Breski flugherinn á Íslandi í fyrsta sinn síðan í seinni heimsstyrjöld Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 13. nóvember 2019 19:00 FjórarTyphoon- orustuþotur breska flughersins verða við loftrýmisgæslu á Íslandi næstu vikur. RAF/Cathy Sharples Fjórar þotur breska flughersins eru komnar til landsins og munu sinna loftrýmisgæslu hér næstu vikur. Þetta er í fyrsta sinn síðan í seinni heimsstyrjöldinni sem breski flugherinn hefur viðveru á Íslandi í lengri tíma. „Við erum með Typhoon-þotur eins og þú sérð hér fyrir aftan mig, fjórðu kynslóðar orustuþotur sem eru aðal þotur breska konunglega flughersins,“ segir flugsveitarforinginn Mark Baker. Sjálfur kveðst hann spenntur fyrir næstu vikum á Íslandi, hann sé þakklátur fyrir boð íslenskra stjórnvalda og Landhelgisgæslunnar fyrir að koma og sinna loftrýmisgæslu hér á landi. Til þessa höfðu níu aðildarríki bandalagsins tekið þátt í loftrýmisgæslunni hér við land síðan hún hófst árið 2008 en þetta er í fyrsta sinn sem Bretar taka þátt. Loftrýmisgæslan fer fram að jafnaði þrisvar á ári í tvær til þrjár vikur í senn en síðast voru Ítalir og Bandaríkjamenn hér við loftrýmisgæslu fyrr á þessu ári. „Breski flugherinn var síðast með bækistöðvar hér var í seinni heimsstyrjöldinni. Þannig að þó að við höfum tekið þátt í æfingum áður, en þetta er í fyrsta sinn sem við erum með viðveru í nokkrar vikur með þátttöku í loftrýmisgæslunni,“ segir Michael Nevin, sendiherra Bretlands á Íslandi. Hann segir afstöðu Vinstri grænna til Atlantshafsbandalagsins,sem fara með forsæti í ríkisstjórn Íslands, ekki hafa neikvæð áhrif á samstarf ríkjanna í öryggismálum.Ein af Typhoon-þotum breska flughersins á varnarsvæðinu í Keflavík.RAF/Cathy Sharples„Flokkur forsætisráðherrans er á þessari skoðun en á sama tíma þá hefur hún [Katrín Jakobsdóttir] verið skýr um að þetta sé skoðun þessa eina flokks og að aðild Íslands að Nató sé liður í þjóðaröryggisstefnu ríkisins og þess vegna hafa ekki komið upp nein vandamál,“ segir Nevin og ítrekar um leið að Ísland sé mikilvægt bandalagsríki Breta. „Við erum nágrannar svo það er mikil samvinna og við vinnum mjög náið með ríkisstjórn Íslands og Landhelgisgæslunni. Svæðið milli Grænlands, Íslands og Bretlands til að mynda skiptir okkur miklu máli.“ Í hópnum sem verður hér fram í byrjun desember eru um 120 liðsmenn breska flughersins. Einn þeirra er hinn tvítugi Harrison Gibson sem er flugvirki í hernum en hann var aðeins sautján ára gamall þegar hann gekk í herinn. „Ég er búinn að fara til Frakklands og Kýpur og svo hingað,“ segir Gibson. Spurður hvers vegna hann ákvað að ganga í flugherinn segir hann það hafa verið auðvelda ákvörðun. „Ég var ekki í skapi til að fara í háskóla svo þetta var besti kosturinn,“ segir Gibson sem segist fyrir utan vinnuna hlakka til að kynnast landi og þjóð og fara í Bláa lónið.Gert er ráð fyrir að verkefninu ljúki í byrjun desember.RAF/Cathy Sharples Bretland Keflavíkurflugvöllur Reykjanesbær Utanríkismál Varnarmál Tengdar fréttir Hættustigi lýst yfir í örfáar mínútur vegna ítalskrar herþotu á Akureyri Laust eftir klukkan eitt í dag lenti F-35 orrustuþota ítalska flughersins á Akureyrarflugvelli af öryggisástæðum. Vélin var í æfingaflugi en loftrýmisgæsla Atlantshafsbandalagsins hefst í næstu viku. 27. september 2019 14:05 Loftrýmisgæsla hefst að nýju við Ísland Loftrýmisgæsla í kringum Ísland hefst á næstu dögum með komu 110 liðsmanna bandaríska flughersins og fimm F16 orrustuþota. 