Samtaka atvinnulífsins náðu ekki samningum á fundi nefndanna hjá Ríkissáttasemjara í dag. 14. nóvember 2019 19:00 Þrjátíu tilfelli um meint verkfallsbrot hjá Morgunblaðinu og eitt hjá RÚV Blaðamannafélag Íslands hefur kært RÚV og Morgunblaðið fyrir meint verkfallsbrot en formaður félagsins óttast að Félagsdómur verði ekki búinn að komast að niðurstöðu fyrir næstu verkföll sem eru á föstudag. 11. nóvember 2019 13:31 Meint verkfallsbrot Árvakurs tekin fyrir í Félagsdómi á þriðjudag Blaðamannafélag Íslands hefur stefnt Samtökum atvinnulífsins vegna meintra verkfallsbrota Árvakurs í vinnustöðvun vefblaðamanna sem fór fram síðastliðinn föstudag frá klukkan 10 til 14. 14. nóvember 2019 18:00 „Það er afskaplega langt í land“ Fundur milli samningsaðila var haldinn hjá Ríkissáttasemjara í dag klukkan 13:30 og lauk honum skömmu fyrir sjö, án samnings. 14. nóvember 2019 20:41 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Sjá meira
Blaðamenn leggja aftur niður störf Samninganefndir Blaðamannafélags Íslands og Samtaka atvinnulífsins náðu ekki samningum á fundi nefndanna hjá Ríkissáttasemjara í dag. 14. nóvember 2019 19:00
Þrjátíu tilfelli um meint verkfallsbrot hjá Morgunblaðinu og eitt hjá RÚV Blaðamannafélag Íslands hefur kært RÚV og Morgunblaðið fyrir meint verkfallsbrot en formaður félagsins óttast að Félagsdómur verði ekki búinn að komast að niðurstöðu fyrir næstu verkföll sem eru á föstudag. 11. nóvember 2019 13:31
Meint verkfallsbrot Árvakurs tekin fyrir í Félagsdómi á þriðjudag Blaðamannafélag Íslands hefur stefnt Samtökum atvinnulífsins vegna meintra verkfallsbrota Árvakurs í vinnustöðvun vefblaðamanna sem fór fram síðastliðinn föstudag frá klukkan 10 til 14. 14. nóvember 2019 18:00
„Það er afskaplega langt í land“ Fundur milli samningsaðila var haldinn hjá Ríkissáttasemjara í dag klukkan 13:30 og lauk honum skömmu fyrir sjö, án samnings. 14. nóvember 2019 20:41