Forsætisráðherra segir lögbrot fyrirtækja ekki verða liðin Heimir Már Pétursson skrifar 14. nóvember 2019 19:47 Þingmaður Pírata segir spillingu á Íslandi víðfeðma og vel skjalfesta sem bregðast verði við með aðgerðum. Forsætisráðherra segir margt hafa breyst frá hruni og það verði ekki liðið að íslensk fyrirtæki brjóti lög og reglur hvorki innanlands né utan. Sérstök umræða var um spillingu á Alþingi í dag auk þess sem málefni Samherja fylltu óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra. Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar sagði þá mynd vera að dragast upp af Íslandi að það væri spillingarbæli. „Ég skal nefna Vafningsmálið, ég skal nefna lekamálið, Orku Energy, landsréttarmálið, Panamaskjölin, gráa listann sem við sitjum núna á. Og svo auðvitað núna samherjaskjölin,” sagði Logi. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði alvarlegt mál þegar formaður stjórnmálaflokks lýsti Íslandi sem spillingarbæli. „Gráa listunin er ekki dæmi um spillingu á Íslandi háttvirtur þingmaður. Þú ert bara í ruglinu með þessa nálgun á það mál,” sagði Bjarni og minnti á að einnig væri til svartur listi. „Að sjálfsögðu hef ég áhyggjur af þessu máli. Af sjálfsögðu hef ég áhyggjur af orðspori sem við Íslendingar getum séð bíða hnekki vegna þessa máls. Það ræðst af því hvernig við tökum á málinu hvernig úr því spilast,” sagði formaður Sjálfstæðisflokksins. Smári McCarthy þingmaður Pírata hóf sérstaka umræðu um spilling að loknum fyrirspurnatíma. „Liðin er sú tíð að fólk geti skýlt sér á bak við furðu og hneykslan þegar kemur að umræðu um spillingu á Íslandi. Hún er víðfeðm, hún er vel skjalfest og hún viðgengst svo gott sem óáreitt,” sagði Smári og vísaði til mála allt aftur fyrir hrun áður en hann vék beint að samherjamálinu. „Fyrir liggja sannanir um skipulagt arðrán á auðlindum annarrar þjóðar. Sannanir um gríðarlegar reglubundnar mútugreiðslur til embættismanna og stjórnmálamanna. Frá fyrirtæki sem verið hefur flaggberi íslensku útgerðarinnar og byggt auðsöfnun sína á nýtingu íslenskra auðlinda,” sagði Smári. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra var til andsvara og sagði margt hafa breyst til batnaðar frá hruni, meðal annars hefðu refsingar við mútugreiðslum nýlega verið hertar og frumvarp iðnaðarráðherra varðandi upplýsingar um raunverulega eigendur fyrirtækja verið samþykkt. Enn mæti gera betur. „Þegar íslensk fyrirtæki starfa í öðrum löndum bera þau ekki aðeins ábyrgð á sínu eigin orðspori. Þau bera ábyrgð á orðspori heils samfélags. Þannig að þetta er mál sem varðar okkur öll. Ekki bara einstök fyrirtæki. Því verður það ekki liðið að íslensk fyrirtæki brjóti lög og reglur. Næsta skref hlýtur að vera að rannsaka þetta mál ofan í kjölinn,” sagði forsætisráðherra sem endaði daginn á Alþingi með því að mæla fyrir frumvarpi sínu um vernd uppljóstrara. Alþingi Samherjaskjölin Vafningsmálið Tengdar fréttir „Lítur illa út“ að sjávarútvegsráðherra hafi verið stjórnarformaður Samherja Oddný kveðst þó ekki efast um heilindi ráðherrans, Kristján Þórs Júlíussonar. 13. nóvember 2019 08:47 Bættu við kafla um spillingu og mútur í ársreikninginn Samherji vonast til þess að félagið verði búið að setja sér reglur um siðferði, spillingu, mannréttindi og mútur fyrir lok þessa árs. 13. nóvember 2019 11:45 Ósáttur við að „pólitíkin taki yfir málið á rannsóknarstigi“ Ráðamenn hafa margir tjáð sig um málið síðan hulunni var svipt af því, ráðherrar jafnt sem forystufólk stjórnarandstöðunnar. 14. nóvember 2019 11:08 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Sjá meira