19. júlí 2019 23:11 Birta myndbönd af herþotunum á lofti yfir Íslandi Flugmenn ítöslsku herflugsveitarinnar sem sinnti loftrýmisgæslu hér á landi í síðasta mánuði máttu engan tíma missa við æfingar hér á landi, líkt og sjá má í meðfylgjandi myndbandi þegar líkt var eftir útkalli. 4. nóvember 2019 12:00 Ný kynslóð orrustuvéla sinna loftrýmisgæslu við Ísland Sex F-35 orrustuþotur, frá ítalska flughernum, eru þessar vikurnar gerðar út frá Keflavíkurflugvelli í loftrýmisgæslu Atlantshafsbandalagsins. Þoturnar eru af nýrri kynslóð orrustuþotna og eru einungis notaðar til gæsluverkefna utan átakasvæða. 9. október 2019 20:15 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Fleiri fréttir Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Sjá meira
Fjórar þotur breska flughersins eru komnar til landsins og munu sinna loftrýmisgæslu hér næstu vikur. Þetta er í fyrsta sinn síðan í seinni heimsstyrjöldinni sem breski flugherinn hefur viðveru á Íslandi í lengri tíma. „Við erum með Typhoon-þotur eins og þú sérð hér fyrir aftan mig, fjórðu kynslóðar orustuþotur sem eru aðal þotur breska konunglega flughersins,“ segir flugsveitarforinginn Mark Baker. Sjálfur kveðst hann spenntur fyrir næstu vikum á Íslandi, hann sé þakklátur fyrir boð íslenskra stjórnvalda og Landhelgisgæslunnar fyrir að koma og sinna loftrýmisgæslu hér á landi. Til þessa höfðu níu aðildarríki bandalagsins tekið þátt í loftrýmisgæslunni hér við land síðan hún hófst árið 2008 en þetta er í fyrsta sinn sem Bretar taka þátt. Loftrýmisgæslan fer fram að jafnaði þrisvar á ári í tvær til þrjár vikur í senn en síðast voru Ítalir og Bandaríkjamenn hér við loftrýmisgæslu fyrr á þessu ári. „Breski flugherinn var síðast með bækistöðvar hér var í seinni heimsstyrjöldinni. Þannig að þó að við höfum tekið þátt í æfingum áður, en þetta er í fyrsta sinn sem við erum með viðveru í nokkrar vikur með þátttöku í loftrýmisgæslunni,“ segir Michael Nevin, sendiherra Bretlands á Íslandi. Hann segir afstöðu Vinstri grænna til Atlantshafsbandalagsins,sem fara með forsæti í ríkisstjórn Íslands, ekki hafa neikvæð áhrif á samstarf ríkjanna í öryggismálum.Ein af Typhoon-þotum breska flughersins á varnarsvæðinu í Keflavík.RAF/Cathy Sharples„Flokkur forsætisráðherrans er á þessari skoðun en á sama tíma þá hefur hún [Katrín Jakobsdóttir] verið skýr um að þetta sé skoðun þessa eina flokks og að aðild Íslands að Nató sé liður í þjóðaröryggisstefnu ríkisins og þess vegna hafa ekki komið upp nein vandamál,“ segir Nevin og ítrekar um leið að Ísland sé mikilvægt bandalagsríki Breta. „Við erum nágrannar svo það er mikil samvinna og við vinnum mjög náið með ríkisstjórn Íslands og Landhelgisgæslunni. Svæðið milli Grænlands, Íslands og Bretlands til að mynda skiptir okkur miklu máli.“ Í hópnum sem verður hér fram í byrjun desember eru um 120 liðsmenn breska flughersins. Einn þeirra er hinn tvítugi Harrison Gibson sem er flugvirki í hernum en hann var aðeins sautján ára gamall þegar hann gekk í herinn. „Ég er búinn að fara til Frakklands og Kýpur og svo hingað,“ segir Gibson. Spurður hvers vegna hann ákvað að ganga í flugherinn segir hann það hafa verið auðvelda ákvörðun. „Ég var ekki í skapi til að fara í háskóla svo þetta var besti kosturinn,“ segir Gibson sem segist fyrir utan vinnuna hlakka til að kynnast landi og þjóð og fara í Bláa lónið.Gert er ráð fyrir að verkefninu ljúki í byrjun desember.RAF/Cathy Sharples
Bretland Keflavíkurflugvöllur Reykjanesbær Utanríkismál Varnarmál Tengdar fréttir Hættustigi lýst yfir í örfáar mínútur vegna ítalskrar herþotu á Akureyri Laust eftir klukkan eitt í dag lenti F-35 orrustuþota ítalska flughersins á Akureyrarflugvelli af öryggisástæðum. Vélin var í æfingaflugi en loftrýmisgæsla Atlantshafsbandalagsins hefst í næstu viku. 27. september 2019 14:05 Loftrýmisgæsla hefst að nýju við Ísland Loftrýmisgæsla í kringum Ísland hefst á næstu dögum með komu 110 liðsmanna bandaríska flughersins og fimm F16 orrustuþota. 19. júlí 2019 23:11 Birta myndbönd af herþotunum á lofti yfir Íslandi Flugmenn ítöslsku herflugsveitarinnar sem sinnti loftrýmisgæslu hér á landi í síðasta mánuði máttu engan tíma missa við æfingar hér á landi, líkt og sjá má í meðfylgjandi myndbandi þegar líkt var eftir útkalli. 4. nóvember 2019 12:00 Ný kynslóð orrustuvéla sinna loftrýmisgæslu við Ísland Sex F-35 orrustuþotur, frá ítalska flughernum, eru þessar vikurnar gerðar út frá Keflavíkurflugvelli í loftrýmisgæslu Atlantshafsbandalagsins. Þoturnar eru af nýrri kynslóð orrustuþotna og eru einungis notaðar til gæsluverkefna utan átakasvæða. 9. október 2019 20:15 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Fleiri fréttir Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Sjá meira
Hættustigi lýst yfir í örfáar mínútur vegna ítalskrar herþotu á Akureyri Laust eftir klukkan eitt í dag lenti F-35 orrustuþota ítalska flughersins á Akureyrarflugvelli af öryggisástæðum. Vélin var í æfingaflugi en loftrýmisgæsla Atlantshafsbandalagsins hefst í næstu viku. 27. september 2019 14:05
Loftrýmisgæsla hefst að nýju við Ísland Loftrýmisgæsla í kringum Ísland hefst á næstu dögum með komu 110 liðsmanna bandaríska flughersins og fimm F16 orrustuþota. 19. júlí 2019 23:11
Birta myndbönd af herþotunum á lofti yfir Íslandi Flugmenn ítöslsku herflugsveitarinnar sem sinnti loftrýmisgæslu hér á landi í síðasta mánuði máttu engan tíma missa við æfingar hér á landi, líkt og sjá má í meðfylgjandi myndbandi þegar líkt var eftir útkalli. 4. nóvember 2019 12:00
Ný kynslóð orrustuvéla sinna loftrýmisgæslu við Ísland Sex F-35 orrustuþotur, frá ítalska flughernum, eru þessar vikurnar gerðar út frá Keflavíkurflugvelli í loftrýmisgæslu Atlantshafsbandalagsins. Þoturnar eru af nýrri kynslóð orrustuþotna og eru einungis notaðar til gæsluverkefna utan átakasvæða. 9. október 2019 20:15