Þingmaður Pírata segir spillingu á Íslandi víðfeðma og vel skjalfesta sem bregðast verði við með aðgerðum. Forsætisráðherra segir margt hafa breyst frá hruni og það verði ekki liðið að íslensk fyrirtæki brjóti lög og reglur hvorki innanlands né utan. Sérstök umræða var um spillingu á Alþingi í dag auk þess sem málefni Samherja fylltu óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra. Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar sagði þá mynd vera að dragast upp af Íslandi að það væri spillingarbæli. „Ég skal nefna Vafningsmálið, ég skal nefna lekamálið, Orku Energy, landsréttarmálið, Panamaskjölin, gráa listann sem við sitjum núna á. Og svo auðvitað núna samherjaskjölin,” sagði Logi. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði alvarlegt mál þegar formaður stjórnmálaflokks lýsti Íslandi sem spillingarbæli. „Gráa listunin er ekki dæmi um spillingu á Íslandi háttvirtur þingmaður. Þú ert bara í ruglinu með þessa nálgun á það mál,” sagði Bjarni og minnti á að einnig væri til svartur listi. „Að sjálfsögðu hef ég áhyggjur af þessu máli. Af sjálfsögðu hef ég áhyggjur af orðspori sem við Íslendingar getum séð bíða hnekki vegna þessa máls. Það ræðst af því hvernig við tökum á málinu hvernig úr því spilast,” sagði formaður Sjálfstæðisflokksins. Smári McCarthy þingmaður Pírata hóf sérstaka umræðu um spilling að loknum fyrirspurnatíma. „Liðin er sú tíð að fólk geti skýlt sér á bak við furðu og hneykslan þegar kemur að umræðu um spillingu á Íslandi. Hún er víðfeðm, hún er vel skjalfest og hún viðgengst svo gott sem óáreitt,” sagði Smári og vísaði til mála allt aftur fyrir hrun áður en hann vék beint að samherjamálinu. „Fyrir liggja sannanir um skipulagt arðrán á auðlindum annarrar þjóðar. Sannanir um gríðarlegar reglubundnar mútugreiðslur til embættismanna og stjórnmálamanna. Frá fyrirtæki sem verið hefur flaggberi íslensku útgerðarinnar og byggt auðsöfnun sína á nýtingu íslenskra auðlinda,” sagði Smári. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra var til andsvara og sagði margt hafa breyst til batnaðar frá hruni, meðal annars hefðu refsingar við mútugreiðslum nýlega verið hertar og frumvarp iðnaðarráðherra varðandi upplýsingar um raunverulega eigendur fyrirtækja verið samþykkt. Enn mæti gera betur. „Þegar íslensk fyrirtæki starfa í öðrum löndum bera þau ekki aðeins ábyrgð á sínu eigin orðspori. Þau bera ábyrgð á orðspori heils samfélags. Þannig að þetta er mál sem varðar okkur öll. Ekki bara einstök fyrirtæki. Því verður það ekki liðið að íslensk fyrirtæki brjóti lög og reglur. Næsta skref hlýtur að vera að rannsaka þetta mál ofan í kjölinn,” sagði forsætisráðherra sem endaði daginn á Alþingi með því að mæla fyrir frumvarpi sínu um vernd uppljóstrara.
Alþingi Samherjaskjölin Vafningsmálið Tengdar fréttir „Lítur illa út“ að sjávarútvegsráðherra hafi verið stjórnarformaður Samherja Oddný kveðst þó ekki efast um heilindi ráðherrans, Kristján Þórs Júlíussonar. 13. nóvember 2019 08:47 Bættu við kafla um spillingu og mútur í ársreikninginn Samherji vonast til þess að félagið verði búið að setja sér reglur um siðferði, spillingu, mannréttindi og mútur fyrir lok þessa árs. 13. nóvember 2019 11:45 Ósáttur við að „pólitíkin taki yfir málið á rannsóknarstigi“ Ráðamenn hafa margir tjáð sig um málið síðan hulunni var svipt af því, ráðherrar jafnt sem forystufólk stjórnarandstöðunnar. 14. nóvember 2019 11:08 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Sjá meira
„Lítur illa út“ að sjávarútvegsráðherra hafi verið stjórnarformaður Samherja Oddný kveðst þó ekki efast um heilindi ráðherrans, Kristján Þórs Júlíussonar. 13. nóvember 2019 08:47
Bættu við kafla um spillingu og mútur í ársreikninginn Samherji vonast til þess að félagið verði búið að setja sér reglur um siðferði, spillingu, mannréttindi og mútur fyrir lok þessa árs. 13. nóvember 2019 11:45
Ósáttur við að „pólitíkin taki yfir málið á rannsóknarstigi“ Ráðamenn hafa margir tjáð sig um málið síðan hulunni var svipt af því, ráðherrar jafnt sem forystufólk stjórnarandstöðunnar. 14. nóvember 2019 11:08